Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2017 | 10:00
GKB: Magnús Þór fékk ás (albatross) á par-4 holu!

Magnús Þór Haraldsson, félagi í GKB, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. braut, sem er par-4 braut á Kiðjabergsvelli í fyrradag, föstudaginn 8. september 2017. Þetta er jafnframt albatross og ekki á hverjum degi sem kylfingar ná slíku höggi. Brautin er 222 metrar, öll upp í móti. Golf 1 óskar Magnúsi innilega til hamingju með draumahögg allra kylfinga!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2017 | 06:00
EM 50+: Íslenska karlalandsliðið lauk keppni í 13. sæti

Í gær fóru fram lokaviðureignir á Evrópumeistaramóti landsliða 50 ára og eldri, en mótið fór fram dagana 5.-9. september 2017 á PGA Sweden National, í Bara rétt hjá Malmö, í Svíþjóð. Íslenska karlalandsliðið 50+ var skipað eftirfarandi kylfingum: Frans Páli Sigurðssyni, Gauta Grétarssyni, Guðmundi Arasyni, Guðna Vigni Sveinssyni, Jóni Gunnari Traustasyni og Tryggva Valtý Traustasyni. Alls kepptu 8 lið í A-riðli (þ.e. lið sem urðu í 1.-8. sæti í höggleikshluta mótsins), 8 lið í B-riðli (þ.e. þau lið sem urðu í 9.-16. sæti í höggleikshluta mótsins) og 4 lið í C-riðli (þau lið sem urðu í 17.-20. sæti í höggleikshluta mótsins). Íslenska karlalandsliðið spilaði í B-riðli eftir að hafa orðið í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2017 | 04:00
LPGA: Arnarvipp Ólafíu annað KIA högga lokadagsins á Indy mótinu! – Myndskeið

Sérfræðingar LPGA mótaraðarinnar velja ávallt bestu högg lokadagsins á LPGA, líkt og gert er í karlagolfinu t.d. á PGA Tour, þar sem valið er högg dagsins á hverjum hinna 4 mótsdaga, hvers móts á mótaröðinni. Nefnast bestu höggin sem valin eru „KIA Shots of the Day“ eða Kia högg dagsins.. Á lokadegi Indy Women in Tech Championship urðu högg Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur og sigurvegarans, Lexi Thompson fyrir valinu. Sérfræðingarnir völdu fuglapútt Lexi á 13. holu annað bestu högga lokahringsins. Hitt flottasta högg dagsins átti Ólafía Þórunn, en það var vippið hennar fyrir erni á lokaholunni, sem kom henni í samtals 4 undir par á lokahringnum og í 4. sæti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 19:30
LPGA: Fyrsti topp-10 árangur Ólafíu Þórunnar í höfn – Lauk mótinu með erni á 18.!!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var nú rétt í þessu að ljúka 3. og lokahring Indy Women in Tech Championship. Hún lék lokahringinn á stórglæsilegum 4 undir pari, 68 höggum; fékk 1 skolla (á par-4 8. holunni), 3 fugla (á par-3 3. holunni; á par-4 11. holunni (þess mætti geta að sú sem er efst í mótinu, Lexi Thompson fékk skolla á þessa holu!) og á par-5 14. holunni). Ólafía lauk síðan mótinu stórglæsilega með því að fá örn á par-5 18. holuna!!!! Samtals lék Ólafía Þórunn á 13 undir pari, 203 höggum (67 68 68) – allir hringir á undir 70 ….. og aðeins Lydia Ko, Lexi Thompson Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 18:00
Evróputúrinn: 3. degi frestað til morguns vegna myrkurs – Hápunktar 3. dags

Dagurinn á 3. keppnisdegi Omega European Master var erfiður. Miklar tafir urðu vegna þoku, en tekið var til við að spila aftur þegar þokunni létti en þá var orðið svo dimmt að 3. deginum var frestað vegna myrkurs til kl. 8:00 á morgun, sunnudagsmorgun, en þá verður tekið til við að ljúka 3. hring og klárað að spila 4. og lokahringinn. Ástralinn Scott Hend er enn í forystu, en hann var einn þeirra sem ekki tókst að ljúka hring sínum og verður að spila 5 holur 3. hrings á morgun, sem og lokahringinn sjálfan. Hann er á 2 yfir eftir 13 holur (hefir fengið 2 fugla og 4 skolla) og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Grímur Þórisson og Signý Arnórsdóttir – 9. september 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru Íslandsmeistari kvenna í höggleik 2015 Signý Arnórsdóttir og stórkylfingurinn Grímur Þórisson, GR og GÓ. Signý er fædd 9. september 1990 og því 27 ára safmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og stigameistari GSÍ 2011, 2012,2013 þ.e. þrjú ár í röð. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Signýju Arnórsdóttur með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Signýjar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Signý Arnórsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Grímur Þórisson er fæddur 9. september 1965 og á því 52 ára afmæli í dag!!! Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Grím Þórisson Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 15:00
Paul McGinley telur Rory ekki lengur hafa forskot umfram aðra

Paul McGinley telur að næstu mánuðir setji tóninn fyrir næstu 5 ár í ferli Rory McIlroy. Ryder Cup fyrirliði liðs Evrópu 2014 (McGinley) gaf viðtal í hádeginu í nýja Paul McGinley golfskólanum á Mount Juliet golfstaðnum á Írlandi, í gær og tjáði sig um lykilatriðin í því, sem er að hjá Rory, en hann hefir verið frá keppni á sl. keppnistímabili vegna meiðsla. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum og fjórfaldur risamótsmeistarinn, Rory, hefir nú runnið niður heimslistann og er nú í 6. sæti og þarfnast frábærs árangurs á BMW Championship, sem hefst í næstu viku, til þess að halda FedEx Cup titli sínum. Rory verður 30 ára á næsta ári og það Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 14:30
Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-7 og Haraldur T-15 í Danmörku

Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR, léku báðir lokahringinn á Willis Towers Watson Masters mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni, sem fram fór í dag. Mótið fór fram 7.-9. september 2017 og lauk í dag. Þriðji íslenski kylfingurinn Andri Þór Björnsson, GR komst ekki í gegnum niðurskurð. Mótsstaður er Kokkedal golfvöllurinn, í Hørsholm, 30 km norður af Kaupmannahöfn. Axel lauk keppni á besta skori íslensku kepenndanna en hann lék á samtals 6 undir pari, 210 höggum (70 71 69) og varð T-7, þ.e. deildi 7. sætinu í mótinu ásamt 2 öðrum keppendum. Haraldur Franklín varð T-15; lék á samtals 3 undir pari, 207 höggum (76 69 68); var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 12:00
Ólafía Þórunn fer út kl. 13:44 á lokahring Indy-mótsins – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur leik á lokahring Indy Women in Tech meistaramótsins, kl. 9:44 að staðartíma í Indianapolis í Indiana. Það er kl. 13:44 þ.e. kortér í tvö hér heima að íslenskum tíma. Sem stendur er Ólafía Þórunn í góðum málum; deilir 7. sætinu með 5 öðrum kylfingum, þeim Lizette Salas frá Bandaríkjunum; Minjee Lee frá Ástralíu; Brooke Henderson frá Kanada; Moriyu Jutanugarn frá Thailandi og Marrisu Steen frá Bandaríkjunum. Með í ráshóp Ólafíu á lokahringnum eru síðastgreindu tvær, þ.e. Moriya Jutanugarn og Marissa Steen. Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar og stöðunnar á Indy Women in Tech með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2017 | 10:00
5 tekjuhæstu kylfingar heims – Myndskeið

Hér má sjá myndskeið um 5 tekjuhæstu kylfinga heims SMELLIÐ HÉR: Aðeins verður ljóstrað upp að Ernie Els er í 5. sæti en hann hefir unnið sér inn verðlaunafé upp á $ 48 milljónir Í 4. sæti er Jim Furyk „Mr. 58, sem sigrað hefir í 17 PGA Tour mótum og hefir unnið sér inn $ 67,7 milljónir. Hverjir skyldu nú raða sér í 3 toppsætin yfir þá tekjuhæstu? Sjá verður meðfylgjandi myndskeið hér að ofan til þess að komast að því! :-
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

