Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2017 | 15:27

PGA: Lingmerth leiðir á Quicken Loans í hálfleik – Hápunktar 2. dags

Það er sænski kylfingurinn David Lingmerth, sem leiðir á Quicken Loans National í hálfleik. Lingmerth er búinn að spila hringina tvo á samtals 10 undir pari, 130 höggum (65 65). Á 2. hring skilaði Lingmerth skollalausu skorkorti; fékk 5 fugla og 13 pör. Í 2. sæti er Ástralinn Geoff Ogilvy á samtals 8 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Quicken Loans National SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Quicken Loans National SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2017 | 08:00

Evróputúrinn: Otaegui og Uihlein efstir í hálf- leik á HNA Open de France- Hápunktar 2. dags

Það eru þeir Adrian Otaegui frá Spáni og Titleist erfinginn, bandaríski Peter Uihlein, sem eru efstir og jafnir í hálfleik á HNA Open de France. Báðir hafa þeir Otaegui og Uihlein spilað á 8 undir pari, 134 höggum; Otaegui (68 66) og Uihlein (67 67). Þriðja sætinu deila þeir Alexander Björk frá Svíþjóð og enski kylfingurinn Tommy Fleetwood, en þeir eru 1 höggi á eftir. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR:  Sjá má stöðuna á HNA Open de France mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2017 | 07:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur náði niðurskurði á Scottish Challenge!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, náði niðurskurði á Scottish Challenge, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur hefir spilað á samtals sléttu pari, 142 höggum (73 69). Birgir Leifur er sem stendur T-49, þ.e. deilir 49. sætinu með 7 öðrum kylfingum. Annar hringurinn hjá Birgi Leif var sérlega glæsilegur, en hann lék þann hring á 2 undir pari, 69 höggum – fékk 4 fugla og 2 skolla. Niðurskurðurinn var miðaður við 1 yfir pari eða betra. Efstur í hálfleik er Svíinn Mikael Lundberg á samtals 10 undir pari, 132 höggum (67 65). Sjá má stöðuna á Scottish Challenge með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2017 | 07:00

Aron Snær og Gísli úr leik á EM einstaklinga

Aron Snær Júlíusson, GKG og Gísli Sveinbergsson , GK, eru úr leik á EM einstaklinga, en mótið stendur dagana 28. júní – 1. júlí 2017 og lýkur því í dag. Aðeins munaði 1 höggi á Aron Snær kæmist í gegnum niðurskurð sem miðaður var við 2 undir pari eða betra. Alls lék Aron Snær á 1 undir pari, 215 höggum (74 73 68). Gísli var hins vegar á 9 yfir pari, 225 höggum (79 75 71). Til þess að sjá stöðuna á European Amateur Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2017 | 23:59

LPGA: Ólafía Þórunn komst ekki g. niðurskurð

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,  komst ekki í gegnum niðurskurð á KPMG risamótinu. Niðurskurður var miðaður við 2 yfir pari eða betra og Ólafía Þórunn var á 5 yfir pari, 147 höggum (74 73). Þetta er 12. LPGA mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í, en hún hefir 5 sinnum komist í gegnum niðurskurð. Keppt er á Olympia Fields í Illinois. Í efsta sæti eftir 2 keppnishringi eru Danielle Kang frá Bandaríkjunum og Sei Young Kim frá S-Kóreu, á samtals 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á KPMG risamótinu SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á KPMG risamótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason – 30. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og er því 57 ára í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og á börnin: Arnar Boga, Helga, Urði Örnu og Dagnýju Erlu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju með daginn Ómar Bogason – Innilega til hamingju með afmælið! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Park Sr., f. 30. júní 1833 – d. 25. júlí 1903 ; Harriot Sumner Curtis, f. 30. júní 1881 – d. 25. október 1974; Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (32 ára) …. og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er nýbakaður Íslandsmeistari í holukeppni 2017, Egill Ragnar Gunnarsson. Egill Ragnar er fæddur 29. júní 1996 og á því 21 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Egils Ragnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Egill Ragnar Gunnarsson (21 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lonnie Dean Nielsen, 29. júní 1953 (64 ára); Sigurður Pétursson, 29. júní 1960 (57 ára); Kolbrún Kolbeinsdóttir, 29. júní 1964 (53 ára); Þórir Tony Guðlaugsson, 29. júní 1969 (48 ára); Hans Steinar Bjarnason, 29. júní 1973 (44 ára); Jeanne-Marie Busuttil, 24. júní 1976 (41 árs); Jóel Gauti Bjarkason, GKG, 29. júní Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2017 | 14:00

Jack Nicklaus: „Ég veit ekki hversu mikið golf Tiger mun spila meira í framtíðinni“

Jack Nicklaus telur að Tiger Woods muni ekki spila mikið keppnisgolf meira í framtíðinni. Nicklaus, sem er 18-faldur risatitilshafi, þ.e. er með 4 risatitla umfram Tiger finnst að líkamleg veiklun Tiger ásamt nýlegum persónulegum vandræðum hans hafi  sett spurningamerki við hvort hann muni aftur snúa á PGA Tour. „Hann mun eiga afar erfitt. Ég veit ekki hvort Tiger muni spila mikið golf meira.“ sagði Nicklaus. „Hann gæti komið aftur og spilað en ég held að það verði ansi erfitt fyrir hann eftir að mæna hans var spelkuð og öll vandræðin sem hann hefir átt í undanfarið.“ „Hann er með fleiri vandamál í daglegu lífi sínu heldur en golfvandræði, í augnablikinu.“


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2017 | 12:00

LPGA: Mamma Lexi greindist m/ krabbamein

Það var harla óvenjulegt að Lexi Thompson skyldi ekki birtast til þess að gefa viðtöl í fjölmiðlamiðstöðinni, fyrir KPMG Women’s PGA Championship, þ.e. KPMG risamótið, sem er 2. kvenrisamótið á 2017 keppnistímabilinu. Umboðsmaður Thompson sagði að hún væri þreytt vegna nokkurs, sem hún væri að fást við utan vallar. Undarleg skýring umboðsmannsins skýrðist nokkuð þegar Golfweek.com birti í fyrradag frétt um að móðir Lexi, Judy, væri í meðferð við leghálskrabba. „Þetta hafa verið niðurbrjótandi fréttir fyrir alla Thompson fjölskylduna,“ sagði Bobby Kreusler, umboðsmaður Lexi og bræðra hennar, Curtis og Nicholas í viðtali við Beth Ann Nichols á Golfweek. Mamma Lexi, Judy, sem hafði áður þurft að kljást við brjóstakrabbamenn, fann fyrir einkennum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2017 | 10:00

Evróputúrinn: Fylgist með HNA Open de France HÉR:

Mót vikunnar á Evróputúrnum er HNA Open de France. Mótið fer fram Le Golf National golfvellinum í París og stendur dagana 29. júní – 2. júlí 2017. Þetta er í 101. skiptið sem mótið er haldið og verðlaunafé hefir aldrei verið hærra eða $ 7 milljónir. Meðal keppenda í mótinu eru Alex Noren, Renato Paratore, John Ram, Martin Kaymer og Ian Poulter. Eins keppa allir helstu kylfingar Frakklands þeir: Alexander Lévy, Victor Dubuisson, Grégory Havret, Raphaël Jacquelin og Romain Langasque. Til þess að fylgjast með HNA Open de France SMELLIÐ HÉR: