Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Jónsdóttir – 22. september 2017

Það er Áslaug Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Áslaug er fædd 22. september 1992 og á því 25 ára stórafmæli í dag!!! Áslaug Þóra Jónsdóttir 25 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Bland, frá S-Afríku, 22. september 1945 (72 ára); Halldóra Helgadottir, 22. september 1949 (68 ára); Jerry Anderson 22. september 1955 (62 ára); Philip Arnold Blackmar, 22. september 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Greg Bruckner, 22. september 1959 (58 ára); Michele Berteotti, 22. september 1963 (54 ára); Ingólfur Theodor Bachmann, 22. september 1975 (42 ára); Mikaela Parmlid (W-7 módel), 22. september 1980 (37 ára); Joaquin Estevez, (frá Argentínu), 22. september 1984 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 15:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur flaug í g. niðurskurð í Kazakhstan

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG flaug í dag, 22. september 2017, í gegnum niðurskurð á Kazakhstan Open, sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Hann lék á samtals 3 undir pari, 141 höggi (72 69). Glæsilegur!!! Niðurskurður var miðaður við 2 undir pari. Sjá má stöðuna og fylgjast með Birgi Leif á skortöflu með því að SMELLA HÉR: Verðlaunaféð á Kazakhstan Open er með því hæsta sem gerist á Áskorendamótaröðinni og nánast allir sterkustu leikmenn mótaraðarinnar keppa á þessu móti, sem fram fer á Nurtau vellinum í Almaty. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Nurtau golfvellinum í Kazakhstan með því að SMELLA HÉR: Vonandi að Birgir Leifur spili sem best Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 14:00

LET: Valdís á 70 í dag – komst ekki g. niðurskurð

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, komst í dag ekki í gegnum niðurskurð á Andalucia Costa del Sol Open de España Feminino, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna. Um 8 högga sveiflu var að ræða hjá henni og hún spilaði mun betur í dag en í gær á 2 undir pari, 70 höggum. Samtals lék Valdís Þóra á 4 yfir pari, 148 höggum (78 70). Niðurskurður var miðaður við 1 yfir pari og Valdís Þóra því 3 höggum frá því að komast gegnum niðurskurð. Sjá má stöðuna á Andalucia Costa del Sol Open de España Feminino með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 13:00

Íslenska piltalandsliðið mætir Belgíu á morgun í viðureign um 3. sætið!!!

Íslenska piltalandsliðið tapaði í dag 3&2 gegn piltalandsliði Sviss á EM piltalandsliða í Kraków, Póllandi. Þar af leiðandi spilar það um 3. sætið í 2. deild gegn piltalandsliði Belgíu á morgun, en Belgía tapaði í dag 3&2 gegn Wales. Það verða því Sviss og Wales sem spila um 1. sætið á EM piltalandsliða í 2. deild en bæði lið spila í  1. deild að ári. Vegna veðurs var keppnisfyrirkomulagi breytt í 1 fjórmenningsleik og 4 tvímenninga. Lið Íslands skipað GR-ingunum Dagbjarti Sigurbrandssyni og Viktor Inga Einarssyni unnu þá Henry Tschopp og Maxime Muraca í fjórmenningnum 3&1.  Glæsilegt hjá þeim Dagbjarti og Viktor Inga!!! Ingvar Andri Magnússon, GR vann eina tvímenningsleik Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 08:15

PGA: Stanley leiðir í East Lake e. 1. dag

Það er Kyle Stanley sem tekið hefir forystuna á Tour Championship, lokamóti PGA Tour, sem hófst í gær. Hann lék á 6 undir pari 64 höggum; á hring þar sem hann fékk 7 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti eru 4 kylfingar, 2 höggum á eftir Stanley:  Webb Simpson, Daníel Berger, Brooks Koepka og Paul Casey. Aðeins 30 keppendur eru í lokamótinu. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 07:55

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Rúnar hefja keppni í dag í Arizona

Þeir Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, og Rúnar Arnórsson, GK og golflið hans við Minnesota háskóla hefja keppni í dag á  Maui Jim Intercollegiate mótinu. Mótið fer fram í Desert Forest golfklúbbnum, í Carefree, Arizona og stendur dagana 22.-24. september. Sjá má heimasíðu Desert Forest golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR:  Þátttakendur í mótinu eru 78 frá 15 háskólum. Gíslii fer út kl. 7:40 að staðartíma (kl. 14:40 hér á Íslandi); Bjarki 10 mínútum síðar kl. 7:50 (kl. 14:50 á Íslandi) og Rúnar fer út kl. 8:40 að staðartíma (kl. 15:40 hér á Íslandi). Til þess að fylgjast með gengi íslensku strákanna í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 19:45

Cheyenne Woods vill að þið séuð í jafnvægi

Nýlegt myndskeið með vinkonu Ólafíu Þórunnar „okkar“ Kristinsdóttur frá því í háskólaárunum í Wake, þ.e. Cheyenne Woods, má sjá á Golf.com. Þar segist Cheyenne vilja sjá kylfinga í jafnvægi í golfsveiflunni og gefur 3 ráð hvernig því megi ná. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 18:45

Evróputúrinn: Luiten og Coetzee efstir í Portúgal – Hápunktar 1. dags

Það eru Hollendingurinn Joost Luiten og George Coetzee frá S-Afríku, sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag á Portugal Masters. Báðir léku þeir 1. hring á 64 höggum. Luiten sagði m.a. eftir hringinn: „Ég er mjög ánægður, sjö undir – engir skollar – sjö fuglar – það er það sem maður vill á hverjum degi.“ Coetzee sagði eftir 1. hring: „Ég las grein í gær um það að spila á 59 höggum og eftir 8 holur hugsaði ég „OK ef ég fæ fugl á næstu og næstu og næstu ….“ en ég held að ég hafi skotið mig sjálfan í fótinn svolítið í dag.“ Svo bætti Coetzee við: „Ég Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 18:10

LET: Erfið byrjun hjá Valdísi Þóru á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, átti afar erfiða byrjun á Andalucia Costa del Sol Open de España Feminino. Hún kom í hús á 6 yfir pari, 78 höggum og er í einu af neðstu sætunum á mótinu. Á hringnum fékk Valdís Þóra 2 fugla en einnig 6 skolla og 1 slæman skramba. Sem stendur er niðurskurður miðaður við slétt par eða betra og verður Valdís Þóra að eiga kraftaverkahring á morgun eigi hún að komast í gegnum niðurskurð í mótinu. Sjá má stöðuna á Andalucia Costa del Sol Open de España Feminino með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 18:00

Ingvar Andri bestur í íslenska piltalandsliðinu á EM e. 2. dag í Póllandi

Ingvar Andri Magnússon, GR, stóð sig best íslensku strákanna í íslenska piltalandsliðinu á 2. degi EM piltalandsliða í dag; er í 15. sæti  með samtals skor upp á 5 yfir pari, 149 högg (74 75). Skor annarra í piltalandsliðinu er eftirfarandi:  17. sæti Ragnar Már Ríkharðsson, GM, , 6 yfir pari, 150 högg (75 75). 20.sæti Kristján Benedikt Sveinsson, GA, 7 yfir pari, 151 högg (73 78). 24. sæti Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, 8 yfir pari, 152 högg (77 75) 24. sæti Viktor Ingi Einarsson, GR, 8 yfir pari, 152 högg (76 76) 32. sæti Arnór Snær Guðmundsson, GHD, 10 yfir pari, 154 högg (69 85) – Ótrúleg 16 högga sveifla Lesa meira