Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2017 | 16:30

PGA á Íslandi: Michael Hebron kennari golfkennaranna m/ráðstefnu 15.-17. sept

Dagana 15.-17. september er PGA, samtök atvinnukylfinga á Íslandi með haustþingið sitt. Að þessu sinni fer það fram í Hraunkotinu. Þar koma saman golfkennarar landsins til að afla sér í endurmenntunar. Mike Hebron PGA sem var útnefndur „Hall of fame teacher of the year 2013“ kemur til landsins. Hebron er oftast kallaður „kennari golfkennaranna“ Hann er mikils metinn sem fræðimaður á sviði golfþjálfunar og kennslu. Hann var upphafsmaður að koma á laggirnar þjálfunar og kennslu ráðstefnu, þar sem saman komu yfir 700 golfkennarar frá 14 löndum til að fjalla um hvað, hvernig og hvers vegna er best að læra og æfa golf. Hann var að gefa út nýja bók sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2017 | 16:06

Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Guðmunds – 14. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Hafdís Guðmunds. Hafdís er fædd 14. september 1967 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hafdís Guðmunds (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Anna Vilhjálms, 14. september 1945 (72 ára); Jón Björgvin Stefánsson, GR, 14. september 1951 (66 ára); Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, 14. september 1959 (58 ára); Arnar H. Ævarsson, 14. september 1964 (53 ára);  Hafdis Gudmunds, 14. september 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Gareth Maybin 14. september 1980 (37 ára); Will Claxton, 14. september 1981 (36 ára); Danielle McVeigh, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2017 | 14:30

LPGA: Evían risamótið stytt í 54 holu mót – 1. hringur strokaður út

Vegna mikilla rigningar, vinds og blauts ástands vallar hefir öllum leik, sem átti sér stað á 1. hring, í dag, fimmtudaginn 14. september, verið aflýst. Vegna hugsanlegs slæms veðurs næstu daga hefir The Evian Championship risamótið verið stytt í 54 holu mót. „Þó þetta sé ekki ákvörðun sem var auðveld, þá trúum við því að þetta sé rétta ákvörðunin – til þess að fram fari réttlátasti, samkeppnishæfasti viðburður fyrir alla kylfinga í þessu móti,“ sagði framkvæmdastjóri LPGA, Mike Whan. „Við erum ánægð og hvött áfram af því hversu vel vallarstarfsmenn eru að höndla veðrið, og völlurinn ætti að vera góður í önnur frábær Evían mótslok.“ Hringur nr. 1 hefst á morgun Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2017 | 10:00

LPGA: Ráshópur Ólafíu á Evían talinn upp meðal þeirra helstu á vefsíðu LPGA

Á vefsíðu LPGA er nokkur hefð fyrir því að skrifa greinar um helstu ráshópa á risamótum. Í ár er engin undantekning þar á. Amy Rogers golffréttakona á vefsíðu LPGA fer yfir helstu ráshópana. Fyrst telur Amy upp ráshóp Paulu Creamer, Ai Miyazato, Yani Tseng (e.tv. ekki mest spennandi ráshópurinn, en eflaust talinn upp fyrstur því Creamer, bleiki pardusinn, er meðal vinsælustu kvenkylfinga Bandaríkjanna og eins hin japanska Ai, sem eins og flestir golfunnendur vita er að fara að hætta í golfi. Ai og Yani eru auk þess báðar fyrrverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna). Næsti áhugaverði ráshópurinn að mati Amy eru þær Sung Hyun Park, So Yeon Ryu, Lexi Thompson. Þetta ER Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2017 | 08:00

LPGA: Keppni frestað um óákveðinn tíma á Evían risamótinu vegna veðurs

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefur leik á Evian meistaramótinu í dag en það er jafnframt fimmta og síðasta risamót ársins hjá atvinnukonum í golfi. Mótið fer fram á Evian Resort í Évian-les-Bains. Keppni var frestað í morgun vegna veðurs, en mikill vindur og úrkoma er á keppnissvæðinu. Ólafía er ráshóp með góðri vinkonu sinni, Angel Yin frá Bandaríkjunum fyrstu tvo keppnisdagana. Kim Kaufman frá Bandaríkjunum er einnig með þeim í ráshóp. Þær áttu að hefja leik kl. 11:09 að íslenskum tíma í dag en það verður einhver töf á því. Mótið er þriðja risamótið á þessu ári þar sem Ólafía Þórunn er á meðal keppenda. Hún lék á KPMG mótinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 20:00

DOY 2017: Sigurður Már T-30 og Amanda T-42 e. 2. dag

Sigurður Már Þórhallsson, GR og Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD eru fulltrúar Íslands og meðal 54 keppenda á Duke of York Young Champions Trophy. Eftir 2. keppnisdag er Sigurður Már samtals búinn að spila á samtals 163 höggum (74 89) og er T-30. Amanda Guðrún er samtals búin að spila á 168 höggum (88 80) og eins og sjá má bætti hún sig um heil 8 högg milli hringja. Hún er sem stendur T-42. Efstur eftir 2. dag er Englendingurinn Ben Jones, en hann er búinn að spila á 145 höggum (75 70). Sjá má stöðuna á DOY Tropy með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 18:00

Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar: Leik frestað í Fleesensee – Þórður T-67 e. 2. dag

Aron Snær Júlíusson, GKG, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, en flestir keppendur luku ekki leik í  dag, 2. keppnisdag vegna myrkurs. Verður tekið til við að klára 2. hring kl. 7:20 á morgun að staðartíma (5:20 að íslenskum tíma). Allt er enn óbreytt hjá Aroni Snæ – hann er enn T-5 og verður að halda sér þar til þess að lenda á meðal þeirra 20 efstu, sem fá að spila á 2. stigi úrtökumótsins Fylgjast má með Aron Snæ og  stöðunni með því að SMELLA HÉR: Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur hins vegar þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Roxburgh Hotel & Golfcourse, í Kelso Skottlandi. Þórður Rafn lék 2. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn Hallgrímsson – 13. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn Hallgrímsson. Þorsteinn er fæddur 13. september 1969 og er því 48 ára í dag. Þorsteinn er kvæntur Ingibjörgu Valsdóttur og þau eiga þau tvö börn: Kristínu Maríu og Val Þorsteinn.Sjá má viðtal Golf 1 við Þorstein með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Steina til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Þorsteinn Hallgrímsson (48 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yurio Akitomi, 13. september 1950 (67 ára); Ívar Örn Arnarson, GK f. 13. september 1963 (54 ára) ….. og ….. Bæjarblaðið Mosfellingur Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 15:45

Jason Day skiptir kylfusveini sínum Swatton út fyrir vin sinn Luke Reardon

Í þriðja skipti á minna en 3 mánuðum er stórkylfingur að segja skilið við kylfuberann sinn. Og í þetta skipti er það kylfings-kylfuberatvennd sem hefir átt sérlega náið samstarf yfir langan tíma: Jason Day og Colin Swatton. Fyrir BMW Championship, sem hefst í þessari viku, hefir Jason Day skipt út kylfubera sína til margra ára Colin Swatton fyrir góðan menntaskólavin sinn Luke Reardon. Sá sem fyrstur var með fréttina var golffréttaritari Golf Channel, George Savaricas. Hvað sem öðru líður virðast þeir Day og Swatton hafa skilið í góðu því Swatton verður eftir sem áður þjálfari Swatton. Hinn 12 ára Day hitti Swatton í fyrsta sinn í Kooralbyn International School í Ástralíu, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2017 | 14:00

LPGA: Hætt við að halda mót í Kína vegna skorts á tilskildum leyfum

LPGA Tour hefir hætt við að halda mótið The Alisports LPGA, sem fara átti fram 5.-8. október í Shanghaí, Kína í næsta mánuði. „Því miður vorum við að fá fréttir af því að ekki hafi fengist tilskilin leyfi frá svæðisbundnum stjórnvöldum til þess að mótið megi fara fram,“ sagði framkvæmdastjóri LPGA Mike Whan í gær, þriðjudaginn 13. september 2017. „Það versta við þessar fréttir er að við erum með styrktaraðila, mótsstjórn og sjónvarpstökumenn; alla tilbúna til þess að mótið fari fram.“ Það var IK Kim sem sigraði í mótinu á sl. ári en þá gekk það undir nafninu Reignwood LPGA Classic og var haldið í Peking. Þetta snertir ekki Ólafíu Þórunni Lesa meira