Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 12:00

Darren Clarke segir Tiger ekki hafa borgað reikninga þegar þeir fóru út að borða

Darren Clarke kom fram á Dubai Eye Sports Tonight Podcast og lofaði félaga sinn Tiger Woods í hástert. Þ.e. fyrir frammistöðu á golfvellinum hér áður fyrr. Þegar kom að því að greiða reikninga á veitingastöðum fyrir mat og drykk, þá er Tiger ekki eins í hávegum hafður. Hér er það sem Clarke sagði: „Hann er með ansi pakkfullan bankareikning,“ sagði Clarke brosandi. „(En) hann borgaði ekki fyrir matinn þegar við fórum út að borða verð ég að segja …. það var ekki einu sinni hægt að þvinga hann til að borga fyrir mat.“ „Var hann eins nískur að gefa fjölmiðlum viðtöl eins og hann var við félaga sína?“ var Clarke spurður. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 09:55

Ólafía Þórunn í 182. sæti Rolex-heimslistans – Ólympíusæti í augsýn

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir heldur áfram að færa sig ofar á heimslistanum í golfi, sem er uppfærður vikulega. Sjá má Rolex-heimslista kvenkylfinga með því að SMELLA HÉR:  GR-ingurinn er í sæti nr. 182. á listanum núna og fer úr sæti nr. 197 á listanum eða upp um 15 sæti. Á einu ári hefur Ólafía farið úr sæti nr. 704 á heimslistanum og upp í sæti nr. 182 eða 522 sæti. Ólafía heldur því áfram að bæta besta árangur sem íslenskur kylfingur hefur náð á heimslistanum í golfi. Staðan á heimslistanum er gríðarlega mikilvæg fyrir stöðu keppenda fyrir Ólympíuleikana 2020 í Tokýó í Japan. Alls komast 60 kylfingar inn á Ólympíuleikana Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 09:45

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún lauk keppni T-53 í Indiana

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK lauk keppni í gær á Ball State Cardinal Classic mótinu, sem fram fór dagana 18.-19.september í Yorktown, Indiana. Keppendur voru 100 frá 19 háskólum. Sigurlaug Rún lék á samtals 16 yfir pari 232 höggum (78 80 74) og lauk keppni T-53 í einstaklingskeppninni á 2. besta skori liðs síns. Drake varð T-14 í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Ball State Cardinal Classic með því að SMELLA HÉR: Næsta mót hjá Sigurlaugu Rún er 9. október n.k. í Iowa.


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Bogason lauk keppni í Flórída

Stefán Bogason, afrekskylfingur úr GR, hefur nú lokið keppni á Griffin Invitational. Stefán er í Flórída Institute of Technology háskólanum (skammst. Florida Tech) og keppti sem einstaklingur á Griffin Invitationl. Mótið fór fram á Streamsong Resort í Bowling Green, Flórída, stóð dagana 18.-19. september og lauk því í gær. Völlurinn sem spilaður var var Streamsong Blue course, en hann er par-72 og 7176 yarda (þ.e. 6562 metra). Florida Tech lenti í 7. sæti í liðakeppninni en Stefán, sem spilaði 2 hringi varð í 2. sæti af þeim sem ekki tóku þátt í liðakeppninni, átti 2 flotta hringi upp á 71 og 73! Sjá má lokastöðuna á Griffin Invitation með því að  SMELLA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 08:00

Charles Owens deyr 85 ára – Nýr pútter bjargaði ferlinum

Ef Charles Owens átti að hefja síðbúinn golfferil, þurfti hann að laga púttin. Hann var 51 árs og spilaði á Senior PGA Tour (Öldungamótaröð PGA). Hann var með slæma fætur og sársaukafulla verki í baki. Og hann var með yips – sem eru   ósjálfráðar handar- og handleggshreyfingar, sem ollu því að púttin hjá honum fóru út um allt og ekki alltaf þangað sem hann vildi. „Ég var með svo slæmt yips,“ sagði hann í viðtali við Golf Digest, „að ég fraus við tveggja feta (66 cm) pútt.“ Þreyttur á öllum þeim mörgu pútterum, sem höfðu brugðist honum, gerði Owens teikningu um einn virkilega langan og lét vin sinn, menntaðan Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2017 | 17:00

Piltalandsliðið hefur leik á EM í Póllandi á morgun!

Íslenska piltalandsliðið í golfi hefur leik á miðvikudaginn á Evrópumótinu sem fram fer í Kraków í Póllandi. Liðið keppir í 2. deild og er þannig skipað: Arnór Snær Guðmundsson (GHD) Ingvar Andri Magnússon (GR) Kristján Benedikt Sveinsson (GA) Viktor Ingi Einarsson (GR) Ragnar Már Ríkharðsson (GM) Dagbjartur Sigurbrandsson (GR) Daníel Ísak Steinarsson (GK) er fyrirliði og liðsstjóri er Jussi Pitkanen afreksstjóri GSÍ. Alls eru 9 þjóðir sem taka þátt í 2. deild og í það minnsta 2 efstu þjóðirnar fara upp í efstu deild en þriðja sætið gæti dugað en það fer eftir því hvaða þjóð verður gestgjafi í efstu deild á næsta ári í þessum aldursflokki. Hægt er að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lincicome – 19. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Brittany Grace Lincicome. Hún er fædd 19. september 1985 í St. Petersburg, Flórída og því 32 ára í dag. Brittany býr í bænum Seminole í Flórída, en bæjarheitið er hið sama og nafnið á eina indíánaættflokk, sem býr í Flórída, en þeir búa á Seminole-verndarsvæðinu og reka þar m.a. spilavíti. Lincicome er meðal högglengstu kylfingur LPGA, slær um 278,6 yarda (255 metra). Hún varð atvinnumaður 2004 eftir að hafa “útskrifast” í 20. sæti úr Q-school LPGA. Fyrsti sigur hennar var á HSBC-heimsmeistaramóti kvenna, þar sem hún sigraði Michelle Wie í fjórðungsúrslitum, Lorenu Ochoa í undanúrslitum og Julie Inkster í lokaeinvíginu um meistaratitilinn. Næst sigraði hún Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2017 | 08:00

Hver er kylfingurinn Marc Leishman (2017)?

Ástralski kylfingurinn Marc Leishman sigraði í BMW Championship nú um helgina. En hver er kylfingurinn? Marc Leishman fæddist í Warrnambool í Victoriu, Ástralíu þann 24. október 1983 og verður því 34 ára í næsta mánuði. Sem stendur spilar Leishman á PGA Tour en hann hlaut nýliðaverðlaunin á mótaröðinni árið 2009. Hann var fyrsti Ástralinn til þess að vinna þau verðlaun. Leishman átti afar farsælan áhugamannsferil í Ástralíu, þar sem hann vann mörg unglingamót. Hann varð klúbbmeistari í Warrnambool Golf Club Championship 13 ára, en hann spilaði þá í sama flokki og pabbi hans. Árið 2001 vann hann the Victorian Junior Masters, the South Australian Junior Masters og var piltameistari Victoriu. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2017 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún v/keppni í Indiana

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, er nú við keppni á Ball State Cardinal Classic mótinu, sem fram fer dagana 18.-19. september, í Yorktown, Indiana, með liði sínu í bandaríska háskólagolfinu Drake Keppendur eru 100 frá 19 háskólum. Sigurlaug Rún er búin að spila 1. hring upp á 78 högg. Drake er í 16. sæti í liðakeppninni Fylgjast má með stöðunni á Ball State Cardinal Classic með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2017 | 20:00

Hver er kylfingurinn: Romain Wattel?

Romain Wattel vann í gær, 17. september 2017,  sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröð karla, þegar hann sigraði á KLM Open. Wattel er fæddur 10. janúar 1991 og því 26 ára. Hann er 1,75 m á hæð og 73 kg. Hann hefir spilað golf frá unga aldri, en vakti e.t.v. fyrst athygli á sér þegar hann sigraði á hinum geysisterka unglingamóti í Flórída, Orange Bowl International Championship, sem að venju fer fram á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í desember mánuði ár hvert.  Sú sem sigraði í stúlknaflokki á sama tíma og Romain, er núverandi nr. 3 á Rolex-heimslista kvenna, Lexi Thompson. Margir íslenskir afrekskylfingar hafa keppt á Orange Bowl Lesa meira