Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2017 | 23:59

PGA: Dustin Johnson sigraði á Northern Trust

Það var Dustin Johnson (DJ), sem stóð uppi sem sigurvegari eftir bráðabana við Jordan Spieth á Northern Trust mótinu. Bæði DJ og Jordan Spieth léku á 13 undir pari, 267 höggum; DJ (65 69 67 66) og Spieth (69 65 64 69). Það varð því að koma til bráðabana og þar hafði DJ betur þegar á 1. holu bráðabanans, sigraði á fugli meðan Spieth tapaði á pari. Þriðja sætinu deildu John Rahm og Jhonattan Vegas, samtals á 9 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Northern Trust mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. hrings á Northern Trust SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Haraldur lauk keppni T-46

Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, var sá eini af 4 íslenskum kylfingum, sem hófu keppni, til að komast í gegnum niðurskurð á Landeryd Masters mótinu í Linköping, Svíþjóð, en mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Hann var því sá eini af Íslendingunum, sem spilaði 3. þ.e. lokahringinn í dag. Haraldur Franklín lék samtals á 3 undir pari, 213 höggum (70 71 72). Sigurvegari mótsins varð sænski kylfingurinn Daníel Jennevret, en hann lék á 17 undir pari, 199 höggum (70 63 66). Til þess að sjá lokastöðuna á Landeryd Masters SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2017

Það er Aldís Ósk Unnarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Aldís Ósk fæddist 27. ágúst 1997 og á því 20 ára  stórafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Sauðárkróks, Skagafirði (GSS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Aldísi Ósk til hamingju með daginn hér að neðan Aldís Ósk Unnarsdóttir · 20 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 27. ágúst 1953 (64 ára), Rafn Hagan Steindórsson, 27. ágúst 1956 (61 árs); Don Pooley, 27. ágúst 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Bernhard Langer, 27. ágúst 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!) Soffia K. Pitts, 27. ágúst 1958 (59 ára); Pat Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2017 | 14:00

LPGA: Guðrún Brá og Valdís Þóra úr leik – Munaði aðeins 3 höggum að Guðrún Brá næði á 2. stig úrtökumótsins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir GL, komust ekki í gegnum niðurskurð á 1. stigi LPGA úrtökumótsins, sem fram fer í Mission Hills Country Club í Rancho Mirage, Kaliforníu. Það voru 362 þátttakendur sem hófu leik en skorið var niður eftir 3. hring eftir að allir þátttakendur höfðu spilað einn hring á einum hinna 3. keppnisvalla Mission Hills: Arnold Palmer vellinum, Gary Player vellinum og Dinah Shore vellinum, en á hinum síðastnefnda fer lokahringurinn fram í dag. Aðeins 125 efstu og þær sem jafnar voru í 125. sætinu komust áfram á 2. stigið og var niðurskurður miðaður við 4 yfir pari. Guðrún Brá lék á samtals  7 yfir pari, 221 höggi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2017 | 23:59

PGA: Spieth efstur f. lokahring Northern Trust – Hápunktar 3. hrings

Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er efstur fyrir lokahring Northern Trust mótsins. Hann er með 3 högga forystu á þann sem næstur kemur, en það er nr. 1 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ), sem hefir spilað á samtals 9 undir pari (65 69 67). Spieth er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 198 höggum (69 65 64). Það var glæsi 3. hringur Spieth upp á 64 högg, sem fleytti honum í efsta sætið, en á hringnum fékk hann 8 fugla og 2 skolla. Þriðja sætinu deila þeir: Jon Rahm, Matt Kuchar, Patrick Reed og Paul Casey; allir á 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2017 | 22:00

GHD: Indiana Auður og Hrefna Svanlaugs sigruðu á Opna kvennamóti GHD

Í dag, 26. ágúst 2017,  fór fram Opna kvennamót GHD á Arnarholtsvelli í Dalvík. Að venju var keppt í tveimur forgjafarflokkum þ.e. yfir og undir 28 í forgjöf. Þátttakendur að þessu sinni voru 46. Glæsileg verðlaun voru, líkt og þeirra Dalvíkinga er siður. Í forgjafarflokki  28 – sigraði Indiana Auður Ólafsdóttir, GHD, var með 39 glæsipunkta!!! Í 2. sæti varð Jósefína Benediktsdóttir, GKS á 38 punktum og í 3. sæti varð Marsibil Sigurðardóttir, GHD á 36 punktum. Sjá má heildarúrslit í fogjafarflokki 28 – hér að neðan: 1 Indíana Auður Ólafsdóttir GHD 21 F 21 18 39 39 39 2 Jósefína Benediktsdóttir GKS 23 F 20 18 38 38 38 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2017 | 20:00

Íslandabankamótaröðin 2017 (6): Fyrsti hringur felldur niður vegna veðurs!

Mótsstjórn Íslandsbankamótaraðarinnar tók þá ákvörðun að fella niður umferðina sem leika átti í dag á Leirdalsvelli vegna veðurs. Engin skor gilda því frá deginum í dag. Keppni hefst að nýju á sunnudaginn 27. ágúst. Þá leika aldursflokkar 17-18 ára og 19-21 árs aðra umferð og 15-16 ára og 14 ára og yngri leika fyrstu umferðina. Um kvöldið fer síðan fram lokahóf Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaraðarinnar  í Íþróttamiðstöð GKG á Leirdalsvelli og hefst hófið kl. 20:00. Texti: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Haraldur einn Íslendinga g. niðurskurð á Landeryd Masters

Fjórir íslenskir kylfingar kepptu í á Landeryd Masters mótinu í Linköping Svíþjóð, en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Þetta eru þeir: Andri Þór Björnsson, GR, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Haraldur Franklín Magnús, GR, og Ólafur Björn Loftsson, GKG. Mótið stendur 25.-27. ágúst 2017. Eini Íslendingurinn, sem komst gegnum niðurskurð var Haraldur Franklín Magnús, en hann lék á samtals 3 undir pari, 141 höggi (70 71) og fær því einn Íslendinganna fjögurra að spila lokahringinn í mótinu á morgun! Sjá má stöðuna á Landeryd Masters með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Daney Guðmundsdóttir – 26. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Daney Guðmundsdóttir. Stefanía Daney er fædd 26. ágúst 1997 og á því 20 ára stórafmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Stefaníu Daneyju til hamingju með afmælið hér að neðan Stefanía Daney Guðmundsdóttir – 20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Hudson, 26. ágúst 1945 (72 ára); Howard K. Clark, 26. ágúst 1954 (63 ára); James Edgar Rutledge 26. ágúst 1959 (58 ára); Eiríkur Þór Hauksson, 26. ágúst 1975 (42 ára);  Ben Martin, 26. ágúst 1987 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Jenny og Kristin Coleman (spila báðar á LPGA) 26. ágúst 1992 (25 ára) og Stefanía Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2017 | 11:00

GSG: Mætið öll í Opna Tölvulistinn mótið í Sandgerði á morgun!! Glæsileg verðlaun!!

Hið árlega RISAmót GSG fer fram á morgun, sunnudaginn 27. ágúst í tilefni Sandgerðisdaga: Opna Tölvulistinn – TEXAS SCRAMBLE Hér er tengill inn á golf.is þar sem hægt er að skrá sig í mótið SMELLIÐ HÉR:  Leikið er tveggja manna Texas Scramble þar sem hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna er 28. Samanlögð vallarforgjöf deilt með 3. Ekki er gefin hærri forgjöf en sem nemur forgjöf lægri keppenda. Mótsgjald er 5000 kr. á mann. (Enn á eftir að bætast í verðlaunaskrá) Verðlaun: 1.sæti: 2x 40.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + 2x Kassi frá Vífilfelli. 2.sæti: 2x 30.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + 2x Kassi frá Vífilfelli. 3.sæti: 2x 20.000kr Gjafabréf hjá Tölvulistanum + 2x Lesa meira