Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2017 | 23:59
PGA: Nýliðinn Xander Schauffele sigraði á TOUR Championship

Xander Schauffele lauk nýliðaári sínu á PGA Tour með sigri á lokamóti mótaraðarinnar, TOUR Championship. Sigurskorið var 12 undir pari, 268 högg (69 66 65 68). Tíu milljón dollar bónuspottinn vann hann þó ekki – hann fór til Justin Thomas, sem varð í 2. sæti 1 höggi á eftir Schaufele á 11 undir pari, 269 höggum (67 66 70 66). Schauffele, sem er 23 ára og frá San Diego, var fyrir aðeins 3 mánuðum með áhyggjur um hvort hann myndi halda kortinu sínu á PGA Tour. Schauffele setti niður 3 feta (1 metra) fuglapútt á lokaholu East Lake, fyrir skor upp á 2 undir pari, 68 höggum, og 1 höggs sigur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2017 | 22:00
PGA: Justin Thomas vann $ 10 milljóna FedEx bónuspottinn

Justin Thomas lauk besta keppnistímabili sínu á TOUR Championship, með 2. sætinu í lokamóti mótaraðarinnar. Hann var 1 höggi á eftir nýliðanum Xander Schauffele sem sigraði í mótinu, á sigurskori sínu 12 undir pari. Samtals spilaði Thomas á 11 undir pari, 268 höggum (69 66 65 68). Þriðja sætinu á TOUR Championship deildu Russell Henley og Kevin Kisner, báðir á samtals 10 undir pari hvor og einn í 5. sæti varð Paul Casey á samtals 9 undir pari. Sjá má lokastöðuna á TOUR Championship með því að SMELLA HÉR: Thomas hefir samt aldrei haft meira tilefni til að fagna 2. sætinu – Hann lauk keppnistímabilinu með 5 sigrum þ.á.m. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir – 24. september 2017

Það er núverandi klúbbmeistari kvenna í GHR, Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Katrín er fædd 24. september 1961. Hún er í Golfklúbbnum á Hellu, (GHR). Katrín hefir gegnt ýmsum stjórnarstörfum fyrir GHR og er núverandi ritari klúbbsins. Hún er gift formanni klúbbsins Óskari Pálssyni og á 3 börn þ.á.m. afrekskylfinginn Andra Má. Á þeim fimm árum sem Golf 1 hefir verið starfandi hefir verið tekin fjöldi viðtala, sem stendur yfir 300, víð íslenska sem erlenda kylfinga og var viðtal Golf 1 við Katrínu Björg eitt af því fyrsta og má sjá með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Armour, (f. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2017 | 14:00
Evróputúrinn: Bjerregård sigraði á Portugal Masters – Hápunktar 4. dags

Það var danski kylfingurinn Lucas Bjerregård sem stóð uppi sem sigurvegari á Portugal Masters í dag. Samtals lék Bjerregård á 20 undir pari, 264 höggum (66 65 68 65). Fyrir sigur sinn í mótinu hlaut Bjerregard sigurtékka upp á € 333,330. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2017 | 12:00
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-41 á Kazakhstan Open

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, tók þátt í Kazakhstan Open, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur lék samtals á 4 undir pari, 284 höggum (72 69 71 72) og lauk keppni T-41. Sigurvegari mótsins varð Finninn Tapio Pulkkanen en hann hafði betur gegn bróður Brooks Koepka, Chase, í bráðabana um sigur í mótinu eftir að báðir höfðu lokið hefðbundnum 72 holum á samasl 17 undir pari. Til þess að sjá hápunkta á Kazakhstan Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Kazakhstan Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2017 | 09:30
Bandaríska háskólagolfið: Gísli í 2. sæti f. lokahringinn á Maui Jim mótinu
Þrír íslenskir kylfingar Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, og Rúnar Arnórsson, GK og golflið hans við Minnesota háskóla léku í gær 2. hring á Maui Jim Intercollegiate mótinu. Mótið fer fram í Desert Forest golfklúbbnum, í Carefree, Arizona og stendur dagana 22.-24. september, þannig að lokahringurinn verður leikinn í dag. Gísli er í 2. sæti fyrir lokahring mótsins en hann hefir spilað á samtals 5 undir pari, 139 höggum (68 71). Bjarki er T-10 á samtals sléttu pari, 144 höggum (70 74) og Rúnar er T-41 á 7 yfir pari, 151 höggi (74 77). Þátttakendur í mótinu eru 78 frá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2017 | 08:00
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín T-11 og Særós Eva T-39 e. 1. dag í NH

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University taka þátt í Dartmouth Invitational mótinu. Mótið fer fram dagana 23.-24. september 2017 í Hanover CC, í Hanover, New Hampshire (NH) og keppendur eru 63 frá 11 háskólum. Helga Kristín lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-11 þ.e. deilir 11. sætinu með 5 öðrum keppendum. Særós Eva lék 1. hring á 8 yfir pari, 80 höggum og er T-39 þ.e. deilir 39. sætinu með 3 öðrum keppendum. Albany er í 2. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag og Boston University í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2017 | 02:00
PGA: Paul Casey leiðir f. lokahring Tour Championship – Hápunktar 3. dags

Það er enski kylfingurinn Paul Casey, sem leiðir eftir 3. dag Tour Championship. Casey hefir spilað á samtals 12 undir pari, 198 höggum (66 67 65). Tveir deila 2. sætinu Xander Schauffele og Kevin Kisner, báðir á samtals 10 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2017 | 19:00
PGA: Justin Thomas gerir grín að rifnum buxum Jason Dufner

Flest okkar hafa spilað golf við aðstæður þegar veðrið er heitt og ekki er komist hjá svitablettum í golffatnaði þar sem síst er gert ráð fyrir. Jason Dufner lenti í neyðarlegri stöðu í gær, föstudaginn 22. september á Tour Championship, í Atlanta, þegar hann beygði sig eftir bolta sínum. Þá sást greinilega á bakhluta hans að buxur hans höfðu rifnað og auk þess var þar stór svitablettur. Justin Thomas, sem verið hefur með efstu mönnum í mótinu og vinur Dufner, reyndi að gera grín að öllu eftir hringinn. Hann birti meðfylgjandi mynd af bakhluta Dufner á Twitter og skrifaði: „Looking good Dufner,“ (Lausleg þýðing: „Lítur vel út Dufner!“ Flestir veðja Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2017 | 18:00
Evróputúrinn: Bjerregård m/ nauma forystu f. lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það er danski kylfingurinn Lucas Bjerregård sem er með nauma forystu á Portugal Masters fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Samtals er Bjerregård búinn að spila á 14 undir pari, 199 höggum (66 65 68). Einu höggi á eftir er George Coetzee frá S-Afríku og 3. sætinu deila 3 kylfingar: forystumaður 2. dags Ítalinn Nino Bertasio, Englendingurinn Eddie Pepperell og Marc Warren frá Skotlandi; allir á 12 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

