Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 02:00
LPGA: Ólafía Þórunn úr leik á Nýja-Sjálandi

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er úr leik á McKayson New Zealand Women´s Open. Hún lék 2. hringinn á sléttu pari, 72 höggum; fékk 3 fugla, 1 skolla og því miður líka tvöfaldan skolla á par-3 17. holuna. Samals lék Ólafía Þórunn á 6 yfir pari,150 höggum (78 72), en það dugði ekki til niðurskurður miðaður við 1 yfir pari. Við það að komast ekki gegnum niðurskurð hækkar Ólafía Þórunn því miður á stigalista LPGA; er nú í 83. sætinu, en hún þarf að halda sér meðal 100 efstu til að halda spilarétti sínum á LPGA. Vonandi að Ólafíu Þórunni gangi betur á næsta móti! Til þess að sjá stöðuna Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2017 | 01:00
Úrtökumót f. Evróputúrinn: Ólafur Björn komst ekki g. 1. stigið í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson, GKG, komst ekki í gegnum 1. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í Golf d´Hardelot í Frakklandi. Úrtökumótið fór fram 26.-29. september og var skorið niður í gær og komst Ólafur Björn ekki í gegnum niðurskurðinn. Ólafur Björn lék á samtals 4 yfir pari, 217 höggum (69 73 75) og munaði aðeins 1 ergilegu höggi að Ólafur Björn næði niðurskurði, en niðurskurður var miðaður við 3 yfir pari eða betra. Efstir fyrir lokahring úrtökumótsins, sem leikinn verður í dag eru heimamennirnir Franck Daux og Antoine Rozner, en báðir hafa spilað á samtals 13 undir pari hvor. Sjá má stöðuna í úrtökumótinu í Golf d´Hardelot með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 22:00
Forsetabikarinn: Bandaríkin 3,5 & Alþjóðaliðið 1,5 – Hápunktar 1. dags

Forsetabikarinn hófst í dag á Liberty National vellinum í New York, Bandaríkjunum. Eftir 1. dag er lið Bandaríkjanna í forystu með 3,5 vinning gegn 1,5 vinningi Alþjóðaliðsins. Leikir fimmtudagsins (fjórmenningur) 28. september 2017 fóru með eftirfarandi hætti: Rickie Fowler og Justin Thomas í liði Bandaríkjanna sigruðu þá Charl Schwartzel og Hideki Matsuyama 6&4 Matt Kuchar og Dustin Johnson í liði Bandaríkjanna sigruðu þá Jhonattan Vegas og Adam Scott 1 up Patrick Reed og Jordan Spieth í liði Bandaríkjanna sigruðu þá Emiliano Grillo og Si Woo Kim 5 &4 Daniel Berger og Brooks Koepka í liði Bandaríkjanna töpuðu fyrir Louis Oosthuizen og Branden Grace 3&1 Allt féll á jöfnu í leik Phil Mickelson Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 20:00
Evróputúrinn: Coetzee og Hatton leiða á British Masters – Hápunktar 1. dags

Það eru Tyrrell Hatton frá Englandi og George Coetzee frá S-Afríku sem eru í forystu á British Masters eftir 1. dag. Báðir léku þeir 1. hring á 7 undir pari, 63 höggum. Hópur 5 kylfinga deilir síðan 3. sætinu þ.á.m. spænski kylfingurinn Alvaro Quiros; allir á 6 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á British Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á British Masters eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 18:00
LET Access: Valdís Þóra T-18 e. 1. dag á Englandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hóf keppni í dag á WPGA International Challenge mótinu. ‘ Mótið fer fram á Stoke by Nayland Golf and Spa golfvellinum í Englandi, dagana 28.-30. september 2017. Valdís Þóra lék á sléttu pari, 72 höggum, fékk 3 fugla og 3 skolla og er T-18 eftir 1. dag. Lydia Hall frá Wales leiðir eftir 1. dag, á 7 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá stöðuna á WPGA International Challenge mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 17:00
Nordic Golf League: Axel bestur af 4 ísl. kylfingum sem hófu keppni í Svíþjóð í dag

Axel Bóasson, GK; Andri Þór Björnsson, GR; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Haraldur Franklín Magnús, GR hófu í dag keppni á Golf Uppsala mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League. Axel lék best af íslensku keppendunum var á 3 undir pari, 70 höggum – fékk 5 fugla, 2 skolla og er T-15, Andri Þór var á 2 undir pari, 71 höggi – fékk 6 fugla og 4 skolla og er T-21. Guðmundur Ágúst lék á 1 undir pari, 72 höggum; fékk 4 fugla og 4 skolla og er T-35 og Haraldur Franklín var á 2 yfir pari, 75 höggum; fékk 3 fugla og 5 skolla og er T-55. Sjá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón Harðarson – 28. september 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón Harðarson. Sigurjón er fæddur 28. september 1952 og er því 65 ára í dag. Sigurjón er formaður Golfklúbbs Ásatúns og er þar að auki eigandi bifreiðaverkstæðisins Topps. Hann er með héraðsdómararéttindi í golfi. Sigurjón er kvæntur Valgerði Jönu Jensdóttur, sem líka spilar golf og þau eiga tvo stráka. Sjá má viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sigurjon Harðarson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret „Wiffi“ Smith 28. september 1936 (81 árs); Ragnhildur Jónsdóttir, GK, 28. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 12:15
Evróputúrinn: Fylgist með British Masters HÉR!

Mót vikunnar á Evróputúrnum er British Masters, sem státar stjörnu prýddum kylfingum og nægir þar að nefna nr. 6 á heimslistanum, hinum nýkvænta Rory McIlroy og nr. 10, Sergio Garcia. Spilað er á golfvelli Close House GC, í Newcastle-upon-Tyne á Englandi. Sá sem tekið hefir forystu snemma dags er spænski kylfingurinn Alvaro Quiros, en hann er kominn í hús á 6 undir pari, 64 höggum. Margir eiga eftir að fara út og ljúka leik, þannig að staðan gæti breyst eftir því sem liður á daginn og toppsætið ekki tryggt hjá Quiros. Fylgjast má með stöðunni á British Masters með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 12:00
LET Access: Valdís Þóra farin út – Fylgist með HÉR!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er farin út í WPGA International Challenge mótinu, en mótið er hluti af LET Access. Valdís byrjar vel er komin er á parinu eftir 5 spilaðar holur. Hún er í ráshóp með enskum kylfingum: Rebeccu Wallace og Samönthu Giles. Mótið fer fram á Stoke by Nayland Golf and Spa golfvellinum í Englandi, dagana 28.-30. september 2017. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru og sjá stöðuna á WPGA International Challenge mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2017 | 09:30
LPGA: Ólafía lék 1. hring á +6

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék 1. hring á McKayson New Zealand Open mótinu á Nýja-Sjálandi á 6 yfir pari, 78 höggum. Hún fékk 2 fugla, 6 skolla og 1 skramba á Windcross Farms. Sem stendur er niðurskurður miðaður við þær sem hafa leikið á 1 yfir pari eða betur og Ólafía því 5 höggum fyrir neðan niðurskurðarlínu. Ólafía fer út kl. 8: 42 a.m. að ný-sjálenskum tíma (kl. 19:42 að íslenskum tíma) á 2. hring. Nú er um að fylgjast með!!! Til þess að sjá stöðuna á McKayson New Zealand Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

