Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2017 | 22:00
Forsetabikarinn: USA 19 – Alþjóðaliðið 11 (lokastaða)

Bandaríska liðið sigraði Alþjóðaliðið með 19 vinningum gegn 11 nú í dag í lokaviðureignunum í Forsetabikarnum. Alþjóðaliðið náði þó vel að svara fyrir sig í tvímenningsleikjunum og af 12 mögulegum vinningum sem þar var að hafa féllu 7,5 vinningur Alþjóðaliðinu í skaut. Staðan fyrir tvímenningsviðureignirnar var 14,5 vinningur liðs Bandaríkjanna g. 3,5 vinningi Alþjóðaliðsins. Tvímenningsleikir dagsins fóru með eftirfarandi hætti: Leikur Kevin Chappell í bandaríska liðinu og Marc Leishman í Alþjóðaliðinu féll á jöfnu. Charley Hoffman í bandaríska liðinu tapaði fyrir Jason Day í Alþjóðaliðinu, 2&1. Justin Thomas í bandaríska liðinu tapaði fyrir Hideki Matsuyama í Alþjóðaliðinu, 3&1. Daníel Berger í bandaríska liðinu sigraði Si Woo Kim úr Alþjóðaliðinu, 2&1. Matt Kuchar í bandaríska liðinu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2017 | 20:00
Bandaríska háskólagolfið: Björn Óskar lauk keppni T-34 í Kentucky

Björn Óskar Guðjónsson, GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Louisiana Lafayette, luku í dag keppni á Louisville Cardinal Challenge. Mótið fór fram í Louisville, Kentucky og stóð dagana 29. september – 1. október 2017. Þátttakendur voru 69 frá 13 háskólum. Björn Óskar lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (71 78 75). Louisiana varð í 6. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Louisville Cardinal Challenge SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Björn Óskars og Louisiana er 8.-10. október n.k. í Tennessee.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2017 | 17:00
Evróputúrinn: Paul Dunne sigraði á British Masters – Hápunktar 4. dags

Það var írski kylfingurinn Paul Dunne sem stóð uppi sem sigurvegari á British Masters. Dunne lék á 20 undir pari, 260 höggum (66 68 65 61). Í 2. sæti varð Rory McIlroy 3 höggum á eftir á samtals 17 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á British Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á British Masters SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Sif Guðjónsdóttir – 1. október 2017

Það er Áslaug Sif Guðjónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Áslaug Sif er fædd 1. október 1947 og á því 70 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með merkisdaginn Áslaug Sif Guðjónsdóttir – Innilega til hamingju með 70 ára stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tjarnarbíó Miðstöð Lista (104 árs); George William Archer f. 1. október 1939 – d. 25. september 2005; Áslaug Sif Guðjónsdóttir, 1. október 1947 (70 ára); Tói Vídó, 1. október 1959 (58 ára); Tómas Hallgrimsson, 1. október 1963 (54 ára); Þórdís Geirsdóttir, GK, 1. október 1965 (52 ára); Jórunn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2017 | 08:00
Forsetabikarinn: USA 14,5 – Alþjóðaliðið 3,5 e. 3. dag

Í fjórboltaleikjum Forsetabikarsins, sem fram fóru eftir hádegi á 3. keppnisdegi, þ.e. í gær, laugardaginn 30. september fóru leikar svo að bandaríska liðið halaði inn 3 vinninga meðan Alþjóðaliðið tókst aðeins að sigra í 1 leik, með minnsta mun. Staðan eftir fjórmenningsleikina, sem fram fóru fyrir hádegið á laugardeginum var 11,5 vinningur g. 2,5 vinningi, bandaríska liðinu í vil. Eftir hádegi fóru fjórboltaleikirnir á eftirfarandi hátt: Patrick Reed og Jordan Spieth í bandaríska liðinu unnu þá Louis Oosthuizen og Jason Day 2 & 1 Daniel Berger og Justin Thomas í bandaríska liðinu unnu þá Jhonattan Vegas og Hideki Matsuyama 3 & 2 Brooks Koepka og Dustin Johnson í bandaríska liðinu unnu þá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2017 | 07:30
Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir varð í 10. sæti – Stefán í 15. sæti á MVU Fall Inv.

Háskóli Arnars Geirs Hjartarsonar, afrekskylfings og klúbbmeistara GSS 2017, Missouri Valley var gestgjafi á Missouri Fall Invite, sem fram fór dagana 25.-26. september sl. Mótið fór fram á Indian Foot Hills golfvellinum, í Missouri. Þátttakendur voru 52 frá 9 háskólum. Arnar Geir lék á samtals 4 yfir pari, 148 höggum (73 75) og varð í 10. sæti, sem er góður árangur!!! Missouri Valley háskóli, sendi 3 golflið í keppnina A-lið, B-lið og C-lið og var Arnar Geir í A-liðinu, sem sigraði liðakeppnina. Næsta mót Arnars Geirs og Missouri Valley er Flyer Intercollegiate mótið, sem fram fer Cog Hill Country Club í Lemont, Illinois, 2.-3. október 2017. Á Missouri Fall Invite tók líka Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2017 | 21:00
LET Access: Valdís Þóra lauk keppni á WPGA Int. Challenge T-19

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, laukí dag keppni á WPG AInternational Challenge mótinu, sem fram fór í Stoke by Nayland Hotel Golf & Spa, í Englandi. Hún lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (72 73 70) og lauk keppni T-19. Í dag átti Valdís Þóra besta hring sinn í mótinu, 70 högg, fékk 3 fugla og 1 skolla. Sú sem sigraði í mótinu var hin velska Lydia Hall eftir 1 holu bráðabana við Ines Lescudier frá Frakklandi. Til þess að sjá stöðuna á WPG International Challenge mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2017 | 20:00
Golfgrín á laugardegi 2017 (8)

Hér kemur einn gamall golfbrandari, sem ekki er þýddur, um kylfinginn, sem langaði svo til þess að spila par-3 17. holuna á TPC Sawgrass: THE WATER BALL A golfer, now into his golden years, had a lifelong ambition to play the 17th hole at TPC Sawgrass exactly the way the pros do it. The pros drive the ball out over the water onto the small green that is on a small spit of land. It was something the golfer had tried hundreds of times without success. His ball had always fallen short, into the water. Because of this, he never used a new ball on this particular hole. He always Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2017 | 19:00
Forsetabikarinn: USA 11,5 – Alþjóðaliðið 2,5 e. fjórmenningsleiki f.h. á 3. dag

Bandaríkin eru hreinlega að taka Alþjóðaliðið í nefið en staðan eftir 3. dag (fyrir hádegi) er 11.5 vinningur bandaríska liðinu í vil meðan Alþjóðaliðið hefir aðeins tekist að hljóta 2,5 vinning. Fjórboltaleikir eftir hádegi standa nú yfir. Í 2 af 4 leikjum er bandaríska liðið í forystu í hinum tveimur leikjunum er jafnt í öðrum og Alþjóðaliðið naumt yfir í 4. leiknum. Geta liðanna greinilega mjög ójöfn og ekki bætir úr skák að bandaríska liðið er á heimavelli. Sjá má úrslitin í fjórmenningsleikjum fyrir hádegi á laugardeginum og stöðuna í fjórboltaleikjum eftir hádegi á laugardeginum með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2017 | 18:00
Nordic Golf League: Axel lauk keppni í Svíþjóð T-9

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr GK lék í dag 3. og lokahringinn á GolfUppsala Open. Axel lék á samtals 10 undir pari, 209 höggum (70 68 71). Hann deildi 9. sætinu í mótinu með 3 öðrum kylfingum. Sigurvegari mótsins varð Finninn Lauri Ruuska, á samtals 15 undir pari (65 68 71) – Athygli vekur að Lauri og Axel léku á sama höggafjölda á öllum nema 1. deginum. Til þess að sjá lokastöðuna á GolfUppsala Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

