Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2017 | 01:00
LPGA: Valdís Þóra á +3; Guðrún Brá á +8 e. 2. dag 1. stigs úrtökumóts LPGA

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir GL, eru meðal 362 þátttakenda á 1. stigi LPGA úrtökumótsins, sem fram fer í Mission Hills Country Club í Rancho Mirage, Kaliforníu. Spilað er á 3 völlum: Arnold Palmer vellinum, Gary Player vellinum og Dinah Shore vellinum til þess að hægt sé að halda svona risaúrtökumót. Valdís Þóra er samtals búin að spila á 3 yfir pari, 147 höggum (74 73), sem er glæsilegur árangur, en hún bætti sig um 1 högg milli hringja!!! Betur má þó ef duga skal því Valdís Þóra er eftir 2. hring T-134 og aðeins munar 1 höggi að hún komi sér í hóp þeirra sem eru T-108 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2017 | 23:59
PGA: 4 í forystu í hálfleik Northern Trust – Hápunktar 2. dags

Fjórir kylfingar deila forystunni á Northern Trust mótinu, þeir Jhonattan Vegas frá Venezuela og Bandaríkjamennirnir Rickie Fowler, Dustin Johnson og Jordan Spieth. Allir hafa þeir spilað á samtals 6 undir pari, 134 höggum; Vegas (69 65); Spieth (69 65); Fowler (68 66); Johnson (65 69). Matt Kuchar og Bubba Watson koma fast á hæla fjórmenninganna og deila 5. sætinu en báðir hafa spilað á samtals 5 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust í heild SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Northern Trust SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2017 | 23:00
Evróputúrinn & LPGA: Axel og Ólafía úr leik

Atvinnukylfingarnir og Íslandsmeistararnir í höggleik 2011; Axel Bóasson, GK og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, GR, eru úr leik, komust ekki í gegnum niðurskurð; hvort í sínum mótum í sitthvorri heimsálfunni. Axel lék í sínu fyrsta móti á Evróputúrnum; Made in Denmark mótinu, sem fram fór í Himmerland Golf & Spa Resort í Farsø, Danmörku. Axel lék á 7 yfir pari, 149 höggum (77 72). Niðurskurður var miðaður við slétt par (samtals 142 högg) eða betra og er Axel því úr leik. Til þess sjá stöðuna á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR: Ólafía Þórunn tók þátt í Canadian Pacific Women´s Open, sem er hluti af LPGA mótaröðinni, bestu kvenmótaröð heims, sem hún Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Úlfar Jónsson —– 25. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Úlfar Jónsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari. Úlfar er fæddur 25. ágúst 1968 og á því 49 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Úlfar Jónsson– 49 ára Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Dwight Nevil, 25. ágúst 1944 (73 ára); Magnús Eiríksson, 25. ágúst 1945 (72 ára); Thorunn Erlu Valdimarsdottir, 25. ágúst 1954 (63 ára); Ingi Karl Ingibergsson 25. ágúst 1962 (55 ára); Angela Park (á kóreönsku: 박혜인) 25. ágúst 1988 (29 ára) …. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2017 | 14:00
PGA: „Norðurljósin“ dimmast hjá Rory

Í Belfast Telegraph er grein í dag sem ber fyrirsögnina „Northern lights are dimming for Rory.“ Það sem greinarhöfundur á við er að Rory var heldur bjartsýnn fyrir Northern Trust mótið, sem er mót vikunnar á PGA Tour – ljós vonar kviknaði hjá honum um gott gengi – en það ljós er nú heldur farið að dimmast. Nokkuð fyndið því í dag, 25. ágúst 2017 er t.a.m. fyrsti „norðurljósaferðadagur“ á helstu rútufyrirtækjum á Íslandi. Rory lék 1. hring á 3 yfir pari, 73 höggum og er 9 höggum á eftir forystumanninum, Russell Henley. Nr. 4 á heimslistanum (Rory), sem ákvað að keppa í stað þess að ná sér af meiðslum, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2017 | 12:00
LPGA: Ólafía Þórunn á +4 1. dag í Kanada – Fer út kl. 18:37 í kvöld – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir tekur þátt í Canadian Pacific Women´s Open, sem fram fer í Ottawa, Kanada. Hún lék 1. hring í gær á 4 yfir pari, 76 höggum og verður heldur betur að bæta sig í dag, ætli hún sér í gegnum niðurskurð í mótinu; en spáð er að niðurskurðarlínan verði við 1 yfir pari. Á 1. hring fékk Ólafía Þórunn 2 fugla og því miður 6 skolla. Þetta er 17. LPGA mótið, sem Ólafía Þórunn tekur þátt í, en hún hefir komist 8 sinnum í gegnum niðurskurð í þeim LPGA mótum, sem hún hefir tekið þátt í. Hún verður að vera meðal 100 efstu til að halda kortinu sínu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2017 | 01:00
LPGA: Valdís á +2 og Guðrún Brá +4 á e. 1. dag á 1. stigi úrtökumóts LPGA

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir GL, eru meðal 362 þátttakenda á 1. stigi LPGA úrtökumótsins, sem fram fer í Mission Hills Country Club í Rancho Mirage, Kaliforníu. Spilað er á 3 völlum: Arnold Palmer vellinum, Gary Player vellinum og Dinah Shore vellinum til þess að hægt sé að halda svona risaúrtökumót. Valdís Þóra lék 1. hring á 2 yfir pari 74 höggum; fékk 3 fugla og 5 skolla og er sem stendur T-148. Valdís Þóra lék á Dinah Shore vellinum. Guðrún Brá lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 höggum; fékk 1 fugl og 3 skolla og því miður líka 1 skramba og er sem stendur T-220. Guðrún Brá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2017 | 23:59
PGA: Henley leiðir á Northern Trust – Hápunktar 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Russell Henley, sem leiðir eftir 1. dag Northern Trust mótsins, sem er mót vikunnar á PGA Tour – Mótið fer fram í Glen Oaks Club, í New York. Henley lék 1. hring á 6 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti er nr. 1 á heimslistanum, Dustin Johnson,(DJ) höggi á eftir, á 5 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Northern Trust SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2017 | 18:00
GS: Logi Sigurðsson 15 ára með ás!!!

Logi Sigurðsson, GS, 15 ára, fékk ás á Hólmsvelli í Leiru á 12. Þ-mótinu, en Þ-mót eru innanfélagsmót GS, en mótið fór fram þriðjudaginn sl. 22. ágúst 2017. Logi fékk ásinn á par-3, 16. braut, sem er 121 meter af gulum. Logi varð annars í 2. sæti í mótinu – lauk keppni á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk auk ássins, 2 fugla og 6 skolla. Sigurvegari mótsins varð klúbbmeistari GS 2017, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Fyrir Þ-mótið var Logi með 9.8 í forgjöf en með hringnum glæsilega er forgjöf hans nú 8,2. Óhætt er að segja að mikil golfgen séu í ætt Loga en faðir hans Sigurður Sigurðsson varð Íslandsmeistari Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2017 | 16:45
Evróputúrinn: Axel á +4 e. 9 holur á Made in Denmark mótinu

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK, tekur þátt í Made in Denmark mótinu, sem er hluti af Evróputúrnum, en þetta er fyrsta mótið sem Axel tekur þátt í á Evrópumótaröðinni. Spilað er í Himmerland Golf & Spa Resort í Farsø, Danmörku. Eftir fyrstu 9 holur á 1. hring mótsins hjá Axel er hann búinn að spila á 4 yfir pari – búinn að fá 1 fugla og 5 skolla!!! Meira jafnvægi er yfir seinni 9 hjá Axel en 4 fyrstu holurnar (10.-13.) er hann búinn að spila á parinu. Sem stendur er Axel í 141. sæti af 156 keppendum. Til þess að fylgjast með Axel og sjá stöðuna á Made in Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

