Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 12:00
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur fer út kl. 12:20 á Írlandi á morgun!

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Irish Challenge, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Hann fer út kl. 13:20 að staðartíma á morgun, 14. september (þ.e. kl. 12:20 að íslenskum tíma) af 10. teig í Mount Wolseley Hotel Spa and Golf Resort, í Carlow á Írlandi. Mótið stendur 14.-17. september 2017. Með Birgi Leif í ráshóp eru litli bróðir nr. 11 á heimslistanum Brooks Koepka, en litli bróðirinn, sem verður í ráshóp með Birgi heitir Chase Koepka og eins spilar Birgir Leifur með Svíanum Niclas Johansson. Fylgjast má með gengi Birgis Leifs á Irish Challenge með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 09:00
Trump brýtur loforð m/byggingu nýs golfvallar

Fyrirtæki í eigu kínverska ríkisins hefir verið ráðið til að hjálpa til við byggingu nýs golfvallar Trump Bandaríkjaforseta í Dubaí, þrátt fyrir að Trump hafi lofað að veita ekki erlendum fyrirtækjum vinnusamninga meðan hann væri í embætti Forseta Bandaríkjanna. Fyrirtæki sem er í félagi við Trump, DAMAC, hefir veitt $32 milljóna samninginn til Miðausturlanda dótturfyrirtæki China State Construction Engineering Corporation, vegna aðstoðar þeirra við að byggja Trump World golfklúbbinn í Dubaí, sem opna á, á næsta ári, 2018. Bæði fyrirtækin gerðu heyrinkunnugt um samninginn þegar Trump tók við embætti, en varla var minnst á forsetann í fréttatilkynningu þeirra. Talsmaður Trump sagði að samningurinn sneri að innviðum hótels við golfvöllinn en ekki að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 07:00
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik í 15. sæti í S-Karólínu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og Elon, lék í 1. móti haustsins með háskólaliði sínu á The Ocean Course Invitational, sem fram fór dagana 4.-5. september s.l. Mótið fór fram í Kiawah Island, í Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 87 frá 17 háskólum. Gunnhildur lék á samtals 22 yfir pari, 238 höggum (80 78 80) og varð T-61. Í liðakeppninni varð Elon í 15. sæti. Sjá má lokastöðuna á The Ocean Course Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Gunnhildar er Boston College Intercollegiate, sem fram fer 23-25. september n.k.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 18:00
Irma fór illa með 17. á TPC Sawgrass

Par-3 eyjaflötin á 17. holu TPC Sawgrass er ein af frægustu golfflötum heims. Meðan Players mótið, sem oft er nefnt 5. risamót í karlagolfinu, fer þar fram á hverju vori, eru allstaðar upplýsingar með skor topp-kylfinga heims á þessari frægu holu. Sl. sunnudag fengu Ponte Vedra Beach í Flórída og Jacksonville að kenna á hvirfilvindinum Irmu. Eftir að hvirfilvindurinn fór þar um er eyjaflötin næstum óþekkjanleg, hálfsokkin í tjörnina sem umvefur hana. Samt er eyðilegging eyjaflatarinnar ekkert miðað við örlög margra á Jacksonville-svæðinu. Hér má sjá hvernig eyjaflötin fræga lítur út þegar Players fer fram til samanburðar við aðalmynd í fréttaglugga:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 16:30
DOY 2017: Sigurður Már T-5 e. fyrsta dag

Sigurður Már Þórhallsson, GR og Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD eru fulltrúar Íslands og meðal 54 keppenda á Duke of York Young Champions Trophy. Eftir 1. hring er Sigurður Már T-5 þ.e. deilir 5. sætinu ásamt Oscar Teiffel frá Svíþjóð. Sigurður Már lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum; þar hann fékk 1 örn; 2 fugla, 10 pör 4 skolla og 1 skramba. Amanda lék á 16 yfir pari, 88 höggum og er í 48. sæti. Sjá má stöðuna á DOY Tropy með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 16:15
Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar á fyrsta móti sínu í háskólagolfinu! Fylgist með HÉR!!!

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) hefir gengið í lið Louisiana Lafayette, þar sem á undan honum hafa m.a. spilað Örn Ævar Hjartarsson, GS; Haraldur Franklín Magnús, GR; Ragnar Már Garðarsson, GKG og Aron Snær Júlíusson, GKG. Hann er nú við keppni á fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu, en það er Sam Hall Intercollegiate, sem fram fer í Hattiesburg CC , í Hattiesburg, Mississippi. Mótið stendur dagana 11.-12. september 2017. Björn Óskar hefir spilað á 7 yfir pari, 152 höggum (74 78) og er T-38 af 75 keppendum frá 12 háskólum. Til þess að fylgjast með gengi Björns Óskars SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Indíana Auður Ólafsdóttir – 12. september 2017

Það er Indíana Auður Ólafsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Indíana Auður er fædd 12. september 1962 og á því 55 ára afmæli í dag!!!! Indíana er í Golfklúbbnum Hamar á Dalvík (GHD). Hún sigraði m.a. í árlegu Opnu kvennamóti GHD 2017, en sjá má frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Indu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Indíana Auður Ólafsdóttir (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dúfa Ólafsdóttir, 12. september 1945 (72 ára); Charles Henry „Chip” Beck, 12. september 1956 (61 árs); Salthúsið Grindavík 12. september Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 15:25
Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda lék í sínu fyrsta háskólamóti í Bandaríkjunum

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK er gengin til liðs við golflið háskólans síns í Bandaríkjunum, sem er með býsna langt nafn: Indiana University-Purdue University Indianapolis (alltaf skammst. IUPUI). Hafdís Alda spilaði í sínu fyrsta móti með IUPUI og stóð sig bara vel!!! Mótið, Redbird Invitational fór fram 10.-11. september og gestgjafi var Illinois háskóli. Hafdís Alda lék á samtals 22 yfir pari, 238 höggum (83 77 76) og varð T-37 af 75 keppendum frá 12 háskólum. IUPUI varð í 8. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Redbird Inv. með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 14:45
Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar: Aron á 69 og Þórður á 71 e. 1. dag!!!

Aron Snær Júlíusson, GKG, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina og lék 1. hring í Fleesensee í Þýskalandi í dag á 3 undir pari, 69 glæsihöggum. Á hringnum fékk hann hvorki fleiri né færri en 7 fugla en einnig 4 skolla. Sem stendur er Aron Snær T-7 en fjölmargir eiga eftir að ljúka keppni og má fylgjast með stöðunni og sætistölu Arons með því að SMELLA HÉR: Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur hins vegar þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Roxburgh Hotel & Golfcourse, í Kelso Skottlandi. Þórður Rafn lék 1. hring á 1 undir pari, 71 höggi og fékk 3 fugla og 2 skolla. Hann er sem stendur T-11, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2017 | 08:00
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín lauk leik T-4 á Rutgers Inv.!!!

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og Albany lék á sínu fyrsta haustmóti með liði sínu í bandaríska háskólagolfinu. Mótið fór fram á velli Rutgers háskólans í Piscataway, í New Jersey. Helga Kristín lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (78 69 78) og deildi 4. sætinu með Valentinu Mueller úr UD. Þátttakendur í mótinu voru 65 úr 11 háskólum. Sjá má lokastöðuna á Rutgers Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Helgu Kristínar og Albany háskólans er 17. september n.k. og fer mótið fram í Albany Country Club.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

