Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2017 | 07:40

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur hefur keppni í dag á Scottish Challenge – Fylgist með hér

Birgir Leifur Hafþórssson hefur leik í dag, á Scottish Challenge mótinu, en mótið er hluti  Áskorendamótaraðarinnar. Mótið fer fram á Macdonald Spey Valley GC, í Skotlandi, dagana 29. júní – 2. júlí 2017. Birgir Leifur á rástíma, akkúrat þegar þessi frétt er rituð kl. 7:40 að íslenskum tíma (þ.e. kl. 8:40 að staðartíma). Í ráshóp með Birgi Leif eru Lorenzo Gagli og Matt Ford. Til þess að fylgjast með skori Birgis Leifs á Scottish Challenge SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 21:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á KPMG risamótinu á morgun kl. 14:30

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni á morgun á KPMG risamótinu. Mótið fer fram á Olympía Fields í Illinois og stendur dagana 29. júní-2. júlí 2017. Ólafía Þórunn fer út kl. 9:30 að staðartíma í Illinois, sem er kl. 14.30 að íslenskum tíma. Með Ólafíu í ráshóp eru hin bandaríska Annie Park og Wendy Doolan frá Ástralíu. Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunni á KPMG risamótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 20:45

Viðtalið: Andri Steinn Sigurjónsson, GV

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja hófst í dag og var Golf 1 á staðnum í glampandi sólskini og góðu veðri eins og best gerist í Eyjum. Einn þátttakenda er Andri Steinn og var eftirfarandi viðtal tekið við hann: Fullt nafn:  Andri Steinn Sigurjónsson. Klúbbur:  GV. Hvar og hvenær fæddistu?   24. ágúst 2001. Hvar ertu alinn upp?  Hér í Vestmannaeyjum. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er að fara í Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum í haust og vinn á sumrin við að slá garða. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Ég á foreldra og 5 systkini – Pabbi og einn eldri bróðir minn spila golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Það var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 20:00

Daníel Ísak og Ragnar Már T-58 e. 2. dag Opna írska áhugamannamóts unglinga

Daníel Ísak Steinarsson GK og Ragnar Már Ríkarðsson, GM, hófu í gær leik á Opna írska áhugamannamóti unglinga eða m.ö.o. Irish Boys Amateur Open Championship. Mótið, sem er eitt sterkasta unglingamót Evrópu  fer fram í Castletroy GC á Írlandi, dagana 27.-30. júní 2017. Þátttakendur eru 144. Daníel Ísak og Ragnar Már eru báðir á sama skorinu eftir 2. dag þ.e. 9 yfir pari, 153 höggum; Daníel Ísak (76 77) og Ragnar Már (82 71) og T-58 þ.e. deila 58. sætinu með 4 öðrum kylfingum. Skorið er niður í mótinu eftir 3. keppnisdag. Sjá má stöðuna á Opna írska áhugamannamóti unglinga með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 19:00

Gísli Sveinbergs og Aron Snær Júlíusson hófu keppni í dag á Evrópumóti einstaklinga

Aron Snær Júlíusson, GKG og Gísli Sveinbergsson, GK hófu leik í dag á Evrópumóti einstaklinga. Þátttakendur í mótinu eru 144. Aron Snær lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-91, en Gísli var á 7 yfir pari, 79 höggum og er T-137 eftir 1. dag. Mótið fer fram á Walton Heath vellinum á Englandi. Walton Heath völlurinn er kannski þekktastur fyrir það að hafa haldið Ryder keppnina 1981 þar sem “draumalið” Bandaríkjanna rústaði því evrópska. Þetta mót er eitt allra sterkasta áhugamannamót í heiminum, og fær sigurvegarinn boð á Opna breska mótið í júlí. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 18:00

LEK: „Okkar kylfingar stóðu sig af stakri prýði,“ sagði Jón B. Stefánsson

Landasamband eldri kylfinga hefur um árabil sent lið á Evrópumót eldri kylfinga 50+ ESGA. Í ár var ESGA mótið sem er stóra mótið hjá ESGA haldi í Póllandi 19. – 23. Júní 2017. Spilað var á tveim völlum í nágrenni GDYNIA við frábærar aðstæður. Meistaramótið sem er höggleikur án forgjafar fór fram á Postolowo með þáttöku 21 þjóðar. Bikarmótið sem er höggleikur með forgjöf fór fram á Sierra vellinun með þátttöku 23 þjóða. Bæði liðin stóðu sig frábærlega vel og enduðu hvor fyrir sig í 5 sæti og munaði aðeins einu höggi á Íslenska liðinu og því Sænska í Meistaramótinu og tveim höggum á Íslenska liðinu og því Spánska í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Freyja Benediktsdóttir. Freyja er fædd 28. júní 1953 og er því 64 ára. Sambýlismaður Freyju er Einar Jóhann Herbertsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Freyja Benediktsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter H. Oakley, 28. júní 1949 (68 ára); Jim Nelford, 28. júní 1955 (62 ára) Warren Abery 28. júní 1973 (44 ára) ….. og ….. Kollu Keramik (64 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2017 | 14:00

Fylgist m/fyrrum PGA Tour kylfingnum John Morgan fá ás … og synda að golfbolta sínum

Hvað myndirðu gera ef þú færir holu í höggi? Myndirðu vera svo glöð/glaður að þú værir til í að stökkva í tjörn og synda eftir boltanum til að ná í golfboltann þinn? Það er það sem fyrrum PGA Tour og Evróputúrs kylfingurinn John Morgan gerði eftir að fá ás, sem hluta af keppni sem kvikmynduð var og var 100.000 punda virði. Hvað var vandamálið? Nú Morgan var ekki hluti af keppninni.   Eftir að enginn af 26 þátttakendum í Albrate Shoot-out náði að fara holu í höggi, þá tókst Morgan, golffréttaskýranda fyrir Sky Sports að reyna við par-3 170 yarda holuna í  Cumberwell Park. Og auðvitað tókst honum ætlunarverk sitt og hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Catherine Lacoste – 27. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Catherine Lacoste. Catherine fæddist í París 27. júní 1945 og á því 72 ára afmæli í dag. Cat, eins og hún er kölluð er dóttir frönsku tennisgoðsagnarinnar Rene Lacoste, sem stofnaði Lacoste tískuvörufyrirtækið. Móðir hennar er Simone Thione de la Chaume, sem vann breska áhugamannamót kvenna árið 1927, sama mót og Cat vann 42 árum síðar. Cat byrjaði að spila golf í Cantaco Golf Club – sem stofnaður var af foreldrum hennar -í Saint-Jean-de-Luz í Frakklandi og var fljótlega yfirburðakylfingur í unglingastarfinu þar. Cat varð aldrei atvinnumaður í golfi en sigraði 2 stærstu áhugamannamót í heiminum og þar að auki 1 risamót atvinnukylfinga, US Women´s Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2017 | 14:00

Hver ræður Bones eftir samstarfsslitin við Phil?

Eftir 25 ára samstarf hafa leiðir þeirra Phil Mickelson og kylfusveinn hans Jim “Bones” Mackay skilið – en Lefty sagði að fyrrverandi kylfusveinn hans muni ekki lengi vera atvinnulaus. „Við áttum þessi andartök s.l. 25 ár sem okkur þykir vænt um og þó gátum við sagt að það var kominn tími; að við þurftum að skipta um umhverfi, gera eitthvað allt öðruvisi,“ sagði Mickelson í viðtali hjá golfþætti Golf Channel, Morning Drive. „Bones á eftir að fá tilboð frá fjölda af toppkylfingum, vegna þess að hann er svo frábær kylfusveinn og hann er svo miklu meira en aðeins frábær kylfusveinn á golfvellinum, hann er maður sem þú vilt hafa með þér.“ Mickelson vildi að síðasta Lesa meira