Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 03:15

LPGA: Erfið byrjun hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, átti afar erfiða byrjun á McKayson New Zealand Open mótinu á Nýja-Sjálandi nú í nótt. Eftir 9 holur var Ólafía á 4 yfir pari, 40 höggum.  Spilafélagar Ólafíu þær Catriona Matthew og NY Choi gekk mun betur; Matthew var á 1 yfir pari meðan Choi varr á 3 undir pari eftir 9 holur. Ólafía Þórunn byrjaði mjög illa; fékk skramba (6) á par-4 1. holuna í mótinu og jafnaði sig lengi vel ekkert á því, fékk næst 3 skolla (á 4., 7. og 8. holu). En þrátt fyrir slaka byrjun sýndi Ólafía Þórunn karakter. Hún sá aðeins til sólar þegar hún fékk fugl á par-4 9. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 02:00

Golfvellir á Nýja-Sjálandi: Windcross Farms (völlurinn sem Ólafía Þórunn keppir á)

Hér í nótt verður örlítil kynning á Windcross Farms golfvellinum, sem er fyrsti völlurinn í Nýja-Sjálandi, þar sem mót á LPGA mótaröðinni fer fram. Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir keppir nú í þessum rituðum orðum á vellinum. Windross Farm völlurinn er aðeins í 35 mínútna keyrslu suður af Auckland, á Nýja-Sjálandi, en Auckland er ein stærsta borg Nýja-Sjálands, með 1,5 milljón íbúa. Fyrstu íbúar Auckland voru Maorí frumbyggjarnir en á tungumáli Maori heitir Auckland Tāmaki eða Tāmaki-makau-rau, sem þýðir „Tāmaki með hundrað elskendur“, en þetta er vísun til þess hversu frjósamt landið er. Golfvallarhönnuður Windcross Farms eru Brett Thomson hjá RBT Design og Phil Tataurangi, en völlurinn opnaði 2011. Hann er þekktur fyrir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halla Björk Ragnarsdóttir – 27. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Halla Björk Ragnarsdóttir. Halla Björk er fæd 27. september 1994 og á því 23 ára afmæli í dag!!! Halla Björk er afrekskylfingur í GR og klúbbmeistari Golfklúbbs Öndverðarness 2012. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Halla Björk Ragnarsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kathy Whitworth, 27. september 1939 (78 ára); Ómar Sigurðsson 27. september 1948 (69 ára);  Armando Saavedra, 27. september 1954 (63 ára); Karl Vídalín Grétarsson, GR, 27. september 1961 (56 ára);  Rachel L. Bailey, 27. september 1980 (37 ára – spilar á ALPG) ….. og ….. Töfrahurð Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2017 | 15:00

Forseti PGA of America styður að Tiger verði fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Ryder Cup

Um næstu helgi eftir ár mætast lið Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder bikarnum í París. Margt hefir gerst s.l. 4 ár í Rydernum eftir ósigur liðs Bandaríkjanna 2014, þar sem Phil Mickelson gagnrýndi harkalega fyrirliða Bandaríkjanna Tom Watson og heilt teymi var myndað til að bæta árangur liðs Bandaríkjanna, með þeim árangri að liðið sigraði í Hazeltine 2016. Ýmsir, þ.á.m. Paul Levy, forseti PGA of America, önduðu léttar, því sigurinn færði hvíld eftir óróa og gagnrýnsiraddir eftir tap liðs Bandaríkjanna 2014. „Ég var þarna [árið 2014] og það var erfitt,” sagði Levy, sem var í  The Renaissance Club í East Lothian í síðustu viku í smá hvíld eftir a hafa verið fyrirliði liðs Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2017 | 13:00

Bandarísku WAG´s-in í Forsetabikarnum

WAG´s er stytting í ensku á Wifes and Girlfriends (Eiginkonur og kærustur). Í næstu viku hefst Forsetabikarinn þar sem lið Bandaríkjanna mætir sterkustu kylfingum heims, nema þeim frá Evrópu í móti sem hefir svipað fyrirkomulag á Ryder Cup. Eiginkonur og kærustur stórkylfinganna í liðum beggja koma og fylgjast með sínum mönnum og áhuginn á þeim er oft ekkert minni en á kylfingunum sjálfum. Hér að neðan má sjá nokkrar af glæsiWAG´s unum í liði Bandaríkjanna: Fyrsta ber að nefna Paulinu Gretzky barnsmóður Dustin Johnson Næst er það Annie Verret (Jordan Spieth) Svo er það Jillian Wisniewski (Justin Thomas) Svo er það Allison Stokke (kærasta Rickie Fowler) Svo Tori Slater (kærasta Daniel Berger) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2017 | 12:15

Westy ánægður m/ að Rory haldi loforð sem hann gaf honum í brúðkaupi Sergio Garcia

 Lee Westwood er gestgjafi á British Masters, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum og honum kom á óvart hversu margar stjörnur taka þátt, þ.á.m. Rory McIlroy og Sergio Garcia. Tilkynnt var um þátttöku Rory fremur seint, en þátttaka hans hefir svo sannarlega vakið áhuga á mótinu, sem og þátttaka Sergio Garcia,  Danny Willett, Martin Kaymer, Graeme McDowell, Ian Poulter og Matt Fitzpatrick. „Þetta hefur mikla þýðingu,“ sagði Westy, sem fetar í fótspor Ian Poulter og Luke Donald í að vera gestgjafi á þessu £3milljóna móti. „Ég veit ekki hvort ástæðan er ég, að svo margir kylfingar taka þátt en ef svo er, er það frábært. Sergio spilar ekki oft á Bretlandi, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2017 | 12:00

Árlegur haustfundur dómara 5. okt nk.

Árlegur haustfundur golfdómara verður haldinn fimmtudaginn 5. október kl. 19:30 í sal D í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Dagskrá fundarins: 1. Dómaraskýrslur úr GSÍ mótum sumarsins 2. Áhugaverð atvik í golfheiminum á árinu 3. Staða mála varðandi nýjar golfreglur 4. Vetrardagskráin 5. Önnur mál Bein útsending verður á YouTube, á slóðinni https://www.youtube.com/watch?v=KlfrYIHhxug, fyrir þá sem ekki komast á fundinn. Eftir fundinn má skoða upptöku af útsendingunni á sömu slóð. Allir starfandi golfdómarar eru hvattir til að mæta. Kveðja, Dómaranefnd GSÍ Texti: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2017 | 11:30

Eldingu lýstur í kylfing

Kylfingur dó eftir að eldingu laust niður í hann, eftir að hann hafði leitað skjóls undir tré vegna hagléls og eldinga. Philip Shard, 60 ára, fannst meðvitundarlaus af vini sínum, Brian Goldsmith, sem var að spila golf við hann. Kylfingarnir hófu leik í sólskini og blíðu kl. 9:30 að morgni 27. maí, nálægt Fynn Valley golfklúbbnum í Witnesham nálægt Ipswich, í Suffolk á Englandi. En veðrið breyttist og kl. 10:45 voru þeir á sitthvorri hlið 5. golfbrautarinnar að fara að slá inn á flöt. Goldsmith sagði að hann og Shard hefðu stöðvað leik til þess að fara í regngalla þegar haglél féll allt í kringum þá og þrumur og eldingar upphófust. Goldsmith Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2017 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur lauk keppni T-17 í Massachusetts

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, luku keppni á Boston College Intercollegiate mótinu, sem fram fór dagana 24.-25. september í Canton, Massachusetts. Gunnhildur lék á samtals 12 yfir pari, 228 höggum (73 77 78) og lauk keppni T-17. Þetta er besti árangur Gunnhildar með Elon til þessa. Þátttakendur í mótinu voru 87 frá 16 háskólum. Lið Gunnhildar, Elon varð í 5. sæti í liðakeppninni  á samtals 52 yfir pari, 916 höggum (306-302-308). Til þess að sjá lokastöðuna á Boston College Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Gunnhildar og Elon er Pinehurst Challenge, í Norður-Karólínu 9. október n.k.


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2017 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Eyþór Hrafnar lauk keppni T-8 á FHU Fall Inv.

Eyþór Hrafnar Ketilsson, afrekskylfingur úr GA og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Faulkner, tóku þátt í Freed Hardemann University Fall Invitational. Mótið fór fram 25.-26. september og lauk í dag. Faulkner sendi tvö lið A-liðið og B-liðið og lék Eyþór Hrafnar með því síðarnefnda. Eitthvað þarf Faulkner væntanlega að fara að endurskoða þá ákvörðun, því Eyþór Hrafnar varð T-8 í einstaklingskeppninni, en B-lið Faulkner sem hann lék með varð í 10. sæti í liðakeppninni. Besti árangur leikmanns í A-liði Faulkner var einnig T-8 og hefði Eyþór Hrafnar verið í A-liðinu hefði það væntanlega verið ofar á skortöflunni, en A-lið Faulkner hafnaði í 4. sæti í liðakeppninni. Eyþór Hrafnar lék á Lesa meira