Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2017 | 18:00
GKG: Hafdís Ósk með ás!!!

Hafdís Ósk Hrannarsdóttir, GKG, sem keppir í 15-16 ára flokki stúlkna í Meistaramóti GKG gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 11. brautinni á Leirdalsvelli. Hafdís notaði fleygjárnið í draumahöggið af 85 metra færi. Þetta er fyrsta sinn sem hún nær þessum áfanga. Golf 1 óskar Hafdísi innilega til hamingju með draumahöggið! Texti: GKG
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir – 4. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. Stefanía er fædd 4. júlí 1992 og á því 25 ára stórafmæli í dag! Stefanía er í Golfklúbbi Akureyrar og varð púttmeistari klúbbsins 2012 og er þar að auki margfaldur klúbbmeistari, m.a. klúbbmeistari GA 2014. Stefanía útskrifaðist frá MA, 17. júní 2012 og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með kvennaliði Pfeiffer háskóla The Falcons með góðum árangri. Stefanía Kristín tók þátt í því þekkta móti þeirra GA-inga Arctic Open sem fram fór 25.-27. júní 2015. Mótsgögn voru afhent á fyrsta degi 25. júní sl. og síðan voru keppnisdagar, skv. venju tveir; 26. og 27. júní að þessu sinni. Á seinni keppnisdag setti Stefanía Kristín nýtt Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2017 | 11:00
Trump hefir verið í golfi 5. hvern dag frá því hann settist í embætti Bandaríkjaforseta

Forsetaframbjóðandinn Donald Trump var ákveðinn í að áhugamál hans myndu ekki standa í vegi fyrir því að gera Bandaríkin að nýju stórkostleg. „Vegna þess að ég mun vera að vinna fyrir ykkur mun ég ekki hafa tíma til að spila golf. Trúið mér,“ sagði hann stuðningsmönnum sínum í Virginíu í ágúst 2016. Bandaríkjaforsetinn Trump, lítur hins vegar öðruvísi á málin að því er virðist. Nýleg greining NBC sjónvarpsstöðvarinnar gefur til kynna að Trump hefir varið 35 dögum í golfklúbbum í eigu sinni þá 164 sem hann hefir setið í Hvíta Húsinu – það er um 21% af dögum sem hann hefir varið á forsetastóli. Þetta hafa allt verið golfvellir, sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2017 | 09:00
LPGA: Danielle Kang sigurvegari 2. risamóts kvennagolfsins 2017

Það var Danielle Kang sem var sigurvegari 2. risamóts kvennagolfsins í ár, þ.e. KPMG Women´s PGA Championship. Þetta var fyrsti sigur Kang á LPGA og þ.a.l. fyrsti risamótssigur hennar. Kang lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (69 66 68 68). Kang er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur LPGA og má sjá eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti á samtals 12 undir pari varð kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson og í 3. sæti á samtals 10 undir pari, varð Chella Choi. Til þess að sjá lokastöðuna á KPMG Women´s PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2017 | 07:00
Evróputúrinn: Fleetwood sigraði í Frakklandi – Hápunktar 4. dags HNA Open de France

Það var Tommy Fleetwood sem stóð uppi sem sigurvegari í HNA Open de France. Fleetwood lék á samtals 12 undir pari, 272 höggum (67 68 71 66). Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, varð Titleist erfinginn, Peter Uihlein á samtals 11 undir pari, 273 höggum (67 67 71 68). Þrír kylfingar deildu 3. sætinu: Thorbjörn Olesen, Alexander Björk og franskur kylfingur að nafni Mike Lorenzo-Vera; allir á samtals 8 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á HNA Open de France SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2017 | 23:00
PGA: Kyle Stanley sigraði á Quicken Loans e. bráðabana – Hápunktar 4. dags

Bandaríski kylfingurinn Kyle Stanley vann fyrsta PGA Tour titil sinn í 5 á eftir að hafa betur gegn Charles Howell III á 1. holu bráðabana þeirra á Quicken Loans National. Báðir léku þeir Stanley og Howell á 7 undir pari, 273 höggum; Stanley (70 70 67 66) og Howell III (71 69 67 66). Báðir léku lokahringinn á 4 undir pari, 66 höggum á TPC Potomac at Avenel Farm. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var par-4 18. brautin spiluð að nýju og þar sigraði Stanley á pari meðan Howell fékk skolla. Aðspurður hvaða þýðingu sigurinn hefði fyrir hann sagði Stanley: „Hann (Sigurinn) hefir mikla þýðingu, ég Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Sigurjónsson. Gunnar Þór fæddist 2. júlí 1994 og á því 23 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gunnar Þór hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri og hefir m.a. unnið hjá Golfspjall.is. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gunnar Þór Sigurjónsson (23 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alfred Harry Padgham, f. 2. júlí 1906 – d. 4. mars 1966 ; Brianne Jade Arthur, 2. júlí 1988 (29 ára – áströlsk – á LET) … og …. Steinunn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2017 | 14:00
GO: Jóhanna Dröfn fékk ás!!!

Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, GO, fór holu í högggi! Draumahöggið kom á par-3 13. holu Urriðavallar. Golf 1 óskar Jóhönnu Dröfn innilega til hamingju með ásinn!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Oddný Hrafnsdóttir – 1. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Oddný Hrafnsdóttir. Oddný er fædd 1. júlí 1962 og á því 55 ára afmæli í dag! Oddný var í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, en er nú búsett í Noregi. Oddný er gift Sigurgeir Ólafssyni og á börnin Ólaf og Kristjönu Helgu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Oddnýju til hamingju með afmælið hér að neðan: Oddný Hrafnsdóttir (55 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (32 ára); Jade Schaeffer, 1. júlí 1986 (31 árs); Júlíana Kristný Sigurðardóttir, 1. júlí 1998 (19 ára) ….. og …..Classic Sportbar; Lipurtá Snyrtistofa (30 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2017 | 15:28
Nordic Golf League: Axel sigraði á SM Match í Svíþjóð!!!

Axel Bóasson, GK sigraði á SM Match mótinu, sem fram fór í Ullna GC í Svíþjóð, dagana 29.júní – 1. júlí. Þetta er fyrsti sigur Axels á Nordic Golf League. Mótið var með holukeppnifyrirkomulagi og hafði Axel betur gegn Dananum Daníel Løkke 3&1 í úrslitaviðureigninni. Með sigrinum gegn Daniel Løkke í úrslitum mótsins færðist Axel enn nær því að vera í hópi fimm stigahæstu kylfinga Nordic Tour mótaraðarinnar. Fimm efstu fá keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni á næsta tímabili og reyndar einnig þeir sem tekst að sigra þrívegis á Nordic Golf League, þannig að mikið í húfi fyrir Axel. Til þess að sjá lokastöðuna og alla leiki upp að úrslitaviðureigninni á SM Match SMELLIÐ HÉR: Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

