Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2017 | 19:00

LPGA: Anna Nordqvist vann 2. risatitil sinn og komin í 4. sæti Rolex-heimslistans!!!

Sænski kylfingurinn Anna Nordqvist sigraði í gær bandaríska kylfinginn Brittany Altomare á 1. holuí  bráðabana með skolla á par-4 18. braut Evían les Bains golfvallarins, meðan Altomare fékk tvöfaldan skolla. Nordqvist og Altomare voru jafnar að loknum 3 hringjum Evían risamótsins; báðar á 9 undir pari, 204 höggum; Nordqvist (66 – 72 – 66) og Altomare (70 – 68 – 66). Því varð að skera úr um sigurinn í bráðabana, þar sem Anna hafði betur. Fyrir sigur sinn á Evían risamótinu fær Anna sigurtékka upp á $547,500.00 (u.þ.b. 58 milljónir íslenskra króna). Anna Nordqvist er fædd 10. júní 1987 í Eskilstuna, Svíþjóð og því 30 ára. Þetta er 2. risatitillinn á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín best þegar Albany sigraði Siena í einvígi!!!

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany, sigruðu í gær, 17. september 2017  lið Siena háskóla í einvígi háskólana. Helga Kristín og liðsfélagi hennar, Annie Songeun Lee,  voru þær sem leiddu lið Albany til sigurs, en þær voru á lægsta skori keppenda 75 höggum hvor. Glæsilegt hjá Helgu Kristínu!!! Þetta er 4. árið í röð sem Albany sigrar lið Siena. Sjá má umfjöllun um einvígið á vefsíðu Albany háskóla með því að SMELLA HÉR:  Sjá má myndskeið frá einvíginu með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Helgu Kristínar er Darthmouth Invitational í New Hampshire, sem fer fram dagana 23.-24. september n.k.


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2017 | 17:00

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva lauk keppni í 56. sæti á Navy Fall Inv.

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG tók þátt í fyrsta móti haustannar í bandaríska háskólagolfinu, sem einstaklingur. Hún lék á samtals 38 yfir pari, 254 höggum (90 82 82) og varð í 56. sæti af 72 keppendum. Skólalið Særósar Evu, Boston University hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Navy Fall Inv. með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Særósar Evu og Boston University, Dartmouth Inv.  fer fram dagana 23.-24. september í New Hampshire.


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásgerður Gísladóttir – 18. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ásgerður Gísladóttir. Ásgerður er fædd 18. september 1963 og á því 54 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Hveragerðis og er m.a. klúbbmeistari GHG 2013. Ásgerður hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum t.a.m. Lancôme mótinu á Hellu og Vormótum í Sandgerði og verið sigursæl þar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Ásgerður Gísladóttir (54 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ari Friðbjörn Guðmundsson, 18. september 1927 forystumaður í samtökum kylfinga um árabil; Steinunn Björk Eggertsdóttir, 18. september 1960 (57 ára); Svanur Sigurðsson, 18. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2017 | 08:00

LPGA: Ólafía fékk ísl. kr 1,3 milljónir fyrir T-48 árangur á Evían!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR, hlaut $12,142.00 fyrir T-48 árangur á Evían risamótinu. Þetta mun gróflega reiknað vera u.þ.b. 1,3 milljónir íslenskra króna. Við þennan árangur fellur Ólafía aðeins niður á peningalistanum, en hún var í 67. sæti peningalista LPGA í síðustu viku, en fer nú í 69. sæti peningalistans. Samtals er Ólafía Þórunn búin að vinna sér inn $187,141 (eða 19,8 milljónir íslenskra króna) í verðlaunafé það sem af er keppnistímabili LPGA). Það sem er þó allra best er að Ólafía Þórunn deilir 78. sætinu á stigalista LPGA (þ.e. er T-78), í þessari viku, ásamt sænska kylfingnum Pernillu Lindberg, en þetta tryggir Ólafíu Þórunni áframhaldandi fullan keppnisrétt á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Bogason hefur keppni í dag á Griffin Inv.

Stefán Bogason, afrekskylfingur úr GR, hefur keppni í dag á Griffin Invitational. Stefán er í Flórída Tech háskólanum, en að þessu sinni mun hann keppa sem einstaklingur á þessu móti. Mótið fer fram á Streamsong Resort í Bowling Green, Flórída og stendur dagana 18.-19. september. Völlurinn sem spilaður er er Streamsong Blue course, en hann er par-72 og 7176 yarda (þ.e. 6562 metra). Fylgjast má með gengi Stefáns með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2017 | 22:00

PGA: Leishman sigraði á BMW Championship

Það kemur víst fáum á óvart að það var ástralski kylfingurinn Marc Leishman, sem stóð uppi sem sigurvegari á bMW Championship. Leishman lék á samtals 23 undir pari, 261 högg (62 64 68 67). Í 2. sæti urðu Justin Rose og Rickie Fowler, 5 höggum á eftir Leishman, þ.e. á samtals 18 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2017 | 20:00

Eimskipsmótaröðin 2018 (2): Axel og Guðrún Brá sigruðu á Honda mótinu

Það var Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem stóð uppi sem sigurvegari á Honda mótinu, 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar á keppnistímabilinu 2017-2018 í kvennaflokki. Frændi hennar Axel Bóasson, GK, sigraði í karlaflokki. Mótið sem var stytt í 2 hringja mót fór fram á Urriðaveli. Axel var þremur höggum betri en Andri Þór Björnsson úr GR. Íslandsmeistarinn (Axel) frá því í sumar léká 5 höggum yfir pari samtals við erfiðar aðstæður á tveimur keppnishringjum á Urriðavelli. Andri Þór gerði harða atlögu að efsta sætinu á lokahringnum en Axel stóðst álagið og landaði nokkuð öruggum sigri. Lokastaða efstu kylfinga í karlaflokki: 1. Axel Bóasson, GK (74-73) 147 högg +5 2. Andri Þór Björnsson, GR Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2017 | 18:00

LPGA: Ólafía Þórunn lauk keppni T-48 á Evían risamótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk keppni á Evían risamótinu í Evían les Bains í Frakklandi T-48. Þ.e. hún deildi 48. sætinu með 9 öðrum kylfingum m.a. Lexi Thompson og Azahara Muñoz. Ólafía Þórunn lék lokahring Evían risamótsins á sléttu pari, 71 höggi. fékk 5 fugla, 3 skolla og 1 tvöfaldan skolla. Samtals lék Ólafía Þórunn á 3 yfir pari, 216 höggum (71 74 71). Fyrir þennan árangur mjakast Ólafía aðeins upp stigatöflu LPGA; er nú T-78 en var áður í 79. sætinu. Það var sænski kylfingurinn Anna Nordqvist sem stóð uppi sem sigurvegari á Evían risamótinu, eftir bráðabana við bandaríska kylfinginn Brittany Altomare. Aðeins þurfti að spila eina holu í bráðabana Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Karl Karlsson – 17. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Kristófer Karl er fæddur 17. september 2001 og er því 16 ára í dag. Kristófer Karl var valinn efnilegastur GKJ-ingurinn um þetta leyti fyrir 5 árum, 2012 (þá 11 ára) og hann hefir svo sannarlega staðið undir því. Það ár (2012) spilaði Kristófer Karl á Áskorendamótaröði Arion banka og þar sigraði hann í 1. og 4. mótinu í strákaflokki. Kristófer Karl sigraði eftirminnilega á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014, sem fram fór á Korpunni. Hann átti m.a. stórglæsilegan hring upp á 4 undir pari, 68 högg!!! Þetta var fyrsti sigur Kristófer Karls á Íslandsbankamótaröðinni, en hann var nú samt búinn að Lesa meira