Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2017 | 18:00

Íslenska karlalandsliðið í 11.-13. sæti á EM eftir fyrsta hringinn

Íslenska karlalandsliðið er í 11. -13. sæti af alls 16 liðum sem keppa í efstu deild á Evrópumótinu sem fram fer á Diamond-vellinum í Austurríki. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:  Fimm bestu skorin á hverjum hring telja í hverri umferð og er Ísland á +24 yfir pari líkt og Þjóðverjar og Tékkar. Englendingar eru efstir á -2 samtals Noregur er í öðru sæti á parinu og Svíar í því þriðja á +1. Bjarki Pétursson úr GB lék á pari vallar og var á besta skorinu í íslenska liðinu. Fannar Ingi Steingrímsson (GHG) 80 (+8), Gísli Sveinbergsson (GK) 76 (+4), Henning Darri Þórðarson (GK) 79 (+7), Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ella María Gunnarsdóttir – 11. júlí 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ella María Gunnarsdóttir. Ella María er fædd 11. júlí 1975 og því 42 ára í dag!!! Hún er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og hefir m.a. átt sæti í kvennanefnd klúbbsins. Sjá má eldra viðtal Golf1 við Ellu Maríu með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þuríður Sigmundsdóttir, GÓ (55 ára); Martin Wiegele, 11. júlí 1978 (39 ára); Laura Cabanillas, 11. júlí 1981 (36 ára); Sean M. O’Hair, 11. júlí 1982 (35 ára); Linnea Torsson, 11. júlí 1984 (33 ára); Ísak Jasonarson, GK, 11. júlí 1995 (22 ára) ….. og ….. Carsten Schwippe Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2017 | 14:00

Íslenska kvennalandsliðið í 18. sæti á EM eftir fyrsta hringinn

Kvennalandsliðið í golfi hóf 11. júlí 2017 keppni á Evrópumótinu í liðakeppni sem fram fer á Montado Resort í Portúgal. Íslenska liðið er í næst neðsta sæti af alls 19 þjóðum sem taka þátt. Ísland er á +23 samtals en Portúgal er á +24 í neðsta sætinu. Svíar eru efstir á -10 samtals og Englendingar eru þar á eftir á -9. Englendingar hafa titil að verja en EM fór fram á Urriðavelli á Íslandi fyrir ári síðan. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Fimm bestu skorin á hverjum hring telja í hverri umferð. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK lék best fyrsta keppnisdag; var á pari vallar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2017 | 12:00

GA: Kristján Benedikt og Stefanía Elsa klúbbmeistarar GA 2017

Meistaramót GA 2017 fór fram 5.-8. júlí Alls voru 102 keppendur sem tóku þátt í 12 flokkum og var baráttan um sigurinn hörð í flestum flokkum. Á verðlaunaafhendingunni á laugardagskvöld var svo boðið uppá léttar veitingar og köku að hætti hússins. Mjög góð stemning var í hópnum eftir fjóra virkilega skemmtilega daga, þar sem veðurguðirnir léku við kylfinga og Jaðarinn skartaði algjörlega sínu fegursta. Klúbbmeistarar GA 2017 eru Kristján Benedikt Sveinsson og Stefanía Elsa Jónsdóttir. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1. Kristján Benedikt Sveinsson – 293 högg 2. Eyþór Hrafnar Ketilsson – 302 högg 2. 3. Örvar Samúelsson – 305 högg 3. Meistaraflokkur kvenna: 1. Stefanía Elsa Jónsdóttir – 325 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2017 | 07:00

Eimskipsmótaröðin 2017 (6): Axel og Valdís Þóra verða með á Íslandsmótinu í golfi

Íslandsmótið í höggleik hefst á fimmtudaginn í næstu viku og fer að þessu sinni fram á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili. Nú þegar hafa sterkir keppendur skráð sig til leiks á mótið en þar á meðal eru sumir af okkar þekktustu atvinnukylfingum. Má helst nefna heimamanninn Axel Bóasson og Valdísi Þóru Jónsdóttur frá Akranesi. Axel hrósaði nýlega sigri á sínu fyrsta atvinnumannamóti á Nordic League mótaröðinni og kemur því sjóðheitur til leiks á Hvaleyrina þar sem hann þekkir hverja þúfu. Axel varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2011. Valdís Þóra Jónsdóttir hefur verið brautryðjandi í kvennagolfi á undanförnum misserum og tekur nú þátt í Evrópumótaröð kvenna. Valdís vann sér nýlega inn þátttökurétt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2017 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-63 á Prague Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lauk í dag við að spila lokahringinn á Prague Golf Challenge, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur lék samtals  á 5 undir pari, 283 höggum (69 67 72 75) Birgir Leifur lauk keppni T-63. Íslandsvinurinn enski Garrick Porteous sigraði á samtals 24 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Prague Golf Challenge með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Helga Þóra og Hilmar Leó – 10. júlí 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Helga Þóra Þórarinsdóttir og Hilmar Leó Guðmundsson. Helga Þóra er fædd 10. júlí 1967 og er þvi 50 ára í dag.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Helgu Þóru til hamingju hér að neðan Helga Þóra Þórarinsdóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Hinn afmæliskylfingur dagsins er Hilmar Leó Guðmundsson. Hann er fæddur 10. júlí 1997 og er því 20 ára Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hilmar Leó til hamingju hér að neðan Hilmar Leó Guðmundsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murray Irwin „Moe“ Norman, f. 10. júlí 1929 – d. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2017 | 12:00

PGA: Nýliðinn Schauffele sigraði á Greenbrier Classic

Það var nýliði á PGA Tour, Xander Schauffele, sem stóð uppi sem sigurvegari á Greenbrier Classic mótinu. Schauffele lék á samtals 14 undir pari, 266 höggum (64 69 66 67). Í 2. sæti varð Bandaríkjamaðurinn Robert Streb á samtals 13 undir pari og í 3. sæti urðu Sebastian Muñoz frá Kólombíu og Bandaríkjamaðurinn Jamie Lovemark. Til þess að sjá hápunkta Schauffele  á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Greenbrier Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2017 | 11:45

GSG: Milena og Pétur Þór klúbbmeistarar GSG 2017

Meistaramót Golfklúbbs Sandgerðis (GSG) fór fram dagana 5.-8. júlí 2017. Þátttakendur voru 34 og kepptu þeir í 7 flokkum. Klúbbmeistarar GSG 2017 eru Pétur Þór Jaidee og Milena Medic . Hér má sjá úrslit í öllum flokkum:  Meistaraflokkur karla: 1 Pétur Þór Jaidee GSG -1 F 36 37 73 1 75 75 73 73 296 8 2 Svavar Grétarsson GSG 0 F 36 38 74 2 75 77 76 74 302 14 3 Erlingur Jónsson GSG 4 F 38 39 77 5 81 79 76 77 313 25 4 Hafsteinn Þór F Friðriksson GSG 2 F 39 47 86 14 79 77 74 86 316 28 5 Annel Jón Þorkelsson Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2017 | 11:00

GS: Guðmundur Rúnar og Karen klúbbmeistarar GS 2017

Meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja 2017 fór fram, dagana 5.-8. júlí 2017. Aðstæður voru erfiðar og veðurfar gerði kylfingum lífð leitt, sérstaklega fyrstu tvo dagana. Keppendur létu það þó ekki á sig fá og allir sem hófu leik luku leik. Klúbbmeistarar árið 2017 eru þau Karen Guðnadóttir (8. titill) og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (9. titill). Þau unnu bæði sína flokka nokkuð örugglega. Þátttakendur í ár voru 87 og spilað í 14 flokkum. Sjá má úrslit í öllum flokkum hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 1 F 37 35 72 0 70 76 74 72 292 4 2 Björgvin Sigmundsson GS 3 F 41 36 77 5 72 76 74 Lesa meira