Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásbjörn Björgvinsson – 4. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ásbjörn Björgvinsson Hann er fæddur 4. september 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Ásbjörn Björgvinsson – Innilega til hamingju með 60 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Raymond Floyd, 4. september 1942 (75 ára STÓRAFMÆLI!!!); Tom Watson, 4. september 1949 (68 ára); Ásbjörn Björgvinsson 4. september 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Gestur Halldórsson, 4. september 1960 (57 ára); Christian Þorkelsson (56 ára); Pétur Már Ólafsson, 4. september 1965 (52 ára); Laura Lyn Rosier-Heckaman 4. september 1968 (49 ára); Óska Skart (33 ára) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2017 | 12:30

Evróputúrinn: Jon Rahm kylfingur júlímánaðar 2017

Spænski kylfingurinn Jon Rahm hefir verið valinn Hilton kylfingur júlímánaðar á Evróputúrnum. M.a. var Rahm valinn vegna metárangurs síns þegar hann sigraði á Dubai Duty Free Irish Open þar sem gestgjafi var  Rory Foundation. Rahm hefur átt ótrúlega 18 mánuði þar sem hann hefir farið úr að vera í sæti nr. 551 á heimslistanum í 7. sætið! Sigur Rahm í Portstewart Golf Club kom eftir ótrúlegan lokahring upp á 65 högg, sem kom honum í samtals 24 undir pari, sem er lægsta skor í langri sögu mótsins. Jafnframt skrifaði Rahm sig á lista sigurvegara mótsins þ.á.m. landa sinna, sem áður höfðu unnið í mótinu þ.e. Seve Ballesteros, José María Olazábal og Sergio Garcia. Sigurvegari Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2017 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Dustin Johnson? (3/3)

Hér fer 3. og síðasti hluti þessarar kynningar á nr. 1 á heimslistanum (Dustin Johnson/ DJ) , sigurvegara Northern Trust mótsins, um síðustu helgi fyrir viku.  Hér að neðan er samantekt um það helsta í ferli DJ á árunum 2013-2017 (þ.e. það sem af er ársins 2017): 2013 DJ hóf 2013 keppnistímabilið með því að sigra upphafsmótið Hyundai Tournament of Champions á Hawaii, þar sem einungis sigurvegarar síðasta árs hljóta þátttökurétt hverju sinni. DJ vann með 4 högga mun, þann sem átti titil að verja, Steve Stricker, í móti sem var stytt í 54 holu mót vegna slæmskuveðurs, aðallega sterkra vinda, sem þýddi að ástand vallar varð þannig að ekki var hægt að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2017 | 23:59

PGA: Justin Thomas og Marc Leishman efstir á Dell mótinu – Hápuntar 3. dags

Það eru Justin Thomas og Marc Leishman sem deila efsta sætinu fyrir lokahring Dell Technologies Championship. Báðir hafa þeir spilað á 12 undir pari, 201 höggi. Í þriðja sæti er enski kylfingurinn Paul Casey, á samtals 11 undir pari, 202 höggum. Sjá má stöðuna fyrir lokahring Dell Technologies Championship með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 3. dags á Dell Technologies Championship. með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2017 | 22:00

Eimskipsmótaröðin 2018 (1): Guðrún Brá og Aron sigruðu á Bose mótinu

Aron Snær Júlíusson úr GKG og Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigruðu á Bose mótinu, sem var fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni 2017-2018. Aron Snær setti jafnframt nýtt vallarmet á Jaðarsvelli í dag þegar hann lék á 64 höggum eða -7. Guðrún Brá lék á +3 samtals og sigraði með fjögurra högga mun. Þetta er annað mótið í röð sem Aron Snær vinnur á Eimskipsmótaröðinni en hann sigraði einnig á Securitasmótinu þar sem keppt var um GR-bikarinn á lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar í ágúst. Helstu úrslit í karlaflokki urðu eftirfarandi:  1. Aron Snær Júlíusson GKG (70-69-64) 203 högg -10 2.-6. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (75-70-74) 219 högg +6 2.-6. Hlynur Bergsson, GKG (75-73-71) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2017 | 20:00

LPGA: Ólafía Þórunn lauk keppni T-39 á Cambia Portland

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á Cambia Portland Classic mótinu. Mótið fór fram dagana 31. ágúst – 3. september í Portland, Oregon í Bandaríkjunum. Þetta var 18. mót Ólafíu Þórunnar á LPGA og í 9. skipti, sem hún kemst í gegnum niðurskurð. Ólafía Þórunn lék á samtals 5 undir pari, 283 höggum (70 72 69  72) og varð T-39 þ.e. deildi 39, sætinu í mótinu með hinni suður-kóreönsku Ilhee Lee. Stórglæsilegur árangur þetta hjá Ólafíu Þórunni og hún  er T-101 á LPGA stigalistanum, deilir því sæti með hinni sænsku Dani Holmqvist. Ólafía Þórunn er með samtals $72.090 í verðlaunafé eftir mótið – Hún verður meðal 100 efstu á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2017 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur m/ sinn 1. sigur á mótaröðinni – Hápunktar

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sigraði á móti vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu, Cordon Golf Open. Mótið fór fram í Golf Blue Green de Pléneuf í Val André í Frakklandi, dagana 31. ágúst – 3. september 2017. Birgir Leifur lék eins og engill – spilaði stórkostlegt golf og gerir okkur öll svo stolt!!! Þetta er í 1. sinn sem hann sigrar á Áskorendamótaröð Evrópu og titillinn hefir verið lengi í farvatninu en hinn 41 ára Birgir Leifur gerðist atvinnumaður fyrir 20 árum, 1997 – Frábært, hreint frábært!!! Nú fer Birgir Leifur upp um 16 sæti í Road to Oman stigalistanum og e.t.v. vinnur hann sér sæti að nýju á Evrópumótaröðinni!!! Birgir Leifur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Einarsdóttir – 3. september 2017

Það er Hólmfríður Einarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hólmfríður er fædd 3. september 1972. Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og jafnframt klúbbmeistari Golfklúbbs Úthlíðar í kvennaflokki, tvö ár í röð, 2012 og 2013. Reyndar urðu þau mæðgin, þ.e. Hólmfríður og sonur hennar, afrekskylfingurinn Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistarar Úthlíðar 2013. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Hólmfríði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hólmfríði til lukku með daginn hér að neðan: Hólmfríður Einarsdóttir, GKG & GÚ – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þór Geirsson GVG, 3. september 1952 (65 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2017 | 15:00

Evróputúrinn: Porteous sigraði í Prag – Hápunktar 4. dags

Mót vikunnar á Evrópumótaröð karla var D + D Real Czech Masters, sem fram fór 31. ágúst – 3. september 2017 og lauk í dag. Sigurvegari mótsins varð suður-afríski kylfingurinn Haydn Porteous. Þetta er 2. sigur hans á Evrópumótaröðinni. Sigurskor Porteous var 13 yfir pari, 275 högg (70 69 67 69). Í 2. sæti varð enski kylfingurinn Lee Slattery 2 höggum á eftir Porteous á samtals 11 undir pari. Sjá má lokastöðuna á D + D Real Czech Masters með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 4. dags með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bergsveinn Þórarinsson – 2. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Bergsveinn Þórarinsson. Bergsveinn er fæddur 2. september 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag.  Bergsveinn er 3. golfdómarinn úr GKG til að öðlast alþjóðaréttindi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Bergsveinn Þórarinsson (60 ára stórafmæli  – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marian McDougall, f. 2. september 1913 – d. 14. maí 2009 (hefði átt 104 ára afmæli í dag); Bergsveinn Þórarinsson, GKG, 2. september 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI); Sigurður Jonsson, 2. september 1957 (59 ára); Einar Long, GR, 2. september 1958, (59 ára); Hörður Þorsteinsson, GSE, 2. september Lesa meira