Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Kristinsdóttir – 6. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Kristinsdóttir . Hún er fædd 6. september 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag! Ragnhildur er afrekskylfingur í GR og búin að standa sig hreint frábærlega á mótum nú í ár. Ragnhildur kemur til með að stunda nám í Bandaríkjunum  nú í vetur við Eastern Kentucky University og verður að sjálfsögðu með í bandaríska háskólagolfinu!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Ragnhildur Kristinsdóttir – 20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dow Finsterwald, 6. september 1929 (88 ára); Jóhann Smári Jóhannesson, 6. september Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2017 | 12:00

Hurly Long efstubekkingur í Texas Tech bætti vallarmet á Pebble Beach Golf Links

Að setja vallarmet er alltaf sérstakt en að gera það á einum frægasta velli heims, Pebble Beach Golf Links er ansi sérstakt. Hurly Long, efstubekkingur í Texas Tech, náði að bæta vallarmetið á Pebble Beach, lék völlinn á glæsilegu 61 höggi. Han þurfti m.a. að setja niður 3,5 metra fugla pútt á 18. holu til þess að ná metinu … og það eftir að hafa sett niður 15 metra fuglapútt á 17. braut. Hurly er frá Mannheim í Þýskalandi og náði vallarmetinu með því að setja niður 1 örn, 10 fugla og 1 skolla!!! „Pebble Beach er bara sérstakur staður,“ sagði Long eftir á við pebblebeach.com. „Ég var að tala við Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Alexa Stirling Fraser – 5. september 2017

Það er Alexa Stirling Fraser, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún var fædd 5. september 1897 og hefði orðið 120 ára í dag hefði hún lifað, en Alexa dó 15. apríl 1977. Sjá má eldri umfjöllun Golf 1 um Alexu Stirling Fraser í greinaflokknum kylfingar 19. aldar með því að SMELLA HÉR; Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Thomas Charles Pernice Jr. 5. september 1959  (58 ára); Grétar (Gressi) Agnars, 5. september 1972 (45 ára); Ingvar Karl Hermannsson, 5. september 1982 (35 ára) … og …. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2017 | 14:00

LEK: Landslið 50+ keppa á EGA mótum í Svíþjóð og Slóvakíu

Íslensku landsliðins í golfi skipað körlum og konum eldri en 50 ára hófu keppni í morgun á Evrópumótunum sem fram fara í Svíþjóð og Tékkalandi. Karlaliðið keppir á PGA National í Malmö í Svíþjóð. Karlalandslið LEK +50 ára er þannig skipað: (f.v.) Tryggvi Traustason, Guðmundur Arason, Gauti Grétarsson, Guðni Vignir Sveinsson, Jón Gunnar Traustason, Frans Páll Sigurðsson. Hægt að fylgjast með skori karlaliðsins með því að SMELLA HÉR:  Kvennaliðið keppir á Skalia golfvellinum í Slóvakíu. Liðið er þannig skipað: Anna Snædís Sigmarsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Kristín Sigurbergsdóttir, María Málfríður Guðnadóttir, Þórdís Geirsdóttir og Steinunn Sæmundsdóttir. Hægt að fylgjast með skori kvennaliðsins með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2017 | 10:00

Hvað var í sigurpoka Thomas á Dell mótinu?

Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Justin Thomas þegar hann sigraði á Dell Technologies Championship, í gær 4. september 2015: Dræver: Titleist 917D2 (9.5 °) Skaft: Mitsubishi Diamana BF 60TX (tipped 1.5 þummlungar) 3 tré: Titleist 917F2 (15 °) Skaft: Mitsubishi Tensei CK Blue 80TX 5 tré: Titleist 915Fd (18°) Skaft: Fujikura Motore Speeder VC 9.2 Tour Spec X-Flex Járn Titleist 716 CB (4 járn), Titleist 718 MB prototype (5-9 járn) Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 Fleygjárn: Titleist Vokey SM5 (52°-12 F Grind, 56°-14 F Grind), Vokey SM6 (46°-10 F-Grind, 60°) Sköft: True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 (46°), S400 (52°, 56°, 60°) Pútter: Scotty Cameron X5 Prototype Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2017 | 09:30

Hver er kylfingurinn: Justin Thomas (í sept/2017)?

Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas sigraði nú í gærkvöldi í 6. sinn á PGA Tour mótaröðinni og hefir alls sigrað 7 sinnum á atvinnumannsferli sínum Thomas er þá á unga aldri þegar búinn að sigra á sex PGA Tour mótum, en hann vann fyrsta PGA Tour mótið sitt sunnudaginn 1. nóvember 2015, CIMB Classic og tókst að verja titilinn árið eftir þ.e. 23. október 2016. Þriðji sigurinn kom í byrjun þessa árs, 8. janúar 2017en það var sigur á  SBS Tournament of Champions á Hawaii. Viku síðar bætti hann við 4. sigrinum á Sony Open í Hawaii. Þann 13. ágúst 2017 vann Justin síðan stærsta sigur sinn til þess, þ.e. fyrsta risamótssigur sinn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2017 | 09:00

Úrslit frá Öldungamótaröðinni 2017 – Hverjir skipa landslið LEK?

Öldungamótaröð Landsamtaka eldri kylfinga (LEK) er nú lokið. Alls voru 9 mót í mótaröðinni og var góð þátttaka í þeim öllum. Alls voru hátt í 300 eldri kylfingar sem spiluðu í mótaröðinni og mest var þátttakan í Grindavík alls 145 keppendur. Úrslit í keppni til landsliða karla 55+ með og án forgjafar, 70+ með forgjöf og kvenna 50+ án forgjafar eru einnig ljós. Öldungamótaröðin 2017 úrslit karla – og kvenna /SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ ÚRSLIT:  Lokastaðan til landsliðs / SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SJÁ LOKASTÖÐUNA: Þeir sem unnu sig inn í landslið eru: Karlar 55+ án forgjafar: Gauti Grétarsson Gunnar Páll Þórsson Tryggvi Valtýr Traustason Guðni Vignir Sveinsson Guðlaugur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2017 | 22:00

PGA: Thomas sigraði á Dell Technologies

Það var bandaríski kylfingurinn Justin Thomas sem stóð uppi sem sigurvegari á Dell Technologies Championship. Thomas lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (71 67 63 66). Í 2. sæti varð Jordan Spieth, en hann varð 3 höggum á eftir á samtals 14 undir pari – Í 3. sæti varð síðan ástralski kylfingurinn Marc Leishman á 13 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Dell Technologies Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Dell Technologies Championship SMELLIÐ HÉR: (bætt við um leið og samantekin er til)


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2017 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2018 (1): Anna Sólveig með ás

Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK, gekk vel á 1. móti 2017-2018 keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni, nú um síðustu helgi. Hún landaði 2. sætinu í kvennaflokki, lék Jaðarinn á 7 yfir pari, 220 höggum (72 75 73). Á 1. keppnisdegi fékk Anna Sólveig ás. Hann kom á par-3 11. braut Jaðarsins. Golf 1 óskar Önnu Sólveigu til hamingju með draumahöggið!!!  


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2017 | 16:10

PGA: Garcia brýtur pútter á flöt – Myndskeið

Sergio Garcia er e.t.v. búinn að ná því að sigra í risamóti – en hafi einhver haldið að það myndi róa hann og geðluðru- köst hans myndu minnka þegar illa gengur í golfinu, þeim skjátlast. Á Dell Technologies mótinu á 3. hring braut hann pútter sinn í reiði eftir að hafa rekið hann í sprikler á 4. flöt. Golfreglurnar mæla svo fyrir að ekki megi fá nýja kylfu fyrir þá sem brotin er og því varð Garcia að notast við aðrar kylfur í pokanum það sem eftir var 3. hrings. Hann setti niður 5 metra pútt á næstu holu með 3-trénu sínu, en eftir það gekk verr. Hann lauk hringnum á Lesa meira