Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2017 | 15:00

Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-12 í Finnlandi

Polarputki Finnish Open lauk í dag er mótið er hluti af Nordic Golf League of fór fram dagana 31. ágúst – 2. september 2017. Þrír íslenskir kylfingar komust í gegnum niðurskurðinn í gær en það voru þeir Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Ólafur Björn Loftsson, GKG. Axel Bóasson lék best íslensku kylfinganna á lokahringnum átti glæsihring upp á 6 undir pari 66 högg – hring þar sem hann fékk 7 fugla og 1 skolla og lauk keppni T-12 þ.e. jafn 4 öðrum kylfingum. Samtals lék Axel á 7 undir pari, 209 höggum (70 73 66). Guðmundur Ágúst stóð sig einnig mjög vel en hann lauk keppni T-17 með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Breki Marinósson – 1. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Breki Marinósson,  Breki er fæddur 1. september 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Breka til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Breki Marinósson – 20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Al Geiberger “Mr. 59”, 1. september 1937 (80 ára STÓRAFMÆLI!!!); Manuel Piñero Sanchez, 1. september 1952 (65 ára); Guðríður Vilbertsdóttir, 1. september 1954 (63 ára); Ragnar Ólafsson, 1. september 1956 (61 árs);  Ballettskóli Eddu Scheving (56 ára) Else Marie & Elin Margrethe Skau, 1. september 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!) Friðrik K. Jónsson 1. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2017 | 09:00

LPGA: Ólafía Þórunn T-36. e. 1. dag á Cambia Portland Classic

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir byrjaði vel í gær á 1. keppnisdegi á LPGA móti sem fram fer Oregon í Bandaríkjunum. Mótið heitir Cambia Portland Classic. Ólafía hóf leik á 10. teig og var hún á +1 eftir 9 holur þar sem hún fékk fugl á 12. holuna og skramba á 18. Hún lagaði stöðu sína heldur betur með þremur fuglu á síðari 9 holunum. Ólafía deilir 36. sæti með 16 öðrum kylfingum – allar á -2 samtals, en In Gee Chun frá Suður-Kóreu er efst á -6. Sjá má stöðuna á Cambia Portland Classic að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2017 | 08:00

Nordic Golf League: Guðmundur Ágúst lék best 1. dag af 5 íslenskum keppendum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í áttunda sæti eftir fyrsta keppnisdaginn á Nordic golf mótaröðinni sem fram fer í Finnlandi. GR-ingurinn er einn af fimm íslenskum kylfingum sem taka þátt á þessu móti. Andri Þór Björnsson, Axel Bóasson, Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson eru einnig á meðal keppenda. Guðmundur Ágúst lék á 67 höggum (-5), og er hann tveimur höggum frá efsta sætinu. Andri Þór (GR) og Axel (GK) lék á -2 eða 70 höggum. Þeir eru í 28. sæti. Ólafur Björn (GKG) er á parinu eða 72 höggum. Hann er í 49. sæti. Haraldur Franklín lék á +4 eða 76 höggum og er GR-ingurinn í 88. sæti. Sjá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 31. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gísli Sveinbergsson – 31. ágúst 2017

Það er Gísli Sveinbergsson, GK sem er afmæliskylfingur dagsins á Golf 1. Gísli er fæddur 31. ágúst 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Gísli er kunnari en frá þurfi að segja; afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og spilar í bandaríska háskólagolfinu með liði sínu Kent State í Ohio. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Gísla til hamingju með afmælið hér að neðan: Gisli Sveinbergsson (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: The Hon. Michael Scott, 31. ágúst 1878 – 9. janúar 1959; Isao Aoki, 31. ágúst 1942 (75 ára); Elías Kristjánsson, GSG, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 30. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Amanda Moltke-Leth. Amanda er fædd í Kaupmannahöfn 30. ágúst 1976 og á því 41 árs afmæli í dag. Foreldrar Amöndu voru diplómatar og var hún því á eilífu flandri um heiminn, þegar hún var yngri. Hún byrjaði ung að spila golf og hætti á LET eftir farsælan feril 2011, til þess að gerast lögreglukona. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Francisco Abreu, 30. ágúst 1943 (74 ára); Erling Svanberg Kristinsson, 30. ágúst 1951 (66 ára); Ingibjörg Snorradóttir, 30. ágúst 1951 (66 ára); Beth Bader, 30. ágúst 1973 (44 árs) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2017 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin 2017: GR með 5 af 8 stigameistaratitlum

Uppskeruhátíð Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram sunnudaginn 27. ágúst s.l. í íþróttamiðstöð GKG að loknu lokamóti tímabilsins hjá yngri kylfingum landsins. Alls voru 6 mót á dagskrá tímabilsins og alls tóku 208 keppendur þátt á mótum sumarsins. Stigameistarar voru krýndir í gær á lokahófinu í fjórum aldursflokkum hjá báðum kynjum. GR átti fimm af alls stigameisturum ársins 2017 á Íslandsbankamótaröðinni. Í fyrsta sinn var keppt í aldursflokknum 19-21 árs á Íslandsbankamótaröð unglinga var góð þátttaka í þeim flokki hjá piltunum. Góð mæting var á uppskeruhátíðina þar sem keppendur og aðstandendur þeirra nutu góðra veitinga frá Mullingan veitingaþjónustunni hjá GKG. Hansína Þorkelsdóttir stjórnarmaður GSÍ og Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir frá Íslandsbanka sáu um verðlaunaafhendinguna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir – 29. ágúst 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Sigríður Anna Kristinsdóttir. Sigríður Anan er fædd 29. ágúst 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Sigríður Anna Kristinsdóttir  (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Albert Þorkelsson, 29. ágúst 1922-12. febrúar 2008 (Hefði orðið 94 ára í dag); Dóra Eiríksdóttir, 29. ágúst 1952 (65 ára); Sigríður Anna Kristinsdóttir, 29. ágúst 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!!); Jónína Kristjánsdóttir, GK, 29. ágúst 1963 (54 ára);  Carl Pettersson, 29. ágúst 1977 (40 ára STÓRAFMÆLI!!!); Anton Rafn Ásmundsson; 29. ágúst 1979 (38 ára); Ég Er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2017 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Dustin Johnson? (2/3)

Hér verður fram haldið með að fara yfir það helsta í ferli Dustin Johnson, þessa frábæra bandaríska kylfings, nr. 1 á heimslistanum. Hann á þegar þetta er ritað að baki 2 sigra sem áhugamaður og 8 sem atvinnumaður í golfi. Áhugamannssigrar hans komu árið 2007 og voru eftirfarandi: Monroe Invitational og Northeast Amateur. Af 8 sigrum hans sem atvinnumaður eru 6 á PGA Tour: Árið 2008: Turning Stone Resort Championship, 5. október; Árið 2009: AT&T Pebble Beach National Pro-Am 15. febrúar; Árið 2010: AT&T Pebble Beach National Pro-Am, 14. febrúar; BMW Championship, 12. september; Árið 2011: The Barclays; 27. ágúst; Árið 2012: FedEx St. Jude Classic, 10. júní. Eins hefir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2017 | 08:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2017 (6): Úrslit þeirra sem spiluðu 9 holur: Marinó Ísak, Fjóla Margrét, Brynjar Logi og Helga Signý sigruðu í sínum flokkum!!!

Sjötta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram laugardaginn 26. ágúst sl. á Setbergsvelli í Hafnarfirði. Hnokkar og hnátur þ.e. annars vegar 12 ára og yngri og hins vegar 10 ára og yngri í báðum kynjum spiluðu 1 hring þ.e. 9 holur. Þátttakendur voru 27. Sigurvegarar í flokki hnokka og hnáta 10 ára og yngri voru Marinó Ísak Dagsson, GL, en hann lék Setbergsvöll á glæsilegum 10 yfir pari, 46 höggum og hin sigursæla Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS, sem lék 9 holurnar á 20 yfir pari, 56 höggum, sem er stórfínt!!! Flottir ungir golfkrakkar, sem eiga framtíðina fyrir sér, en þess mætti geta að Marinó Ísak var á besta skorinu yfir alla Lesa meira