Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 23:45
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-32 e. 1. dag Prague Golf Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Prague Golf Challenge, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram dagana 6.-9. júlí 2017 í höfuðborg Tékklands, Prag. Birgir Leifur lék 1. hring á 3 undir pari, 69 höggum og er T-32. Á hringnum fékk Birgir Leifur 1 örn, 3 fugla, 13 pör og 1 skramba. Í efsta sæti eftir 1. dag er Rourke Van Der Spuy frá S-Afríku á 8 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Prague Golf Challenge SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 23:30
Nordic Golf League: Axel og Andri Þór T-1 e. 1. dag á Lannalodge mótinu í Svíþjóð!!!

Þrír íslenskir kylfingar, þeir Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK og Ólafur Björn Loftsson, GKG hófu keppni í dag á Lannalodge mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fer fram í Lannalodge Golfresort dagana 6.-8. júlí 2017. Eftir 1. dag deila þeir Andri Þór og Axel efsta sætinu í mótinu; léku báðir á stórglæsilegum 5 undir pari, 65 höggum!!!! Hringurinn spilaðist svipað hjá þeim Andri Þór og Axel; báðir fengu 1 örn, 4 fugla, 12 pör og 1 óþarfa skolla. Ólafur Björn er T-30 á 1 yfir pari, 71 höggi! Frábær árangur hjá íslensku keppendunum!!! Til þess að sjá stöðuna á Lannalodge mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 23:15
PGA: Sebastian Muñoz frá Kólombíu efstur á Greenbrier Classic – Hápunktar 1. dags

Það er Sebastian Muñoz frá Kólombíu, sem er efstur á Greenbrier Classic eftir 1. keppnisdag. Muñoz lék 1. hring á 9 undir pari, 61 höggi. Í 2. sæti er Davis Love III, 2 höggum á eftir og 3. sætinu deila 6 kylfingar, þ.á.m. Danny Lee, og David Lingmerth, sem allir hafa spilað á 6 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Greenbrier Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 20:00
Valdís Þóra með á Opna bandaríska kvenrisamótinu!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir atvinnukylfingur úr Leyni á Akranesi hefur fengið það staðfest að hún fái keppnisrétt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Mótið er eitt af fimm risamótum hvers árs og verður Valdís Þóra á meðal keppenda. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék um s.l. helgi á KPMG PGA meistaramótinu og var þar með fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að leika á einu af risamótinu í atvinnugolfinu. Valdís Þóra verður önnur til þess að afreka slíkt frá Íslandi. Valdís Þóra var fyrst á biðlista inn í mótið eftir að hafa náð frábærum árangri á erfiðu úrtökumóti á Englandi nýverið. Þar féll hún úr leik í bráðabana um laus sæti en Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 18:00
Evróputúrinn: Im og Herbert efstir á Opna írska – Hápunktar 1. dags

Það eru þeir Daníel Im frá Bandaríkjunum og Benjamin Herbert frá Frakklandi sem eru í forystu eftir 1. dag Dubai Duty Free Irish Open Hosted by the Rory Foundation. Mótið fer fram á Portstewart GC á N-Írlandi. Þeir hafa báðir spilað á 8 undir pari, 64 höggum. Þriðja sætinu deila þeir Jon Rahm, frá Spáni og Englendingarnir Matthew Southgate og Oliver Fisher; allir á 7 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Opna írska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Opna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Kristín Ragnarsdóttir – 6. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Þóra Kristín Ragnarsdóttir. Þóra Kristín er fædd 6. júlí 1998 og því 19 ára í dag. Þóra Kristín er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hún spilar á Íslandsbankamótaröðinni og hefir staðið sig vel þar á undanförnum árum. Árið 2012, sigraði Þóra Kristín t.a.m. á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka að Hellishólum og spilaði um 1. sætið á 3. mótinu á Korpu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnaud Massey, 6. júlí 1877; Þórhalla Arnardóttir, 6. júlí 1964 (53 ára); Liz Baffoe, 6. júlí 1969 (48 ára); Azuma Yano, 6. júlí 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!) ….. og ….. Healing Energy Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 09:00
LPGA: Brittany Lincicome vonar að Trump haldi sér fjarri Opna bandaríska kvenrisamótinu

Bandaríski kylfingurinn Brittany Lincicome sagði í viðtali við Chicago Tribune, að hún vonaðist til að Bandaríkjaforseti haldi sig fjarri 3. kvenrisamóti ársins, sem fram fer á golfstað hans Trump Bedminster í næstu viku. „Vonandi kemur hann ekki á mótið og það verður ekki mikið umstang og vonandi snýst mótið um okkur en ekki hann,“ sagði Lincicome á móti síðustu viku, sem var KPMG Women’s PGA Championship. Lincicome bætti við að margir kylfingar hefðu ekkert annað val en að spila í mótinu, þrátt fyrir að vera á öndverðum pólitískum meiði en forsetinn m.a. vegna þess hversu verðlaunafé væri hátt. „Það er ómögulegt annað en að taka þátt, jafnvel þótt við vildum sniðganga mótið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 07:00
Pro Golf Tour: Fylgist m/ Þórði Rafni hér á Sparkassen Open

Þórður Rafn Gissurarson, GR, hefur leik í dag á Sparkassen Open en mótið er hluti af Pro Golf Tour mótaröðinni þýsku. Mótið fer fram í Bochumer GC í Bochum Þýskalandi og stendur dagana 6.-8. júlí 2017. Þórður Rafn spilaði síðast á Pro Golf Tour 12.-14. júní s.l. á Austerlitz Classic mótinu, í Tékklandi. Þar náði Þórður Rafn þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu! – Vonandi að jafnvel gangi í Bochum! Fylgjast má með skori Þórðar Rafns á Sparkassen Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2017 | 18:00
Nordic Golf League: Haraldur og Axel í 2. og 3. sæti á stigalista mótaraðarinnar

Haraldur Franklín Magnús úr GR og Axel Bóasson úr GK eru í öðru og þriðja sæti á stigalista Nordic Tour atvinnumótaraðarinnar þegar keppnistímabilið er rúmlega hálfnað. Það er að miklu að keppa að vera á meðal fimm efstu á stigalistanum í lok tímabilsins. Fimm efstu kylfingarnir fá keppnisrétt á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour). Haraldur hefur alls leikið á 10 mótum á tímabilinu. Hann hefur fimm sinnum verið á meðal 10 efstu og þar af tvívegis í öðru sæti, einu sinni í fjórða sæti og einu sinni í áttunda sæti. Hér má sjá öll úrslit hjá Haraldi á tímabilinu: Axel hefur leikið á 13 mótum á tímabilinu. Hann Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Hafsteinsson – 5. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurður Hafsteinsson. Sigurður er fæddur 5. júlí 1956 og því 61 árs. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur, vinsæll golfkennari og mörgum Spánarfaranum að góðu kunnur, en þeir eru ófáir kylfingarnir, sem hann hefir leiðbeint í gegnum tíðina. Sigurður er kvæntur Helgu Möller. Komast má á facebook síðu Sigurðar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sigurður Hafsteinsson (61 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón D Gunnarsson, 5. júlí 1943 (74 ára); Jeff Hall, 5. júlí 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir/Mensý, 5. júlí 1964 (53 ára); Valdís Guðbjörnsdóttir 5. júlí Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

