Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2017 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Særós Eva og Boston U luku keppni í 8. sæti í N-Karólínu

Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu Boston University tóku þátt í Starmount Forest Fall Classic mótinu, sem fram fór í Greensboro, N-Karólínu, dagana 2.-3. október og lauk í dag. Þátttakendur voru alls 66 frá 12 háskólum. Særós Eva lék á samtals 243 höggum (80 79 84) og varð T-46 í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni varð Boston University í 8. sæti. Sjá má lokastöðuna í Starmount Forest Fall Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Særósar Evu og Boston University er Yale Intercollegiate sem fram fer dagana 6.-8. október n.k. í New Haven, Conneticut.


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2017 | 20:00

GKS: Nýr golfvöllur opnar á Siglufirði 2018

Nýr golfvöllur á Siglufirði hefur verið í byggingu síðan árið 2012 og fyrst stóð til að opna hann árið 2015 og svo aftur 2016 eftir tafir vegna óhagstæðra veðurskilyrða, en nýjasta áætlunin er að opna hann árið 2018. Golfklúbbur Siglufjarðar hafði unnið að hugmynd af nýjum velli frá 2009 og mun flytja starfsemi sína á nýjan völl þegar hann opnar og mun eldri völlurinn hætta starfsemi. Fjallabyggð og Rauðka hófu viðræður um uppbyggingu svæðisins í Hólsdal og úr varð að stofna sjálfseignarfélagið Leyningsáss ses. Aðalstarfsemi félagsins yrði uppbygging á Skíðasvæðinu í Skarðsdal og uppbygging nýs golfvallar. Nýi golfvöllurinn er hannaður af Edwin Roald. Farið var í þessa framkvæmd til að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2017 | 18:00

PGA: Matt Harmon missti spilarétt á PGA Tour á sársaukafullan máta

Ef þið vissuð það ekki þá þegar, þá er golf óvæginn leikur. Eitt nýjasta dæmi þess er frá Web.com Tour Championship, síðasta mótinu, þar sem ræðst hvaða 25 efstu af Web.com Tour Finals fá kortið sitt á PGA Tour og þar með spilarétt á mótaröð þeirra bestu. Bandaríski kylfingurinn Matt Harmon hóf vikuna rétt fyrir utan takmarkið þ.e. að vera meðal 25 efstu – Hann var í 29. sætinu. Nokkuð stöðug frammistaða á Web.com Tour Championship á 3 hringjum varð til þess að honum var spáð T-16 árangri þ.e. að hann yrði jafn öðrum í 16. sæti og tækist að næla sér í spilarétt á PGA Tour 2018. Það leit Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ásta M. Sigurðardóttir – 3. október 2017

Afmæliskylfingur dagsins er ‎Ásta Sigurðardóttir. Ásta er fædd 3. október 1966 og á því 51 árs afmæli. Ásta er í Golfklúbbi Selfoss (GOS). Hún var formaður GOS 2014 og jafnframt fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu. Ásta Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Elsa Þuríður Þórisdóttir, 3. október 1955 (62 ára); Fred Couples, 3. október 1959 (58 ára); Jack Wagner, 3. október 1959 (58 ára); Tösku Og Hanskabúðin‎, 3. október 1961 (‎56‎ ára); ‎Asta Sigurdardottir‎, 3. október 1966 (‎51 árs); Esther Ágústsdóttir‎, 3. október 1968 (‎49 ára); Matthew Southgate, 3. október 1988 (29 ára) og Birgir Rúnar Halldórsson og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2017 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir í 2. sæti á Kansas Wesleyan Fall Inv. e. fyrri dag

Birgir Björn Magnússon, klúbbmeistari GK 2017 og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Bethany College, taka þátt í Kansas Wesleyan Fall Invite, sem fram fer í Salina CC í Salina, Kansas, dagana 2.-3. október 2017. Birgir Björn kom í hús í gær á stórglæsilegu skori 1 undi pari, 69 höggum og er sem stendur í 2. sæti!!! Þetta er fremur stórt mót; þátttakendur 88 úr 14 háskólaliðum og árangur Birgis Björns því enn glæsilegri fyrir vikið! Bethany sendir tvö lið: Bethany og Bethany B. Bethany B liðið (lið Birgis Björns) er ofar en Bethany í liðakeppninni eða í 4. sæti eftir 1. dag. Fylgjast má með gengi Birgis Björns, en lokahringur mótsins Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2017 | 18:00

LPGA: Brooke Henderson sigraði á McKayson mótinu

Hin kanadíska Brooke Henderson stóð uppi sem sigurvegari á McKayson mótinu, á Nýja-Sjálandi, þar sem Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir komst því miður ekki í gegnum niðurskurð. Henderson sigraði með nokkrum yfirburðum; var samtals á 17 undir pari, 271 höggi (65 – 70 – 67 – 69) og átti 5 högg á þá sem næst kom en það var Jing Yan frá Kína, sem lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (70 – 66 – 69 – 71). Í 3. sæti varð síðan Hee Young Park frá S-Kóreu á samtals 11 undir pari og í 4. sæti varð hin bandaríska Jennifer Song á samtals 10 undir pari. Þessar 4 voru Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pálmi Gestsson —- 2. október 2017

Það er Pálmi Gestsson, leikari og kylfingur sem er afmæliskylfingur dagsins. Pálmi fæddist 2. október 1957 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið Pálmi Gestsson – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Neumann Cook, f. 2. október 1957 (60 ára MERKISAFMÆLI!!!); Libby Wilson, f. 2. október 1963 (54 ára); Björk Vilhelmsdóttir (2. október 1963 (54 ára); Phill Hunter, 2. október 1964 (53 ára); Craig Kanada, f. 2. október 1968 (49 ára); Brent Delahoussaye, f. 2. október 1981 (36 ára); Magnús Lárusson, GKJ, f. 2. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2017 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Paul Dunne?

Hinn 24 ára írski kylfingur Paul Dunne sigraði í gær, 1. október 2017, á fyrsta móti sínu á Evróputúrnum, sjálfu stjörnum prýddu British Masters. Margir þekkja samt ekkert til Dunne og kunna að spyrja: Hver er kylfingurinn? Paul Colum Dunne fæddist í Dublin 26. nóvember 1992, sonur Colum og Michelle Dunne og verður því 25 ára í næsta mánuði.  Hann er frá Greystones á Írlandi í Wicklow sýslu. Hann á 2 eldri systkini Alison og David.  Dunne var fyrst í  Blackrock College, sem er menntaskóli fyrir pilta.  Árið 2010  sigraði Dunne Irish Youths Amateur titlinn og næsta ár á eftir var hann í 3. sæti. Dunne útskrifaðist síðan með viðskiptagráðu í fjármálafræðum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2017 | 12:00

Forsetabikarinn: Ný kona við hlið Tiger

Á Forsetabikarnum sást ný vinkona Tiger Woods í fylgd með honum. Hún var með passa sem eingöngu er veittur eiginkonum eða kærustum keppenda eða fyrirliða og varafyrirliða. Þessi nýja vinkona Tiger heitir Erica Herman og tekur við af Kristin Smith, sem Tiger var að dandalast með ekkert alls fyrir löngu. Erica er framkvæmdastjóri eins veitingastaða Tiger og var tekið eftir hversu vel fór á með þeim, en hún var stöðugt að hjúfra sig upp að Tiger. Meðan á mótinu stóð pósaði Erica með öðrum WAG´s í liði Bandaríkjanna t.a.m.: Victoriu Slater, kærustu Daniel Berger; Annie Verret kærustu Jordan Spieth og Justine Reed, eiginkonu Patrick Reed.


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda hefur keppni í Indiana í dag

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og IUPUI ((Indiana University-Purdue University Indianapolis) hefja leik í dag á Butler Fall Invitational. Mótið fer fram dagana 2.-3. október í Highland CC, í Indianapolis í Indiana. Þátttakendur eru auk IUPUI, golflið Butler (gestgjafanna), Evansville, Fort Wayne, Marian, Indiana State, og Indianapolis, auk Bellarmine, Chicago State, Youngstown State, and Delaware State þ.e. golflið 11 háskóla. Kvennaliðin leika 2 hringi; einn í dag og annan á morgun. Highland völlurinn þar sem mótið fer fram er par-70 og 6035 yarda langur (þ.e. 5.518 metra langur). Ekki er unnt að fylgjast með skori keppenda á skortöflu en Golf 1 um færa fréttir um úrslit í mótinu um leið og þau liggja fyrir.