Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 17:00

Nordic Golf League: Allir íslensku keppend- urnir komust g. niðurskurð á 12 mótinu!

Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR, taka þátt í The 12 Twelve Championship – by Thisted Forsikring, en mótið er mót á Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið stendur dagana 21.-22. september 2017 og lýkur því á morgun. Það er óhefðbundið, kannski eins og nafn mótsins bendir til en fyrsta daginn eru leiknar tvisvar sinnum 12 holur; eða sem sagt tveir 12 holu hringir og strax 1. daginn er skorið niður og aðeins 30 efstu halda áfram. Skemmst er frá því að segja að allir íslensku keppendurnir komust í gegnum niðurskurð. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, stóð sig best íslensku keppendanna en hann lék á samtals 4 undir pari, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Albína Unndórsdóttir – 21. september 2017

Það er Albína Unndórsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Albína er fædd 21. september 1947. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Albína Unndórsdóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Albína Unndórsdóttir, 21. september 1947 (70 ára); Sólveig Leifsdóttir, 21. september 1951 (66 ára); Siglfirðingur Siglufirði, 21. september 1958 (59 ára); Hulda Björg Birgisdóttir, 21. september 1960 (57 ára); Lia Biehl, (spilaði á LPGA) 21. september 1969 (48 ára); Svana Jónsdóttir 21. september 1976 (41 árs); Hannes Jóhannsson, GSG, 21. september 1979 (38 ára) ….. og ….. Erna Nielsen Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 08:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á +1 e. 6 holur 1. hrings í Kazakhstan

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður á meðal keppenda á einu stærsta móti ársins á Áskorendamótaröðinni sem hefst í dag, fimmtudaginn 21. september í Kazakhstan. Þetta er í 13. sinn sem keppt er í Kazakhstan á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Fylgjast má með Birgi Leif á skortöflu með því að SMELLA HÉR:  Þegar þessi frétt er birt (kl. 8:00 að íslenskum tíma) er Birgir Leifur búinn að spila 6 holur og því miður búinn að fá 1 skolla – er sem sagt á 1 yfir pari. Verðlaunaféð er með því hæsta sem gerist á mótaröðinni og nánast allir sterkustu leikmenn mótaraðarinnar keppa á þessu móti, sem fram fer á  Nurtau Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 05:30

LET: Valdís Þóra hefur keppni í dag! – Fylgist með HÉR

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur keppni í dag á Andalucia Costa del Sol Open de España Feminino, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET). Mótið fer fram í Real Club de Golf Guadalmina á Spáni, dagana 21.-24. september 2017. Valdís Þóra fer út kl. 13:54 að staðartíma á Spáni (sem er kl. 11:54 að íslenskum tíma). Mótið verður það fimmta hjá Valdísi á sterkustu mótaröð Evrópu á þessu tímabili. Hún er í 91. sæti peningalistans. Valdís hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur af alls fjórum mótum ársins og besti árangur hennar er 22. sæti. Til þess að halda keppnisréttinum á LET Evrópumótaröðinni þurfa keppendur að vera Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 23:45

PGA: Rose fær skilti í höfuðið – Myndskeið

Á Golf Digest er skemmtilegt myndskeið af því þegar enski kylfingurinn Justin Rose fær óvart „Quiet Please“ skilti í höfuðið eftir að hafa slegið teighögg á BMW Championship. Rose lauk keppni T-2 á BMW mótinu. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 19:30

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda lauk keppni T-13

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, IUPUI, tóku þátt í Loyola Fall Invitational sem fram fór 18.-19. september 2017. Mótið fór fram í Flossmoor Country Club í Illinois og voru keppendur 68 frá 11 háskólum Hafdís Alda lék á samtals 22 yfir pari, 238 höggum (80 84 74) og lauk keppni T-13, þ.e. jöfn Kelly Sterling frá  Illinois-Chicago í 13. sæti. IUPUI lauk keppni í 4. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Loyola Fall Invitational með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Hafdísar Öldu og IUPUI er 2. október 2017 í Indiana.


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 18:00

LEK: 8 manna hópur frá Íslandi keppir á vinamóti í Noregi

Átta manna hópur eldri kylfinga frá Íslandi er staddur í Noregi þessa dagana þar sem þeir keppa við heimamenn í vináttuleikjum. Um er að ræða landsliðskylfinga sem skipuðu lið LEK fyrir um þremur árum. Góður vinskapur myndaðist hjá íslenska og norska liðinu í þeirri keppni og hafa þeir haldið tengslum með heimsóknum frá þeim tíma. Norska liðið kom m.a. til Íslands í fyrra og léku á þremur völlum gegn íslenska liðinu. Vinamótið fer nú fram í Noregi og hafði norska liðið betur í fyrstu tveimur leikjunum. Íslenski hópurinn er þannig skipaður: Sæmundur Pálsson, Henrý Þór Gränz, Óskar Pálsson, Jón Haukur Guðlaugsson, Þorsteinn Geirharðsson, Snorri Hjaltason, Magnús Þórarinsson og Skarphéðinn Skarphéðinsson. Texti: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adam Örn Jóhannsson – 20. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Adam Örn Jóhannsson. Adam Örn er fæddur 20. september 1980 og er því 37 ára í dag. Adam Örn Jóhannsson · 37 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marty Schiene, 20. september 1958 (59 ára); Becky Larson, 20. september 1961 (56 ára); Jenny Murdock, 20. september 1971 (46 ára); Chad Collins, 20. september 1978 (39 ára – spilar á PGA Tour) Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 15:00

Arnór Snær T-2 – bestur í íslenska piltalandsliðinu á 1. degi EM í Póllandi

Á fyrsta degi EM piltalandsliða var leikinn höggleikur og eru keppendur 55. Bestur piltanna í íslenska piltalandsliðinu var Arnór Snær Guðmundsson, GHD, en hann lék 1. hring á glæsilegum 3 undir pari 69 höggum og deilir 2. sætinu með Adrien Dumont de Chassart frá Belgíu!!! Aðrir í íslenska piltalandsliðinu stóðu sig með eftirfarandi hætti: T-10 Kristján Benedikt Sveinsson, GA, 1 yfir pari, 73 högg T-14 Ingvar Andri Magnússon, GR, 2 yfir pari 74 högg T-20 Ragnar Már Ríkharðsson, GM, 3 yfir pari 75 högg T-23 Viktor Ingi Einarsson, GR, 4 yfir pari 76 högg T-30 Dagbjartur Sigurbrandson,GR,  5 yfir pari 77 högg Sjá má stöðuna á EM piltalandsliða í Póllandi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2017 | 14:00

PGA: Rástímar f. síðasta mót 2017 keppnistímabilsins – Tour Championship

Á morgun hefst Tour Championship – síðasta mót PGA Tour á 2017 keppnistímabilinu. Að venju fer mótið fram á East Lake, í Atlanta, Georgíu. Aðeins 30 taka þátt í þessu móti og keppa m.a. um hinn eftirsótta 10 milljón dollara bónuspott. Í fyrra (2016) sigraði Rory McIlroy og árið þar áður (2015) Jordan Spieth – Spurning hver sigrar í ár? Sjá má rástíma þessara 30 kylfinga með því að SMELLA HÉR:  Fylgjast má með stöðunni á Tour Championship með því að SMELLA HÉR: