Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2017 | 14:00
Evróputúrinn: Romain Wattel sigraði á KLM Open

Það var franski kylfingurinn Romain Wattel sem sigraði í fyrsta sinn á Evrópumótaröðinni í dag þegar hann sigraði á KLM Open. Wattel lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (69 67 64 69). Í 2. sæti varð kanadíski kylfingurinn Austin Connelly, 1 höggi á eftir. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á KLM Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á KLM Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2017 | 11:05
LPGA: Ólafía byrjar 3. hring vel! Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefir nú hafið 3. hring sinn á Evían risamótinu. Hún er búin að spila á 1 undir pari, eftir 4. holur – og auðvitað vonandi að næstu 14. holur spilist eins vel eða betur; bara einn fugl á þriðju hverri holu …. og þá færist hún jafnt og þétt upp skortöfluna. Ólafía Þórunn er þegar þetta er ritað (kl. 11:00) T-46, þ.e. jöfn 6 öðrum í 46. sæti; en meðal þessara 6 eru stórkylfingar á borð við Cristie Kerr, Gerinu Piller og enska kylfinginn Charley Hull. Í sæti fyrir neðan Ólafíu Þórunni, er nú sem stendur nr. 2 á heimslistanum Lexi Thompson og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2017 | 23:59
PGA: Leishman m/afgerandi forystu á BMW Championship – Hápunktar 3. dags

Það er Ástralinn Marc Leishman, sem er með afgerandi forystu á BMW Championship fyrir lokahringinn. Leishman er búinn að spila á samtals 19 undir pari, 194 höggum (62 64 68). Öðru sætinu, heilum 5 höggum á eftir Leishman, deila þeir Rickie Fowler og Jason Day. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag BMW Champiolnship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2017 | 22:00
Evróputúrinn: Amphibarnrat leiðir f. lokahring KLM Open

Það er thaílenski kylfingurinn Kiradech Amphibarnrat sem leiðir fyrir lokahring KLM Open. Amphibarnrat er búinn að spila á samtals á 14 undir pari, 199 högg (68 65 66). Í 2. sæti aðeins 1 höggi (á samtals 13 undir pari) á eftir er franski kylfingurinn Romain Wattel og í 3. sæti forystumaður hálfleiks, annar Fransmaður Joel Stalter, sem nú er 2 höggum á eftir forystumanninum, (samtals 12 undir pari). Til þess að sjá hápunkta 3. dags KLM Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á KLM Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2017 | 21:00
LPGA: Sögulegt!!! – Ólafía fyrsti íslenski kvenkylfingurinn sem nær niðurskurði í risamóti!!!

Ólafía Þórunn „okkar “ Kristinsdóttir varð í dag fyrsti íslenski kvenkylfingurinn til þess að komast í gegnum niðurskurð í risamóti. Reyndar er hún fyrsti íslenski kylfingurinn, hvort heldur er karl- eða kven- til þess að komast gegnum niðurskurð í risamóti! Ljóst var að efstu 70 og þær sem jafnar væru í 70. sæti, af 120 þátttakendum, myndu ná niðurskurði og Ólafía er ein þeirra. Hún varð jöfn 8 öðrum kvenkylfingum í 64. sæti og því alls 72, sem fá að spila lokahringinn á morgun. Meðal þeirra sem deildu 64. sætinu með Ólafíu Þórunni eru suður-afríski kylfingurinn Lee Anne Pace og nr. 10 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Brooke Henderson frá Kanada. Margir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2017 | 17:00
Eimskipsmótaröðin 2018 (2): Guðrún Brá, Axel og Tumi Hrafn efst – Mótið stytt í 36 holu mót

Axel Bóasson (GK) og Tumi Hrafn Kúld (GA) eru efstir í karlaflokki þegar keppni er hálfnuð á Honda Classic mótinu á Eimskipsmótaröðinni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst í kvennaflokki. Önnur umferðin sem var fyrirhuguð í dag á fyrri keppnisdegi mótsins var fellld niður en gríðarlega erfiðar aðstæður voru á Urriðavelli fyrri part dags hjá Golfklúbbnum Oddi. Það verða því leiknar 36 holur á þessu móti, 18 í dag og 18 á sunnudaginn, 17. september 2017. Staðan í karlaflokki: 1.- 2. Axel Bóasson, GK 74 högg (+3) 1.- 2. Tumi Hrafn Kúld, GA 74 högg (+3) 3.-7. Ólafur Björn Loftsson, GKG 79 högg (+8) 3.-7. Andri Þór Björnsson, GR 79 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Bryson DeChambeau – 16. september 2017

Það er Bryson DeChambeau, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bryson er fæddur 16. september 1993 og er því 24 ára. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: George Duncan, 16. september 1883-15. janúar 1964; Jerry Haas, 16. september 1963 (54 ára); Iceland Hiking (54 ára)…. og ….. Reykjavik Fasteignasala (25 ára). Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2017 | 13:45
LPGA: Ólafía á 74 2. dag á Evían – Spenna hvort hún nær niðurskurði!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, lék 2. hringinn á Evían risamótinu á 3 yfir pari, 74 höggum. Hún átti afar erfiða byrjun; fékk skolla þegar á 2. holu og síðan þrefaldan skolla á 3. holu, sem henni tókst að taka aftur með fuglum á 7. og 9. holu. En þegar á 10. fekk Ólafía aftur skolla, en tókst síðan að finna jafnvægi í leik sínum og spilaði afganginn af hringnum á parinu. En 3 yfir pari á 2. degi staðreynd og nú er hún T-63 þ.e. jöfn 9 öðrum í 63. sæti, en 70 efstu og þær sem jafnar eru í 70. sæti komast í gegnum niðurskurð og fá að spila Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2017 | 08:00
PGA: Leishman leiðir í hálfleik á BMW Championship – Hápunktar 2. dags

Það er ástralski kylfingurinn Marc Leishman, sem er í forystu í hálfleik á BMW Championship. Leishman er búinn að spila á samtals 16 undir pari, 126 höggum (62 64). Leishman á heil 3 högg á þá Jason Day og Rickie Fowler, sem deila 2. sætinu á samtals 13 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á BMW Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2017 | 22:58
PGA: Sjáið flottan ás Day!!! Myndskeið

Jason Day var með frábæran ás á 2. degi BMW Championship. Ásinn kom á par-3 17. braut Conway Farms. Draumahöggið flotta var jafnframt örn. Þetta er í 2. sinn sem Day fær ás í móti á PGA Tour. Sjá má ás Day með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

