Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 22:00
Evróputúrinn: Stalter efstur í hálfleik á KLM Open – Hápunktar 2. dags

Það er Frakkinn Joel Stalter sem er efstur eftir 2. hringi á KLM Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Reyndar er hann efstur af þeim sem lokið hafa leik, enn eiga nokkrir eftir að klára hringi sína en leik var hætt kl. 19:55 vegna myrkurs. Stalter er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (65 67). Í 2. sæti er Thaílendingurinn Kiradech Amphibarnrat, höggi á eftir Stalter. Til þess að sjá stöðuna á KLM Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á KLM Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 16:05
LPGA: Ólafía Þórunn á parinu e. 1. dag á Evían

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir nú nýlokið 1. hring á Evían risamótinu. Hún lék 1. hring á sléttu pari 71 höggi; á hring þar sem hún fékk 4 fugla og 4 skolla. Sem stendur er Ólafía Þórunn T-38 af 120 keppendum og það myndi nægja henni að öllu óbreyttu í gegnum niðurskurð. Eftir hringinn á morgun verður skorið niður og 70 efstu og þær sem jafnar eru í 70. sæti fá að spila lokahringinn. Til marks um hversu glæsilegt það væri, ef þetta yrði niðurstaðan, þá væri það í fyrsta sinn sem íslenskur kvenkylfingur færi í gegnum niðurskurð á risamóti í golfi!!! Sem stendur er nr. 3 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Fulton Peter Allem – 15. september 2017

Það er Fulton Peter Allem sem er afmæliskylfingur dagsins. Allem er fæddur 15. september 1957 í Kroonstad, Orange Free State, í S-Afríku og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Allem hefir sigrað 11 sinnum á ferli sínum á Sólskinstúrnum s-afríska og eins þrívegis á bandarísku PGA mótaröðinni. Besti árangur Allem á risamóti er T-31 árangur á PGA Championship 1993 Peter er kvæntur Jennifer Allem og á 4 börn: Nadíu Allem, Sybil Allem, Sophiu Allem og Nicholas Allem. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Karsten Solheim 15. september 1911 (hefði orðið 106 ára í dag); Fulton Peter Allem 15. september 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sonja Ingibjörg Einarsdóttir, 15. september Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 14:30
Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar: Þórður Rafn úr leik

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, sem tók þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Roxburgh Hotel & Golfcourse, í Kelso Skottlandi, komst því miður ekki á 2. stig úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar. Hann lék hringina 4 á samtals 5 yfir pari, 293 höggum (71 78 71 73) og varð jafn 4 öðrum kylfingum í 56. sæti þ.e. T-56. Þeir 20 sem komust yfir á 2. stig úrtökumóts þurftu að spila á 5 undir pari eða betur. Sá sem sigraði í Roxburghe úrtökumótinu var Daninn Rasmus Hjelm, en hann lék á samtals 18 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Roxburghe úrtökumótinu í Skotlandi með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 14:15
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir stórbætti sig á 2. hring!!! Á 71 í dag!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, afrekskylfingur úr GKG, lék 2. hring á Irish Challenge í dag. Samtals hefir hann því spilað á 5 yfir pari, 149 höggum (78 71). Því miður virðist sem það muni ekki duga honum eins og staðan er núna, en niðurskurðarlínan er við 3 yfir pari. Þetta var því 2 höggum og mikið hjá Birgi Leif í gær og allar horfur á því að hann komist ekki gegnum niðurskurð. Fylgjast má með hvernig mál þróast á Irish Challenge með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 14:05
Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar: Aron Snær kominn á 2. stigið!!! Glæsilegt!!!

Aron Snær Júlíusson, afrekskylfingur úr GKG, er kominn á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Stórglæsilegur árangur hjá Aron!!! Aron var að ljúka 4. hring á 1. stigi úrtökumótsins í Fleesensee í Þýskalandi og lék 4. og lokahring sinn á 2 undir pari, 70 höggum; fékk 6 fugla og 4 skolla!!! Frábææææært!!! Meiriháttar kylfingur sem Aron Snær er!!! Samtals lék Aron Snær á 6 undir pari, 282 höggum (69 70 73 70). Til þess að sjá lokastöðuna á 1. stiginu á Fleesensee úrtökumótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 13:35
LPGA: Ólafía á -1 e. fyrri 9 á 1. hring Evían – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir hafið 1. hring á Evían risamótinu, sem að venju fer fram í Evian les Bains, í Frakklandi. Þetta er 5. og síðasta risamótið á árinu í kvennagolfinu. Ólafía hóf leik á 10. teig og með henni í ráshóp eru, sem fyrr segir, vinkona hennar Angel Yin og Kim Kaufman, báðar frá Bandaríkjunum. Eftir fyrstu 9 er Ólafía Þórunn á 1 undir pari; hefir fengið 3 fugla og 2 skolla – Frábær frammistaða þetta!!!! Sem stendur er Ólafía T-23 en er að rokka milli þess að vera í 22.-24. sæti í mótinu; en á tímabili eftir að hún hafði fengið 3 fugla í röð á (13.-15. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2017 | 18:00
Úrtökumót Evrópumótaraðarinnar: 3. hring frestað hjá Aroni og Þórður T-61

Aron Snær Júlíusson, GKG, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Fleesensee í Þýskalandi. Hann náði ekki að klára hring sinn í gær vegna veðurs, en það gerði hann í dag og spilaði á glæsilegum 70 höggum og er því samtals búinn að spila á 5 undir pari, 139 höggum (69 70) og er einn í 4. sæti. Aron byrjaði á 3. hring en honum var frestað til morgundags vegna myrkurs. Sjá má stöðuna hjá Aron Snæ og í Fleesensee með því að SMELLA HÉR: Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur hins vegar þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Roxburgh Hotel & Golfcourse, í Kelso Skottlandi. Þórður Rafn er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2017 | 17:30
Áskorendamótaröð Evrópu: Erfið byrjun hjá Birgi Leif á Írlandi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Irish Challenge, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Hann fór út kl. 13:20 að staðartíma í morgun, 14. september (þ.e. kl. 12:20 að íslenskum tíma) af 10. teig í Mount Wolseley Hotel Spa and Golf Resort, í Carlow á Írlandi. Með Birgi Leif í ráshóp voru litli bróðir nr. 11 á heimslistanum Brooks Koepka, þ.e. Chase Koepka og Svíinn Niclas Johansson. Birgir Leifur lék á samtals 6 yfir pari, 78 höggum og átti því afar erfiða byrjun, er T-106. Birgir fékk aðeins 1 fugl og 7 skolla. Hann verður að eiga gríðarlega góðan hring á morgun til þess að komast í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2017 | 16:45
DOY 2017: Sigurður Már og Amanda hafa lokið keppni

Sigurður Már Þórhallsson úr GR og Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr GHD hafa lokið keppni á Duke of York mótinu sem fram fór á Royal Liverpool vellinum á Englandi. Sigurður Már endaði í 34. sæti og Amanda Guðrún í 45. sæti. Sjá má lokastöðuna á Duke of York 2017 með því að SMELLA HÉR: Mótið er fyrir kylfinga á aldrinum 17-18 ára og bestu áhugakylfingar heims af báðum kynjum mæta þarna til leiks. Íslendingar hafa átt góðu gengi að fagna á þessu móti. Þrívegis hefur íslenskur kylfingur sigrað á þessu móti, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Ragnar Már Garðarsson og Gísli Sveinbergsson sigruðu 2010, 2012 og 2014. Mótið er 54 holur og keppt Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

