Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir lauk keppni T-12 í Illinois

Arnar Geir Hjartarson, afrekskylfingur og klúbbmeistari GSS 2017, og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Missouri Valley, ferðuðust til Lemont Illinois og tóku þátt í Flyer Intercollegiate mótinu, sem fram fór í Cog Hill CC, dagana 2.-3. október s.l. Keppendur í mótinu voru 64 frá 12 háskólum. Arnar Geir stóð sig best í liði Missouri Valley, lék á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (75 82) og landaði 12. sætinu. Missouri valley, lið Arnars Geirs hafnaði í 7. sæti í liðakeppninni. Hér má sjá umfjöllun um frammistöðu Arnars Geirs og félaga hans í Flyer Intercollegiate mótinu á heimasíðu Missouri Valley SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna í Flyer Intercollegiate SMELLIÐ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2017 | 21:00

PGA: Thomas kylfingur ársins og Schauffele nýliði ársins

Bandaríski kylfingurinn Justin Thomas er búinn að eiga hreint magnað ár 2017, það sem af er. Hann sigraði 5 sinnum á PGA Tour og átti 12 topp-10 árangra og það hefir fleytt honum til titilsins kylfingur ársins 2017 á PGA Tour. Thomas, er 24 ára frá Louisville, Kentucky og féll honum 10 milljóna bónus potturinn á lokamóti PGA Tour FedExCup í skaut eftir 5 sigra á tímabilinu, en þeirra á meðal var fyrsti risamótssigur hans á PGA Championship. Aðrir sigrar hans unnust á CIMB Classic, Sentry Tournament of Champions, Sony Open in Hawaii og Dell Technologies Championship. Á Sony Open, varð Thomas yngsti kylfingurinn til þess að ná skori upp á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2017 | 20:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Andri Þór og Guðmundur Ágúst luku 2. hring á Englandi

Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, léku í dag 2. hring á   á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi á Frilford Heath vellinum á Englandi. Andri Þór er samtals búinn að spila á 3 yfir pari, 147 höggum (72 75) og er T-49. Guðmundur Kristján hins vegar hefir leikið á 7 yfir pri, 151 höggi (72 79) og er T-70. Þetta er í annað sinn sem Andri Þór og Guðmundur Kristján reyna fyrir sér á úrtökumótinu og þeir komust báðir í gegnum 1. stigið í fyrra. Um 700 keppendur taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins en keppt er á 8 völlum í haust og komast um Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2017 | 18:00

Nordic Golf League: Axel leikmaður ársins og Haraldur nýliði ársins

Axel Bóasson úr Keili og Haraldur Franklín Magnús úr GR fengu viðurkenningar fyrir árangur sinn á Nordic Tour mótaröðinni í dag (4. október 2017) Axel er leikmaður ársins á atvinnumótaröðinni og Haraldur Franklín er nýliði ársins. Á morgun hefst næst síðasta mót tímabilsins á Himmerland Golf og Spa vellinum. Þar verða Axel og Haraldur Franklín í eldlínunni. Hart er barist um fimm efstu sætin á stigalista mótaraðarinnar sem gefa keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, á næstu leiktíð. Axel hefur nú þegar tryggt sér eitt af fimm efstu sætinum en Haraldur Franklín er í áttunda sæti og þarf að leika vel á næstu tveimur mótum til að komast í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sunna Víðisdóttir – 4. október 2017

Þetta er stór afmælisdagur kylfinga þ.e. það eru margir frábærir kylfingar, sem eiga afmæli í dag. Þegar unnið er alla daga við að skrifa afmælisgreinar sést fljótt að suma daga er varla hægt að finna kylfing sem fæddur er á viðkomandi degi og svo aðra daga, sem margir stórkylfingar eru fæddir á. Þeir sem fæddir eru í dag virðast fæddir undir stórri golfstjörnu!!! Afmæliskylfingur dagsins er Sunna Víðisdóttir en hún er fædd 4. október 1994 og á því 23 árs afmæli í dag!!! Sunna lék í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Elon, en útskrifaðist fyrir ári. Sunna varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2013. Og þá er aðeins fátt eitt nefnt! Komast Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2017 | 12:40

Bandaríska háskólagolfið: Birgir lauk keppni T-14 á Kansas Wesleyan Fall Inv.

Birgir Björn Magnússon, klúbbmeistari GK 2012 og 2017 og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Bethany College, tóku þátt í Kansas Wesleyan Fall Invite, sem fram fór í Salina CC í Salina, Kansas, dagana 2.-3. október 2017 og lauk í gær. Birgir Björn lék samtals á 7 yfir pari, 147 höggum (69 78) og varð T-14. Flottur árangur það!!! Bethany sendi tvö lið í keppnina: Bethany og Bethany B og varð Bethany í 6. sæti í liðakeppninni og Bethany B í 4. sæti! Sjá á lokastöðuna á Kansas Wesleyan Fall Invite með því að SMELLA HÉR:  Þetta er fremur stórt mót; þátttakendur 88 úr 14 háskólaliðum og árangur Birgis Björns því Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2017 | 12:30

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda lauk keppni T-18 Í Indiana

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, klúbbmeistari kvenna í GK 2017; margfaldur klúbbmeistari GHR og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu IUPUI ((Indiana University-Purdue University Indianapolis) luku keppni í gær á Butler Fall Invitational. Mótið fór fram dagana 2.-3. október í Highland Golf and Country Club, í Indianapolis í Indiana. Hafdís Alda lék samtals á 156 höggum (77 79) og varð í 18. sæti í mótinu af 73 keppendum. IUPUI lið Hafdísar Öldu varð í 4. sæti af 10 háskólaliðum sem tóku þátt í mótinu. Sjá má lokastöðuna í Butler Fall Inv. með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Hafdísar Öldu og IUPUI er Dayton Fall Invitational sem fram fer í Kettering í Ohio 16.-17. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2017 | 12:00

Hvaða 50 kylfingar komust á PGA Tour í gegnum Web.com Tour?

Web.com Tour er 2. deildin í bandarísku karlagolfi. Hún er mikilvæg því á hverju hausti er þar barist um að vera meðal þeirra 25 efstu í tvennu: annars vegar á peningalista Web.com Tour, því þeir 25 fá spilarétt á PGA Tour. Þar telst allt verðlaunafé sem kylfingur hefir unnið sér inn á undanfarandi keppnistímabili. Síðan fer einnig fram 4 móta mótaröð sem nefnist the Web.com Finals, þar sem mesti spenningurinn er í kringum lokamótið Web.com Championship, en 25 efstu í 4 móta mótaröðinni, fyrir utan þá sem efstir eru á peningalistanum komast einnig á PGA Tour. Golf 1 hefir á undanförnum árum kynnt þá 50 kylfinga sem hljóta spilarétt á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2017 | 22:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Andri Þór og Guðmundur Ágúst á pari e. 1. dag

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson hófu leik í dag á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Andri og Guðmundur keppa á Frilford Heath vellinum á Englandi og stendur mótið yfir í fjóra daga. Þeir léku báðir á pari vallar í dag eða 72 höggum. Þeir eru í 25.-36. sæti en alls eru 103 keppendur sem taka þátt – og má gera ráð fyrir að 25 efstu komist áfram á 2. stigið. Þetta er í annað sinn sem þeir reyna fyrir sér á úrtökumótinu og þeir komust báðir í gegnum 1. stigið í fyrra. Um 700 keppendur taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins en keppt er á 8 völlum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2017 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Stefán og Florida Tech luku keppni í 2. sæti á Cougar Inv.!

Stefán Þór Bogason, GR og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Florida Tech tóku þátt í Cougar Invitational presented by Aflac, dagana 25.-26. september sl. Mótið fór fram í Country Club of Columbus, í Columbus, Georgíu. Þetta var fremur stórt mót – Keppendur 90 frá 18 háskólum. Stefán Þór lauk keppni T-74 með skor upp á 15 yfir pari, 228 höggum (83 69 76). Stefán Þór átti glæsilegan 2. hring upp á 69 högg, sem taldi í frábærum árangri liðs hans Florida Tech í liðakeppninni, en þar náði liðið 2. sætinu! Sjá má lokastöðuna á Cougar Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Florida Tech er 9.-10. október n.k. í Lesa meira