Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 09:00
LPGA: Lexi og Lydia Ko deila forystunni e. 2. dag Indy mótsins

Það eru bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson og Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi , sem deila forystunni á Indy Women in Tech Championship eftir 2. keppnisdag. Báðar eru þær búnar að spila á 15 undir pari, 128 höggum; Lexi (63 66) og Lydia (65 64). Bilið á þeim og Ólafíu Þórunni eru 6 högg en eftir 2 hringi er Ólafía Þórunn á 9 undir pari (67 68) og T-7. Sjá má hápunkta 2. dags á Indy Women in Tech Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má viðtal við Lexi eftir 2. keppnisdag Indy mótsins með því að SMELLA HÉR: Sjá má viðtal við Lydiu eftir 2. keppnisdag Indy mótsins með því Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 07:00
PGA á Íslandi auglýsir e. framkvæmdastjóra

PGA á íslandi leitar að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að vinna að framgangi golfíþróttarinnar með öflugu teymi PGA meðlima. Um er að ræða hlutastarf. Framkvæmdastjóri PGA sér um daglegan rekstur, samskipti við félagsmenn og samskipti við PGA‘s of Europe. Framkvæmdastjóri situr stjórnarfundi PGA, færir bókhald og gengur frá rekstrarreikningi í árslok. Önnur verkefni framkvæmdastjórans eru viðburðarstjórnun og hann er skólastjóri PGA skólans. Viðburðastjórnun Stjórn PGA leggur áherslu á að þau verkefni sem unnið er að séu hnitmiðuð. Verkefnin eru því frekar í færri en fleiri en gerð er krafa um að afraksturinn verði því betri. Helstu verkefni PGA á Íslandi eru: Stelpugolf PGA ProAM PGA unglinga golf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2017 | 21:00
Viðtal LPGA við Ólafíu Þórunni

Á vefsíðu LPGA er gott viðtal við Ólafíu Þórunni, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Þar er Ólafía spurð að því hvernig tilfinning það sé að sjá nafnið sitt ofarlega á skortöflu LPGA eftir tvo hringi. Ólafía svaraði því svo til að hún hefði ekkert verið að fylgjast með töflunni, en hefði af slysni séð hvar hún var og þetta væri nýtt fyrir sér en tilfinningin væri góð. Næst var spurt um hvort Ólafía hefði fengið símhringingar frá Íslandi en Ólafía sagðist engar hafa fengið en gerði ráð fyrir að fólk fylgdist með heima og væri ánægt með hana ….. (Sem við erum svo sannarlega!!!) Loks kom hefðbundin Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2017 | 20:30
Evróputúrinn: Hend leiðir í hálfleik í Sviss – Hápunktar 2. dags

Það eru ástralski kylfingurinn Scott Hend, sem leiðir í hálfleik á Omega European Masters, í Crans Montana, í Sviss. Hend er búinn að spila á samtals 7 undir pari, 127 höggum (64 63). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er suður-afríski kylfingurinn Darren Fichardt (65 63). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 2. keppnisdag á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2017 | 20:00
Nordic Golf League: Haraldur á besta skori ísl. keppendanna 2. dag í Danmörku

Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR, léku allir 2. hring á Willis Towers Watson Masters mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni og fer fram 7.-9. september 2017. Mótsstaður er Kokkedal golfvöllurinn, í Hørsholm, 30 km norður af Kaupmannahöfn og verður lokahringurinn spilaður á morgun. Axel er sem fyrri daginn á besta skori íslensku keppendanna, en hann er búinn að spila á samtals 3 undir pari, 141 höggi (70 71). Í dag var Axel á 1 undir pari, 71 höggi; fékk 4 fugla og 3 skolla og er T-7, þ.e. deilir 7. sætinu með 4 öðrum keppendum. Haraldur Franklín stórbætti sig frá fyrri Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2017 | 17:00
LPGA: Ólafía Þórunn lauk 2. hring á Indy mótinu á 68 höggum!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir nú lokið leik á 2. keppnisdegi Indy Women in Tech Championship, Og í kom hún í hús á 68 glæsihöggum; fékk 5 fugla og 1 skolla!!! Stórglæsilegt!!! Sem stendur er Ólafía Þórunn því búin að spila á samtals 9 undir pari (67 68) og er T-4 þ.e. deilir 4. sætinu, eins og er en sú sætistala getur enn breyst, því margar eiga eftir að ljúka leik. Ljóst er á þessari stundu að Ólafía Þórunn er meðal efstu kylfinga og því að sjálfsögðu komin í gegnum niðurskurð á 19. LPGA mótinu sem hún spilar í. Já, það er vægt til orða tekið að Ólafía Þórunn sé Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Rafn Gissurarson – 8. september 2017

Það er Þórður Rafn Gissurarson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórður Rafn er fæddur 8. september 1987 og á því 30 ára merkisafmæli í dag. Þórður Rafn hefir verið að spila á undanförnum árum á þýsku Pro Golf mótaröðinnni með góðum árangri. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Þórður Rafn Gissurarson – Innilega til hamingju með 30 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólína Þorvarðardóttir, 8. september 1958 (59 ára); Margrét Elsa Sigurðardóttir, 8. september 1966 (51 árs); Ólafur William Hand, 8. september 1968, GR (49 ára); Cyna Rodriguez, frá Filippseyjum (spilar á LPGA), 8. september Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2017 | 09:00
LPGA: Ólafía Þórunn fer út kl. 11:30 að íslenskum tíma – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, hefur 2. keppnishring sinn á Indy Women Tech Championship mótinu kl. 7:30 að staðartíma í Indianapolis í Indiana, Bandaríkjunum (sem er kl. 11:30 að íslenskum tíma). Eftir sem áður verður Ólafía í ráshóp með Maude Aimee Leblanc frá Kanada og Söndru Chankija frá Bandaríkjunum. Verði þetta niðurstaðan að Ólafía endi keppni T-9 fer hún úr T-101 rétt aðeins inn á topp-100 stigalista LPGA, en þar verður hún að vera ætli hún sér að halda fullum keppnisrétti á LPGA mótaröðinni á næsta ári, 2018. Í efsta sæti eftir 1. dag Indy-mótsins er bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson, en hún lék 1. hring á 9 undir pari, 63 glæsihöggum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2017 | 08:00
Georgia Hall valin kvenkylfingur ársins í Bretlandi

American Golf hélt upp á ‘Best of British’ með því að halda í fyrsta sinn Golf Awards, þar sem breskir kylfingar voru heiðraðir fyrir góðan árangur á árinu 2017, en athöfnin fór frá á the Belfry í gær, 7. september 2017. Meðal sigurvegara kvöldsins, sem valdir voru af þúsundum breskra kylfinga voru bresku kylfingarnir Georgia Hall og Tommy Fleetwood , sem og golfútbúnaðarrisinn PING, sem valið var golfvörumerki ársins. Það voru alveg skýrar línur í flokkunum karl- og kvenkylfingur ársins. Það sem kjósendur hafa m.a. haft í huga þegar þeir kusu Georgiu er að hún er nú í 3. sæti á stigalista Evrópumótaraðar kvenna, LET og hefir þrívegis verið meðal efstu 5 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2017 | 07:00
Birgir Leifur með risastökk á heimslistanum

Birgir Leifur Hafþórsson, sjöfaldur Íslandsmeistari í golfi, tók risastökk á heimslistanum í golfi sem var uppfærður að venju í upphafi vikunnar. Birgir Leifur, sem keppir fyrir hönd GKG, fór upp um 448 sæti á heimslistanum eftir sigur hans á Corden Open á Áskorendamótaröð Evrópu s.l. sunnudag, 3. september 2017. Birgir Leifur er í 415. sæti heimslistans. Hann hefur aldrei verið ofar á heimslistanum á 20 ára atvinnumannaferli. Hann náði 656. sæti árið 2007 þegar hann var með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Sjá má heimslistann með því að SMELLA HÉR: Texti: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

