Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Inga María Björgvinsdóttir og Lilja G. Gunnarsdóttir ——- 23. september 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Inga María Björgvinsdóttir og Lilja G. Gunnarsdóttir. Lilja er fædd 23. september 1967 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Lilja er kylfingur og margt stórkylfinga í kringum hana.  Innilega til hamingju með merkisafmælið, Lilja! Inga María er fædd 23. september 1997 og á því 20 ára afmæli í dag. Hún er úr stórri golffjölskyldu, sem flestir tengjast Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni Ingu Maríu til hamingju með árin 20 …. Inga María Björgvins · 20 ára (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Rodney Pampling, 23. september 1969 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2017 | 14:00

Íslenska piltalandsliðið varð í 4. sæti á EM

Íslenska piltalandsliðið lauk keppni í fjórða sæti á Evrópumótinu, sem fram fór í Kraków í Póllandi. Veðrið setti strik í reikinginn og ekki var hægt að ljúka keppni vegna úrkomu. Lokaviðureignir mótsins voru því miðaðar við úrslitin í höggleiknum, þar sem að íslenska liðið endaði í fjórða sæti. Þrjár efstu þjóðirnar komust því upp í 1. deild og leikur Ísland því áfram í 2. deild á næsta ári. Ísland tapaði naumlega, 3/2, gegn Sviss í fyrstu umferðinni í holukeppninni en í gær en Sviss endaði í efsta sæti eftir höggleikinn – og Ísland endaði í fjórða sæti. Ísland átti að mæta liði Belgíu í lokaumferðinni og með sigri hefði Ísland tryggt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2017 | 11:30

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-48 e. 3. dag Kazakhstan Open

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tekur þátt í Kazakhstan Open, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur lék á 1 undir pari, 71 höggi í dag – fékk 4 fugla og 3 skolla og er T-48 þ.e. jafn 4 öðrum kylfingum í  48. sæti. Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á 4 undir pari, 212 höggum (72 69 71). Efstur fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun er Erik van Rooyen frá S-Afríku, en hann er búinn að spila samtals á 14 undir pari, 202 höggum (68 66 68). Til þess að sjá stöðuna á Kazakhstan Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir lauk keppni í 1. sæti á Graceland Inv.

Arnar Geir Hjartarson, afrekskylfingur og klúbbmeistari GSS 2017 (og mörg undanfarin ár) og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Missouri Valley, tóku þátt í 1. dags móti, Graceland Invitational, 14. september 2017 sl. Mótið fór fram í Iowa Country Club, í Lamoni, Iowa. Þátttakendur voru 57 frá 6 háskólum. Arnar Geir lék hring sinn á 1 undir pari, 71 glæsihöggi og deildi 1. sætinu með Connor Shannon úr Iowa CentCC. Arnar Geir leiddi lið sitt Missouri Valley til sigurs en Missouri Valley deildi 1. sætinu með Iowa CentCC í liðakeppninni. Næsta mót Arnars Geirs og Missouri Valley er 25.-26. september n.k. á heimavelli. Sjá má heildarúrslitin úr Graceland Invitational með því að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2017 | 05:00

Nordic Golf League: „Vanvidsputt“ Axels

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK,  tryggði sér sigur á 12 Twelve meistaramótinu á Nordic Tour League mótaröðinni með ótrúlegu 15 metra pútti í gær, 22. september 2017. Danirnir kölluðu púttið „Vanvidsputt“, sem útleggst eitthvað sem „fáránlega gott pútt.“ Það er hægt að sjá lokapútt Axels með því að SMELLA HÉR: Á ca 3 mínútu í myndbandinu tekur Íslandsmeistarinn sig til og smellir um 15 metra pútti ofaní fyrir sigrinum. Hér að neðan má síðan lesa nánar um þennan glæsta árangur Axels, sem búinn er að tryggja sér þátttökurétt á Áskorendamótaröð Evrópu á næsta ári, 2018!!! Glæsilegt!!!! http://eccotour.org/blog/vanvidsputt-gav-islandsk-sejr-i-the-12-championship-by-thisted-forsikring/  


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 22:22

Bandaríska háskólagolfið: Gísli á -4, 68 höggum og í 1. sæti e. 1. dag í Arizona!!!

Þrír íslenskir kylfingar Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, og Rúnar Arnórsson, GK og golflið hans við Minnesota háskóla léku í dag 1. hring á Maui Jim Intercollegiate mótinu. Mótið fer fram í Desert Forest golfklúbbnum, í Carefree, Arizona og stendur dagana 22.-24. september. Gísli lék best allra – en hann er í fyrsta sæti eftir 1. hring, lék á 4 undir pari, 68 glæsihöggum – fékk hvorki fleiri né færri en 9 fugla, en því miður líka 3 skolla og 1 skramba. Bjarki er T-3, lék á 2 undir pari, 70 höggum, en Rúnar er T-40 sem stendur á 3 yfir pari, en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 22:00

PGA: 3 í forystu i hálfleik Tour Championship – Hápunktar 2. dags

Þrír deila forystunni á Tour Championship: Justin Thomas, Webb Simpson og Paul Casey. Þeir hafa allir spilað á samtals 7 undir pari, 133 höggum; Thomas (67 66); Simpson (66 67) og Casey (66 67). Fjórir deila síðan 4. sætinu einu höggi á eftir, þ.á.m. spænski kylfingurinn Jon Rahm. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR:  (Sett inn þegar myndskeiðið er til) Til þess að sjá stöðuna á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Nino Bertasio leiðir í hálfleik á Portugal Masters – Hápunktar 2. dags

Það er ítalski kylfingurinn Nino Bertasio , sem leiðir í hálfleik á Portugal Masters. Hann hefir spilað á 12 undir pari, 130 höggum (65 65) – Bertasio skilaði fallegu, skollalausu skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum. Daninn Lucas Bjerregård og Skotinn Marc Warren deila 2. sætinu, báðir á 11 undir pari, 131 höggi: Bjerregård (66 65) og Warren (67 64). Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Portugal Masters eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 17:50

Nordic Golf League: Axel Bóasson sigurvegari Twelve Championship!!!!!

Þrír íslenskir kylfingar: Axel Bóasson, GK; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR, tóku þátt í The 12 Twelve Championship – by Thisted Forsikring, en mótið var mót á Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið stóð dagana 21.-22. september 2017 og lauk nú rétt í þessu ….. með sigri Axels Bóassonar. Stórglæsilegur!!! Mótið var óhefðbundið, kannski eins og nafn mótsins bendir til, en fyrsta daginn voru leiknar tvisvar sinnum 12 holur; eða sem sagt tveir 12 holu hringir og strax 1. daginn var skorið niður og aðeins 30 efstu héldu áfram. Allir íslensku keppendurnir komust í gegnum niðurskurð. Axel Bóasson lék á 3 undir pari, 91 höggi (45 46) og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 17:00

Tiger: „Mér líður vel, er sterkur og gengur vel“

Tiger Woods hefir látið frá sér fara enn aðra jákvæða fréttatilkynningu um heilsu sína en hann viðurkennir að hann sé „enn ekki kominn í golf form“ og gefur engar dagsetningar um hvenær hann muni snúa aftur í keppnisgolfið. Tiger hefir ekki spilað á atvinnumóti frá því hann dró sig úr Dubai Desert Classic í byrjun febrúar og er að jafna sig nú eftir 4. bakuppskurð sinn á sl. 3 árum. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum sagði í síðasta mánuði að hann hefði fengið grænt ljós á að byrja að æfa stutta spil sitt og hefir sagst taka framförum í því, í bloggi á vefsíðu sinni. „Eins og ég skrifaði fyrr í Lesa meira