Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2017 | 16:30

LPGA: Ólafía Þórunn á +3 e. 9. holur á Canadian Pacific Women´s Open

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur nú hafið keppni í Canadian Pacific Women´s Open, sem er 17. LPGA mótið hennar á þessu keppnistímabili. Þegar 1. hringur hjá henni er hálfnaður er hún á 3 yfir pari og T-51. Því miður er þetta ekki óska byrjun því hún er aðeins búin að fá 1 fugl og því miður 4 skolla. Aðeins er búið að ræsa út 78 eða um helming keppenda, en 156 þátttakendur eru í þesu móti. Það er vonandi að seinni 9 spilist betur hjá Ólafíu Þórunni eða a.m.k ekki verr!!! Til þess að sjá stöðuna á Canadian Pacific Women´s Open SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnhildur Sigurðardóttir – 24. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Hrafnhildur Sigurðardóttir. Hrafnhildur er fædd 24. ágúst 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Hrafnhildar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið Hrafnhildur Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bergljót Davíðsdóttir, 24. ágúst 1953 (64 árs); Sam Torrance, 24. ágúst 1953 (64 ára); Hrafnhildur Sigurðardóttir, 24. ágúst 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Svandís Svavarsdóttir 24. ágúst 1964 (53 ára); Gísli Tryggvason, 24. ágúst 1969 (48 ára); Jesús Armando Amaya Contreras, 24. ágúst 1969 (48 ára); Andrew Marshall, 24. ágúst 1973 (44 ára); Björn Steinar Brynjólfsson, 24. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2017 | 12:22

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni í Kanada kl. 13:22 í dag!!! Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni í dag á Canadian Pacific Women´s Open, sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Þetta er 17. mótið sem Ólafía Þórunn spilar í á þessu keppnistímabili á LPGA og henni hefir í 8 skipti tekist að komast í gegnum niðurskurð. Ólafía Þórunn hefur leik kl. 9:22  að staðartíma í Ottawa Hunt and Golf Club í Ottawa, Ontario í Kanada, sem er kl. 13:22 að íslenskum tíma, eða eftir nákvæmlega klukkustund! Í ráshóp með Ólafíu Þórunni eru Jackie Stoelting frá Bandaríkjunum – sjá eldri kynningu Golf 1 á Stoelting með því að  SMELLA HÉR: og Simin Feng frá Kína – sjá eldri kynningu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2017 | 17:00

Henrik Stenson djókar á blaðamannafundi

Henrik Stenson var í góðu skapi á blaðamannafundi á þriðjudag fyrir Northern Trust, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Ekki nema von eftir sigur á Wyndham Championship sl. helgi. Á fundinum var einnig Christopher Powers, nýliði í golffréttaamennsku, rétt að hefja störf hjá Golf Digest og mjög svo spenntur að mæta á sinn fyrsta fund. Taugaveiklislega beið Powers eftir að röðin kæmi að honum og hann mætti spyrja Wyndham sigurvegarann Stenson nokkurra spurninga. Það sem á eftir fer er orðaleikur á ensku sem ekki verður þýddur svo sómi sé að: „Henrik, you seem to play some of your best golf late in the season. Is there anything so late Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Kjartansdóttir – 23. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Auður Kjartansdóttir. Auður er fædd 23. ágúst 1991 og er því 26 ára í dag! Hún er klúbbmeistari Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 2013, 2014, 2015 og 2016 eða 4 ár í röð!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Auði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Auður Kjartansdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Thomson, 23. ágúst 1929 (88 ára); Skylmingafélag Reykjavíkur 23. ágúst 1948 (69 ára); Guðrún Sesselja Arnardóttir 23. ágúst 1966 (51 árs); Mo Joong-kyung, 23. ágúst 1971 (46 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang —- 22. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 32 ára afmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu 2013 og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var jafnframt í Solheim Cup liðum Bandaríkjanna 2015 og 2017. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2017 | 14:00

Lindsey í mál vegna birtingar nektarmynda af henni og Tiger

Lindsey Vonn er yfir sig reið og tilbúin að fara með málið fyrir rétt. „Þetta er svívirðileg og fyrirlitleg innrás á einkalíf hvers sem er að stela og birta ólöglega nektarmyndir,“ sagði talsmaður skíðadrottningarinnar (Lindsey Vonn) eftir að hakkari stal nektarmyndum af henni og Tiger og birti á vefsíðu. „Lindsey mun grípa til allra nauðsynlegra og viðeigandi aðgerða lagalega séð til þess að vernda og fylgja eftir réttindum sínum og hagsmunum. Hún trúir að einstaklingarnir sem ábyrgir eru fyrir að hakka inn á prívat myndir hennar, sem og þær vefsíður sem hvetja til slíkrar fyrirlitlegrar hegðunar ættu að vera lögsótt að fullu leyti skv. lögum.“ Myndir af Lindsey og fyrrum kærasta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2017 | 12:00

GSÍ: Afreksstjóri kynnir keppendur Íslands á Duke of York og T. Soldati Trophy

Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, hefur valið eftirfarandi leikmenn til keppni á Duke of York og Teodoro Soldati Trophy á Biella vellinum á Ítalíu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir frá Golfklúbbnum Hamri Dalvík og Sigurður Már Þórhallsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur keppa á Duke of York. Sturla Höskuldsson PGA kennari frá GA verður liðsstjóri en mótið fer fram 12.-14. september á Royal Liverpool vellinum. Þrír kylfingar keppa síðan 5.-7. september á Teodoro Soldati Trophy á Biella vellinum á Ítalíu. Ingi Rúnar Gíslason PGA kennari frá GR verður liðsstjóri. Leikmenn Íslands verða Sigurður Bjarki Blumenstein (GR), Böðvar Bragi Pálsson (GR) og Andri Már Guðmundsson (GM). Texti: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni n.k. fimmtudag í Kanada

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur keppni á fimmtudaginn n.k. á Canadian Pacific Women´s Open, en mótið er hluti LPGA mótaraðarinnar,  sjá með því að SMELLA HÉR: Mótið fer fram í Ottawa, í Ontario, Kanada og stendur dagana 24.-27. ágúst. Þetta er 17. mótið sem Ólafía Þórunn spilar á, á LPGA mótaröðinni, en hún hefir 8 sinnum komist í gegnum niðurskurð. Ólafía Þórunn er í 103. sæti á stigalista LPGA og þarf nauðsynlega að koma sér á topp-100, þ.e. að koma sér í gegnum niðurskurð í þessu móti og næstu mótum, þannig að hún haldi kortinu sínu, þ.e. fullum spilarétti á LPGA mótaröðinni. Sú sem á titil að verja í mótinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2017 | 21:00

Eimskipsmótaröðin 2016-2017: Vikar og Berglind stigameistarar

Vikar Jónasson úr GK og Berglind Björnsdóttir úr GR stóðu uppi sem stigameistarar á Eimskipsmótaröðinni 2016-2017. Þetta er í fyrsta sinn sem þau standa uppi sem stigameistara á mótaröð þeirra bestu. Vikar sigrað á tveimur mótum á tímabilinu og voru það jafnfram hans fyrstu sigrar á Eimskipsmótaröðinni. Vikar fékk alls 4.820 stig en Kristján Þór Einarsson úr GM varð annar með 4.230 stig og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG varð þriðji með 4.065 stig. Efstu menn á stigalista GSÍ í karlaflokki 2016-2017: Lokastaðan í kvennaflokki varð sú að Berglind fékk alls 5.700 stig en hún hafði nokkra yfirburði og var 1.100 stigum betri en Karen Guðnadóttir úr GS. Ragnhildur Kristinsdóttir úr Lesa meira