Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2017 | 09:00

Evróputúrinn: Jon Rahm vann fyrsta titil sinn á mótaröðinni!!!

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á Dubai Duty Free Irish Open Hosted by the Rory Foundation, en mótið stóð 6.-9. júlí 2017. Rahm var með þó nokkra yfirburði; lék á samtals 24 undir pari, 264 höggum (65 67 67 65). Í 2. sæti urðu enski kylfingurinn Matthew Southgate og skoski kylfingurinn Richie Ramsay, báðir á samtals 18 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta lokahrings ubai Duty Free Irish Open Hosted by the Rory Foundation SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Dubai Duty Free Irish Open Hosted by the Rory Foundation SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 23:59

NK: Oddur Óli og Karlotta klúbbmeistarar NK 2017

Meistaramót Nesklúbbsins fór fram dagana 1.-8. júlí 2017 og lauk því í gær. Klúbbmeistarar NK 2017 eru Oddur Óli Jónasson og Karlotta Einarsdóttir. Þátttakendur í ár voru 180. Hér fyrir neðan má sjá helstu úrslit í öllum flokkum:  KARLAFLOKKUR 65 ÁRA OG ELDRI – PUNKTAR 3. SÆTI ? PÉTUR ORRI ÞÓRÐARSON ? 105 PUNKTAR 2. SÆTI ? JÓN HJALTASON ? 108 PUNKTAR 1. SÆTI ? GUÐMUNDUR ÞÓRODDSSON ? 114 PUNKTAR KVENNAFLOKKUR 65 ÁRA OG ELDRI ? PUNKTAR 3. SÆTI ? BJÖRG R. SIGURÐARDÓTTIR ? 85 PUNKTAR 2. SÆTI ? KRISTÍN JÓNSDÓTTIR ? 87 PUNKTAR 1. SÆTI ? RANNVEIG LAXDAL AGNARSDÓTTIR ? 89 PUNKTAR KARLAFLOKKUR 65 ÁRA OG ELDRI ? HÖGGLEIKUR Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 23:00

GO: Hrafnhildur og Rögnvaldur klúbbmeistarar GO 2017

Meistaramóti Golfklúbbsins Odds lauk laugardagskvöldið 8. júlí í blíðskaparveðri. Mótið stóð í alls átta daga og tóku um 220 kylfingar þátt í þessu stærsta innanfélagsmóti sem haldið er árlega hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið þótti takast afar vel í ár með þeim breytingum sem gerðar voru sem aðallega fólust í því að lengja mótið um einn dag. Að sjálfsögðu voru Veðurguðirnir í aðalhlutverki og buðu bæði upp á blíðskaparveður og einnig rok og rigningu. Þeir keppendur sem létu ekki veðurspár hrekja sig frá mótinu voru almennt verulega ánægðir í mótslok og þó að allir hafi ekki náð að verða meistarar þá vorum við öll sigurvegarar á einn eða annan hátt. Rögnvaldur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 23:00

GA: Elfar fékk ás!!!

Elfar Halldórsson kylfingur úr GA gerði sér lítið fyrir og skellti sér holu í höggi á 14. braut á Jaðarnum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þriðjudaginn 4. júli s.l.. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem drengurinn fer holu í höggi, en er tilfinningin alltaf jafn góð sagði hann með bros á vör eftir hringinn. Aðspurður sagði Elfar að 14. holan væri nú að verða ein af hans uppáhalds holum á seinni 9 🙂 Afrekinu var fagnað vel og lengi á þriðjudaginn hjá Elfari og fjölskyldu hans en bræður hans báðir Torfi og Ómar og faðir hans Halldór Rafnsson voru með Elfari í holli. Golf 1 óskar Elfari til hamingju með draumahöggið!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 22:00

GKG: Egill Ragnar og Ingunn klúbbmeistarar GKG 2017

Hápunkti golfsumarsins, Meistaramóti GKG var að ljúka rétt í þessu. Umgjörð mótsins var glæsileg, völlurinn skartaði sínu fegursta og umfram allt, mótið var með því fjölmennasta frá upphafi, 364 kylfingar tóku þátt. Hápunktur mótsins er baráttan um klúbbmeistaratitilinn og var keppnin hörð og jöfn i ár. Klúbbmeistari GKG í meistaraflokki karla árið 2017 er Egill Ragnar Gunnarsson og klúbbmeistari meistaraflokks kvenna er Ingunn Gunnarsdóttir. Lykilþáttur meistaramótsins er engu að síður sá þáttur að við, hinn almenni kylfingur höfum tök á að keppa í alvöru móti með alvöru umgjörð og upplifa allt það sem keppnisgolf hefur upp á að bjóða. Keppnin í öðrum flokkum var oft á tíðum gríðarlega spennandi og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 20:00

LPGA: Ólafía Þórunn lauk leik á Thornberry Creek LPGA Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur í GR, lauk nú fyrir skemmstu keppni á Thornberry Creek LPGA Classic. Spilað var á Oneida í Wisconsin. Ólafía Þórunn lék á samtals 10 undir pari, 278 höggum (68 70 68 72) og er þegar þetta er ritað T-36. Verði þessi sætistala endanlega niðurstaðan er þetta næstbesti árangur Ólafíu Þórunnar á LPGA mótaröðinni. Ástralski kylfingurinn Katherine Kirk, er þegar þetta er ritað enn efst, þegar hún á 3 holur óspilaðar, en hún hefir samtals spilað á 22 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Thornberry Creek LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aðalsteinn Leifsson – 9. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Aðalsteinn Leifsson. Aðalsteinn er fæddur 9. júlí 1998 og er því 19 ára í dag. Aðalsteinn er í Golfklúbbi Akureyrar og tók m.a. þátt í Áskorendamótaröð Íslandsbanka 6. júlí 2015 á Selfossi. Aðalsteinn Leifsson (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Scott Verplank, 9. júlí 1964 (53 ára); Heiðrún Jónsdóttir, 9. júlí 1969 (48 ára); Hafliði Kristjánsson, 9. júlí 1970 (47 ára); Kristinn Þór Guðmundsson, 9. júlí 1972 (45 ára); Richard Finch, 9. júlí 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Asinn Sportbar (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Dagbjört Rós Hermundsdóttir, 9. júlí 1979 (38 ára) …. og ….. Bjarni Freyr Valgeirsson, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 13:00

GK: Birgir Björn og Hafdís Alda klúbbmeistarar GK 2017

Í gærkveldi 8. júlí,  lauk einu skemmtilegasta golfmóti sumarsins þegar Meistaramóti Keilis 2017 lauk með glæsilegum hætti. 290 Keilisfélagar á öllum aldri og getu tóku þátt í ár. Meistaramótið var spilað á 7.dögum og fyrstu 3. dagana eru það eldri og yngri kynslóðin sem spila. Veðrið var mjög gott þessa daga og rúllaði mótið vel af stað. Erfiðar aðstæður tóku svo við miðvikudag og fimmtudag en mjög mikill vindur setti stóran svip á mótið. Allt gekk samt einstaklega vel og föstudagurinn og laugardagurinn voru mjög góðir og allir að njóta sín. Eins og allir vita munum við opna 3. nýjar holur föstudaginn 14. julí. Það er því staðreynt að Meistaramót Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 11:00

GV: Örlygur Helgi og Jóhanna Lea klúbbmeistarar GV 2017

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja fór fram dagana 28. júní – 1. júlí sl. Þátttakendur voru  67 að þessu sinni og keppt í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GV 2017 eru Örlygur Helgi Grímsson og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir. Sjá má úrslit í öllu flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Örlygur Helgi Grímsson GV 0 F 38 36 74 4 69 72 73 74 288 8 2 Lárus Garðar Long GV 3 F 37 38 75 5 73 77 71 75 296 16 3 Kristófer Tjörvi Einarsson GV 3 F 36 37 73 3 80 74 70 73 297 17 4 Einar Gunnarsson GV 3 F 38 36 74 4 82 71 74 74 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2017 | 09:00

GR: Ragnhildur og Guðmundur Ágúst klúbbmeistarar GR 2017

Það eru Ragnhildur Sigurðardóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem eru klúbbmeistarar GR 2017. Meistaramót GR fór fram dagana 2.-8. júlí og lauk í gær. Ragnhildur vann meistaraflokkinn nokkuð örugglega á samtasl 308 höggum; átti 8 högg á Höllu Björk Ragnarsdóttur sem varð í 2. sæti á samtals 316 höggum. Í 3. sæti í meistaraflokki kvenna varð Eva Karen Björnsdóttir en hún lék á samtals 325 höggum. Klúbbmeistari í karlaflokki í GR var Guðmundur Ágúst Kristjánsson, en hann lék á samtals 285 höggum og átti 7 högg á þá Ingvar Andra Magnússon og Jóhannes Guðmundsson sem urðu í 2. sæti á 292 höggum. Sjá má úrslit í öllum flokkum í Meistaramóti GR 2017 Lesa meira