Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2017 | 13:00
15 hæst launuðu kylfingarnir 2017

15 hæst launuðu kylfingar ársins 2017 eru eftirfarandi: 15. sæti: Matt Kuchar Hann var áður: nr. 20 Tekjur innan vallar: $4,597,178 Tekur utan vallar: $6,750,000 Heildartekjur: $11,347,178 14. sæti: Sergio Garcia Hann var áður: nr. 16 Tekjur innan vallar: $3,845,425 Tekur utan vallar: $8,500,000 Heildartekjur: $12,345,425 13. sæti: Rickie Fowler Hann var áður: nr. 8 Tekjur innan vallar: $3,328,563 Tekur utan vallar: $9,100,000 Heildartekjur: $12,428,563 12. sæti: Hideki Matsuyama Hann var áður: nr. 22 Tekjur innan vallar: $5,576,454 Tekur utan vallar: $8,000,000 Heildartekjur: $13,576,454 11. sæti: Henrik Stenson Hann var áður: nr. 12 Tekjur innan vallar: $6,941,923 Tekur utan vallar: $7,250,000 Heildartekjur: $14,191,923 10. sæti: Gary Player Hann var áður: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2017 | 12:00
Rolex heimslistinn: So Yeon Ryu nr. 1

Seta hinnar ungu, thaílensku Ariyu Jutanugarn varð ekki löng í 1. sæti Rolex heimslista kvenna. Í þessari viku hefir So Yeon Ryu velt henni úr sessi, eftir glæstan sigur á Wallmart NW Arkansas Championship. Staðan á efstu 10 á Rolex heimslista kvenna þessa vikuna er því eftirfarandi: Nr. 1 So Yeon Ryu Nr. 2 Ariya Jutanugarn Nr. 3 Lydia Ko Nr. 4 Lexi Thompson Nr. 5 In Gee Chun Nr. 6 Shanshan Feng Nr. 7 Inbee Park Nr. 8 Sung Hyun Park Nr. 9 Amy Yang (kemst á topp 10 eftir góðan árangur á Wallmart en hún var nr. 11 áður) Nr. 10 Anna Nordqvist
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2017 | 10:00
LPGA: Dagskrá Ólafíu Þórunnar á KPMG risamótinu

Svo sem Golf 1 greindi frá varð Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fyrst íslenskra kylfinga til þess að öðlast þátttökurétt á risamóti, þ.e. KPMG risamótinu sem er 2. stærsta mót á mótaskrá LPGA. Það leiðréttist að Ólafía Þórunni hafi hlotið boð á mótið af hálfu styrktaraðila síns; hún komst þangað vegna stiga sem hún vann sér inn á Wallmart mótinu – Glæsileg hún Ólafía Þórunn!!! Dagskrá Ólafíu fyrir KPMG mótið í Chicago er eftirfarandi: Í dag: Spilar níu holur – Smá hvíld – kl. 14.15 Myndataka með Stacy Lewis, síðan verður golfkeppni (þrautir) milli Lydiu Ko, Stacy Lewis, Brooke Hendersson og Phil Mickelson Kl. 18.30 verður fréttafundur – Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Benedikt Árni Harðarson – 26. júní 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Benedikt Árni Harðarson. Benedikt Árni er fæddur 26. júní 1995 og á því 22 ára afmæli í dag. Benedikt Árni er snilldarkylfingur og sérlega góður púttari sem spilar á Eimskipsmótaröðinni. Komast má á facebook síðu Benedikts til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Benedikt Árni Harðarson (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Babe Didrikson Zaharias, 26. júní 1911-d. 27. september 1956; Áslaug Helgudóttir, 26. júní 1958 (59 ára); Rakel Gardarsdottir, GR, 26. júní 1963 (54 ára); Pamela Wright, 26. júní 1964 (53 ára); Rúnar Már Smárason, 26. júní 1971 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2017 | 08:00
Hvað var í sigurpoka Spieth?

Jordan Spieth, 23 ára, sigraði í gær á Travelers mótinu. Eftirfarandi verkfæri voru í pokanum hjá honum: Dræver: Titleist 915D2 (9.5°), withAldila NV 2KXV Blue 70 X skaft. Brautartré: Titleist 915F (15°), with Graphite Design Tour AD DI-7 X skaft Blendingur: Titleist 816H2 (21°), with Graphite Design Tour AD-DI 95X skaft Járn: Titleist 716 T-MB (4), 716 AP2 (5-9), with Project X 6.5 sköft Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM6 Raw (46, 52, 56, 60°), with Project X 6.0 sköft Pútter: Scotty Cameron for Titleist Newport 009 Bolti: Titleist Pro V1x.
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 23:59
PGA: Jordan Spieth sigraði á Travelers m/ótrúlegu höggi í bráðabana – Hápunktar 4. dags

Það var Jordan Spieth sem stóð uppi sem sigurvegari á Travelers mótinu. Spieth lék á samtals 12 undir pari, 268 höggum; sama skori og Daníel Berger. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra; sem Spieth vann þegar á 1. holu bráðabanans, með ótrúlegu höggi. Sjá má sigurhögg Spieth með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 4. dags á Travelers með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á Travelers með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 23:30
LPGA: Ólafía tekur þátt í KPMG risamótinu í Chicago

Ólafíu Þórunni „okkar“ Kristinsdóttur var boðið að taka þátt í KPMG risamótinu í Chicago. Mótið fer fram á norðurvelli Olympia Fields Country Club, dagana 29. júní – 2. júlí 2017. Þetta er næst stærsta LPGA mót ársins og mikill heiður að vera boðið á mótið. Það með er Ólafía Þórunn fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að spila í risamóti! Ólafía Þórunn er orðin nokkuð góð í öxlinni, var hjá lækni og sjúkranuddara hér heima. Það og íslenskur „kjarnamatur“ og YUMI Cell Energy heilsubótafæði áttu sinn þátt í batanum. Ef vel gengur á KPMG risamótinu þá bætast boðsmót við!
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 21:00
LPGA: Ólafía hlaut $5.483 f. 55. sætið á Wallmart mótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, deildi 55. sætinu ásamt 7 öðrum kylfingum, þ.e. varð T-55 á Wallmart NW Arkansas Championship. Ólafía Þórunn lék á samtals 4 undir pari, 209 höggum (69 70 70). Fyrir árangur sinn í mótinu hlaut hún tékka upp á $ 5.483 (u.þ.b. 580.000,- íslenskar krónur). So Yeon Ryu frá S-Kóreu sigraði í mótinu, en hún lék á samtals 18 undir pari, 195 höggum (65 61 69). Mótið fór fram dagana 23.-25. júní 2017 í Arkansas. Til þess að sjá lokastöðuna á Wallmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Hrafnkell Óskarsson. Hrafnkell er fæddur 25. júní 1952 og á því 65 ára afmæli í dag!!! Hrafnkell er læknir með sérfræðileyfi í skurðlækningum frá Svíþjóð 1988. Hrafnkell er góður kylfingur, sem er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) og hefir m.a. verið sigursæll í opnum mótum, t.a.m. á viðmiðunarmótum LEK. Eins var hann einn þeirra sem þátt tók í Læknagolfi á Hvaleyrinni nú í ár. Hrafnkell er kvæntur Þórhildi Sigtryggsdóttur, lækni og þau eiga dótturina Hrafnhildi og tvö barnabörn. Komast má á facebooksíðu Hrafnkels til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hrafnkell Óskarsson (65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 15:30
Eimskipsmótaröðin 2017 (5): Egill Ragnar Íslandsmeistari í holukeppni karla!!!

Það er Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, sem stóð uppi sem Íslandsmeistari í holukeppni karla 2017 eftir úrslitaviðureign við klúbbfélaga sinn Alfreð Brynjar Kristinsson. Egill Ragnar vann viðureign þeirra 5&3. Spilað var á Vestmannaeyjavelli, dagana 23.-25. júní 2017. Til þess að sjá öll úrslit í öllum riðlum SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

