Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2017 | 23:59

LPGA: Ólafía Þórunn T-46 f. lokahringinn á Thornberry Creek LPGA Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, komst í gegnum sinn 6. niðurskurð í 13 LPGA mótum, sem hún hefir tekið þátt í, en Thornberry Creek LPGA Classic er 13. LPGA mótið sem hún tekur þátt í. Samtals hefir Ólafía Þórunn spila á 9 undir pari, 206 höggum (68 70 68). Ólafía er T-46, þ.e. deilir 46. sætinu ásamt 5 öðrum kylfingum. Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Katherine Kirk frá Ástralíu á samtals 21 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Thornberry Creek LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson – 8. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Einar Ásgeir Hoffman Guðmundsson. Einar Ásgeir er fæddur 8. júlí 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mimmo Lobello, 8. júlí 1970 (47 ára); Juan Carlos Rodriguez, 8. júlí 1975 (42 ára); Julie Yang (spilar á LPGA), 8. júlí 1995 (22 ára) og Svava Grímsdóttir . Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2017 | 12:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni í 2. sæti á Lannalodge Open í Svíþjóð

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, lauk keppni á Lannalodge Open, sem var hluti Nordic Golf League mótaraðarinnar, í 2.  sæti. Mótið fór fram dagana 6.-8. júlí s.l. og lauk því í dag. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Axel!!! Axel lék á samtals 7 undir pari, 203 höggum (65 67 71). Sigurvegari mótsins var Anti-Juhani Ahokas, á samtals 9 undir pari, 2 höggum betri en Axel. Tveir aðrir íslenskir kylfingar tóku þátt í mótinu. Andri Þór Björnsson, GR, lauk keppni á samtals 4 yfir pari, 214 höggum (65 75 74) og varð T-47. Ólafur Björn Loftsson, GKG, lauk keppni á samtals 5 yfir pari, 215 höggum (71 70 74) og varð T-50. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2017 | 10:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-23 f. lokahring Prague Golf Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lauk í dag við að spila 3. hringinn á Prague Golf Challenge, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 208 höggum (69 67 72). Fyrir lokahringinn er Birgir Leifur T-23, þ.e. deilir 23. sætinu með 7 öðrum kylfingum. Íslandsvinurinn enski Garrick Porteous er efstur fyrir lokahringinn á samtals 19 undir pari. Sjá má stöðuna á Prague Golf Challenge með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2017 | 08:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt á Sparkassen Open en mótið er hluti af Pro Golf Tour mótaröðinni þýsku. Mótið fór fram í Bochumer GC í Bochum Þýskalandi og stóð dagana 6.-8. júlí 2017 og lauk því í dag. Þórður Rafn lék ekki lokahringinn því hann komst ekki í gegnum niðurskurð en skorið var niður í gær. Þórður Rafn lék samtals á 2 yfir pari, 146 höggum (76 70). Niðurskurður var miðaður við 3 undir pari eða betra. Sjá má lokastöðuna á á Sparkassen Open með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2017 | 22:00

LPGA: Leik frestað á Thornberry Creek mótinu vegna þrumuveðurs og eldinga

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Thornberry Creek LPGA Classic mótinu. Mótinu var nú í kvöld frestað vegna þrumuveðurs og eldinga. Ólafía Þórunn var aðeins búin að spila 6 holur  af 2. hring þegar mótinu var frestað og á 12 eftir. Hún er á 4 undir pari, en niðurskurður miðast við 3 undir pari eða betra. Það er því gríðarmikilvægt að næstu 12 holur hjá Ólafíu spilist eins og best verður á kosið og óskum við hér á Golf 1 henni alls hins besta!!!! Efst þegar mótinu var frestað er Kathrine Kirk, en hún hefir samtals spilað á 13 undir pari, 131 höggi (68 63). Til þess Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2017 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-16 í hálfleik á Prague Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Prague Challenge, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Spilað er í höfuðstað Tékklands, Prag og stendur mótið dagana 6.-9. júlí 2017. Þegar mótið er hálfnað er Birgir Leifur T-16, þ.e. deilir 16. sætinu með 5 öðrum kylfingum. Birgir Leifur hefir samtals spilað á 8 undir pari, 136 höggum (69 67). Í efsta sæti í hálfleik er Rhys Enoch frá Wales á samtals 12 undir pari og munar því 4 höggum á honum og Birgi Leif. Til þess að sjá stöðuna á Prague Challenge SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Dúadóttir —- 7. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Auður Dúadóttir. Auður er fædd 7. júlí 1952 og á því 65 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Akureyrar. Auður Dúadóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sandy Tatum, f. 7. júlí 1920 (97 ára); Tony Jacklin 7. júlí 1944 (73 ára); Auður Dúadóttir, 7. júlí 1952 (65 ára); Sigurborg Eyjólfsdóttir GK, 7. júlí 1963 (54 ára); Guðmundur Bjarni Harðarson, 7. júlí 1965 (52 ára); Agnes Charlotte Krüger, 7. júlí 1964 (53 árs) og Gabriela Cesaro Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2017 | 05:00

LET: Valdís Þóra náði ekki niðurskurði í Thaílandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er úr leik í  Thaílandi. Hún tók þátt í Ladies European Thaíland Championship, en mótið er hluti af LET. Valdís Þóra lék fyrstu hringi sína tvo á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (78 77) og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Niðurskurður miðaðist á þeim tíma sem fréttin var skrifuð við samtals 5 yfir pari eða betra og ljóst að Valdís Þóra er ansi langt frá niðurskurðarlínunni og nær því miður ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni. Til þess að sjá stöðuna á Ladies European Thailand Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2017 | 23:59

LPGA: Ólafía Þórunn T-22 e. 1. dag á Thornberry Creek mótinu!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í 13. LPGA móti sínu nú um helgina, en það er  Thornberry Creek LPGA Classic. Hún lék 1. hring á mótinu á 4 undir pari, 68 höggum og er T-22, þ.e. deilir 22. sætinu með 13 öðrum kylfingum, þ.á.m. norsku frænku okkar Suzann Pettersen, Charley Hull og Söndru Gal. Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 5 fugla, 12 pör og 1 skolla. Í ráshóp með Ólafíu Þórunni voru Sarah Kemp og Emily Tubert. Í efsta sæti eftir 1. keppnishring eru þær Sei Young Kim frá S-Kóreu og Laura Gonzalez Escallon frá Spáni. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Thornberry Creek LPGA CLassic SMELLIÐ HÉR:  Lesa meira