Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 23:00
LPGA: Ólafía Þórunn T-9 e. 1. dag í Indiana – Glæsileg!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR, kláraði 1. hring á Indy Women in Tech Championship á glæsilegu skori, 5 undir pari, 67 höggum!!! Á hringum fékk Ólafía Þórunn 6 fugla og 1 skolla! Hún skipti fuglunum jafnt, 3 komu á fyrri 9 og hinir 3 á seinni 9. Eftir 1. dag er Ólafía Þórunn T-9, þ.e. deilir 9. sætinu með 9 öðrum kylfingum m.a. með Cristie Kerr, sem er nr. 9 á heimslistanum og hinni ungu kanadísku Brooke Henderson. Það er Lexi Thompson sem leiðir eftir 1. dag – lék á 9 undir pari, 63 höggum!!! Til þess að sjá stöðuna á Indy mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 22:00
Evróputúrinn: Hatton, Hend & Jimenez í forystu í Sviss – Hápunktar 1. dags

Það er gamla brýnið Miguel Jimenez, sem leiðir eftir 1. dag Omega European Masters ásamt þeim Scott Hend frá Ástralíu og Englendingnum Tyrrell Hatton. Mótið hófst í dag að venju í Crans-sur-Sierre golfklúbbnum, í Crans Montana, í Sviss. Hatton, Hend og Jimenéz komu allir í hús á 6 undir pari, 64 glæsihöggum. Hópur 6 annarra kylfinga þar sem m.a. er í Thaílendingurinn Thongchai Jaidee deilir 4.sætinu höggi á eftir þremenningunum á 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 21:00
Nordic Golf League: Axel bestur Íslendinganna e. 1. dag í Danmörku

Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR hófu í dag leik á Willis Towers Watson Masters mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni og fer fram 7.-9. september 2017. Mótsstaður er Kokkedal golfvöllurinn, í Hørsholm, 30 km norður af Kaupmannahöfn. Eftir 1. dag er Axel búinn að standa sig best Íslendinganna, lék 1. hring á 2 undir pari, 70 höggum. Hann fékk 3 fugla og 1 skolla og er T-12 eftir fyrsta mótsdag. Andri Þór lék á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-89 og Haraldur Franklín var á 4 yfir pari, 76 höggum og er T-107. Sjá má stöðuna á Willis Towers Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 19:30
LPGA: Ólafía byrjar vel – Á – 4 e. 11 holur 1. hrings Indy mótsins!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR byrjar vel á Indy Women in Tech Championship mótinu, sem hófst í dag og stendur dagana 7.-9. september 2017. Ólafía er búin að spila gríðarlega vel. Hún byrjaði á 10. teig og fékk fyrst skolla á 12. holu – en sýndi karakter og tók hann strax aftur með fugli á par-5 14. holunni. Reyndar fékk hún tvö fugla í röð því hún var líka með fugl á par-3 15. holu Brickyard Crossing golfvallarins, í Indianapolis þar sem mótið fer fram, en völlurinn er hannaður af Pete Dye. Ólafía bætti síðan við 3. fuglinum á fyrri 9 hjá sér (þ.e. seinni 9 á Brickyard Crossing) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Louise Suggs ——– 7. september 2017

„Golf er eins og ástarævintýri. Ef þú tekur það ekki alvarlega, þá er ekkert gaman að því, en ef þú gerir það þá mun hjarta þitt bresta. Forðist hjartabresti en daðrið við möguleikann,” er haft eftir einum helsta frumkvöðli LPGA-mótaraðarinnar, Louise Suggs. Það er Louise Suggs, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mae Louise Suggs fæddist 7. september 1923 í Atlanta, Georgia og hefði því orðið 94 ára dag! Louise Suggs lést 7. ágúst 2015. Hún bjó á Delray Beach í Flórída. Bob Hope uppnefndi þessa 1,68 metra háu konu “Miss Sluggs”, sem er ekki sluggsari í beinni þýðingu á íslensku heldur eitthvað meira í áttina að sleggju, því Louise Suggs var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 12:00
LPGA: Ólafía hefur keppni í Indiana í dag kl. 16:30 – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Indy Women In Tech Championship, sem fram fer í Indianapolis í Indiana í Bandaríkjunum. Mótið fer fram á Brickyard Crossing vellinum, dagana 7.-9. september. Þetta er 19. mót Ólafíu á LPGA og hún er T-101 á stigalistnum. Ólafía Þórunn fer út kl. 12:30 að staðartíma (þ.e. kl. 16:30 að íslenskum tíma) Í ráshóp með Ólafíu Þórunni fyrstu tvo dagana eru Maude-Aimee Leblanc og Sandra Changkija. Fylgjast má með stöðunni á Indi Women In Tech með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 10:00
Forsetabikarinn 2017: Phil val fyrirliða ásamt Hoffman – Lahiri og Grillo val fyrirliða alþjóðaliðsins

Fyrirliðar forsetabikarsins 2017 Steve Stricker og Nick Price tilkynntu hvert val þeirra væri í Forsetabikarinn. Nokkuð á óvart kom að Stricker valdi hina fertugu Phil Mickelson and Charley Hoffman til þess að fullkomna 12 manna lið sitt. Price á hinn bóginn valdi Emiliano Grillo og Anirban Lahiri í alþjóðalið sitt, sem mun reyna að bera sigurorð af því bandaríska í fyrsta skipti síðan 1998. Forsetabikarinn fer fram 28. september – 1. október í Liberty National í Jersey City, N.J. It was widely expected that Stricker would go this direction with his wildcard selections. Phil hefir nú tekið þátt í 23. forsetabikarsmótum óslitið. Þó frammistaða hans hafi verið lakar en oft áður þá varð hann þó Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2017 | 08:00
LPGA: Wie ekki með í Evían risamótinu vegna botnlangauppskurðar

Michelle Wie hefir dregið sig úr 5. risamóti kvennagolfsins The Evian Championship þar sem hún er að ná sér eftir botnlangauppskurð. Hin 27 ára Wie dró sig líka úr Canadian Pacific Women’s Open í Ottawa, fyrir lokahringinn, sem fram fór 27. ágúst s.l. og gekkst undir hnífinn það kvöld. The Evian Championship, lokarisamótið á LPGA mótaröðinni, hefst eftir nákvæmlega viku, 14. september í Evían, Frakklandi. „Því miður hafa læknarnir mínir ráðlagt mér að halda áfram að hvíla mig sem þýðir að ég verð að draga mig úr (at)evianchamp í næstu viku“ sagði Wie í gær, miðvikudaginn 6. september á félagsmiðlunum. „Þetta brýtur í mér hjartað því það er ekkert annað sem ég vil frekar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2017 | 18:00
Ólafía Þórunn komst inn á Evían risamótið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður á meðal keppenda á fimmta og síðasta risamóti ársins sem fram fer í Frakklandi 14.-17. september. Það verður þriðja risamótið sem GR-ingurinn tekur þátt í á þessu tímabili. Frá þessu var greint á visir.is. og sjá má greinina á Vísi með því að SMELLA HÉR: Ólafía Þórunn er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikið hefur á risamóti en það gerði hún á KPMG PGA meistaramótinu í júní s.l. Hún komst inn á Opna breska meistaramótið í ágúst og í millitíðinni hafði Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppt á Opna bandaríska meistaramótinu. Íslendingar hafa því verið á fjórum af alls fimm risamótum ársins á atvinnumótaröð kvenna. Góður árangur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2017 | 17:00
Evróputúrinn: Norén nýtur lífsins f. titilvörn í Sviss

Sænski kylfingurinn Alex Norén er nýkvæntur og hamingjusamur og þakkar breyttri forgangsröð gott gengi sitt á Evróputúrnum, nú þegar hann er að fara verja titil sinn á Omega European Masters, en mótið hefst á morgun. Kærasta Norén, sem nú er eiginkona hans eignaðist þeirra fyrsta barn smenna árs 2016 og síðan þá hefir Norén unnið 5 titla á Evróputúrnm og er kominn upp í 12. sætið á heimslistanum. Norén er þekktur á túrnum fyrir vinnusemi sína og æfingagleði og tæknilega nálgun. Með hring á fingri og barn í eftirdragi segir Norén að forgangsröðun hans hafi breyst og með því að slaka aðeins á hafi hann náð að uppskera árangur erfiðsis síns. Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

