Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Roberto Diaz (2/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Særós Eva hefja keppni í dag í Conneticut

Þær Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University hefja í dag keppni á Yale Women´s Fall Intercollegiate mótinu. Mótið fer fram í New Haven, Conneticut á golfvelli Yale háskóla. Gestgjafi er Yale háskóli og spilaðir verða 3 hringir. Þátttakendur í mótinu eru 91 frá 15 háskólum. Til þess að fylgjast með stöðunni á Yale Women´s Fall Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 00:01

PGA: Duncan, Hoge og Steele efstir á Safeway – Hápunktar 1. dags

Það eru þeir Brendan Steele, Tom Hoge og Tyler Duncan sem leiða á 1. móti 2017-2018 keppnistímabilsins á PGA Tour, sem hófst í gær.  Mótið fer fram á Silverado vellinum í Napa dalnum, í Kaliforníu. Þetta eru ekki kunnugleg nöfn enda tveir strákanna (Duncan og Hoge)  „nýliðar“ á PGA Tour og að standa sig svona svakalega vel á sínu fyrsta móti – Golf 1 mun kynna þá síðar í greinaflokknum „Nýju strákarnir á PGA.“ Brendan Steele á hins vegar titil að verja og hefur titilvörnina vel. Allir komu þremenningarnir í hús á 7 undir pari, 65 höggum. Fjórir kylfingar deila síðan 4. sætinu, allir á 5 undir pari, þ.á.m. Lucas Glover, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2017 | 22:00

Nordic Golf League: Axel og Haraldur hófu keppni í dag á Race to Himmerland

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR hófu keppni í dag á Race to Himmerland mótinu, sem er næstsíðasta mót Nordic Golf League mótaraðarinnar. Mótið stendur 5.-7. október 2017 og spilað er í Himmerland Golf & Spa Resort á 2 völlum: Backtee Course (par-73) og Garia Course (par-68). Axel lék á Backtee Course og var á 3 undir pari, 70 höggum og er T-12 e. 1. dag; fékk 5 fugla og 2 skolla. Haraldur Franklín lék 1. hring einnig á Backtee Course  á 9 yfir pari, 82 höggum og er í síðasta sæti e. 1. dag þ.e. í 74. sæti. Efstur eftir 1. dag er Svíinn Rasmus Holmberg, en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2017 | 21:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Andri Þór fór g. niðurskurð á 3. degi!

Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, léku í dag 3. hring á á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi á Frilford Heath vellinum á Englandi. Andri Þór er samtals búinn að spila á 5 yfir pari, 221 höggi (72 75 74)  og er T-53. Guðmundur Kristján er hins vegar úr leik á 15 yfir pari, 231 höggi (72 79 80) og er T-84, en skorið var niður eftir 3. dag. Aðeins Andri Þór fær því að spila 4. hringinn og verður að eiga gríðarlega góðan hring ætli hann sér meðal efstu 20. Þetta er í annað sinn sem Andri Þór og Guðmundur Kristján reyna fyrir sér á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2017 | 20:00

Evróputúrinn: Colsaerts og Dunne leiða á Alfred Dunhill mótinu – Hápunktar 1. dags

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Alfred Dunhill Links Championship. Mótið fer venju skv. fram á 3 völlum í Skotlandi: St. Andrews Old Course, Carnoustie og Kingsbarns. Eftir 1. dag eru Paul Dunne frá Írlandi og Ryder Cup leikmaðurinn Nicolas Colsaerts frá Belgíu efstir, en báðir léku 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum. Dunne lék á St. Andrews og var með 1 örn, 4 fugla, 12 pör og 1 skolla en Colsaerts, sem lék Kingsbarns fékk 7 fugla, 10 pör og 1 tvöfaldan skolla. Sjá má stöðuna í heild á Alfred Dunhill með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á Alfred Dunhill með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2017 | 18:00

Halla Björk, Jóhanna Lea og Berglind keppa á Evrópumóti golfklúbba í Slóvakíu – Staðan

Í dag hófst Evrópumót golfklúbba (2017 European Ladies Club Trophy) í Slóvakíu. Með sigri á Íslandsmóti golfklúbba í sumar tryggði kvennalið Golfklúbbs Reykjavíkur sér keppnisrétt á mótinu. Þær Halla Björk Ragnarsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Berglind Björnsdóttir keppa í Slóvakíu og þeim til halds og trausts er Ingi Rúnar Gíslason, liðsstjóri. Mótið fer fram á Welten vellinum í Bac og þátttakendur eru 45 í 16 liðum og verða leiknir þrír hringir, dagana 5.-7. október 2017. Eftir 1. dag er staðan sú að Berglind hefir leikið best í sveit GR; lék á 5 yfir pari 77 höggum meðan þær Halla Björk og Jóhanna Lea hafa báðar leikið á 10 yfir pari, 87 höggum. Í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Sigurveig, Guðmundur Bj. og Eggert Steinar – 5. október 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru Sigurveig Árnadóttir, Guðmundur Bj. Hafþórsson og Eggert Steinar. Sigurveig er fædd 5. október 1965 og á því 52 ára Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Sigurveig Árnadóttir 52 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Guðmundur er fæddur 5. október 1975 og á því 42 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Guðmundur Bj Hafþórsson 42 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Eggert Steinar er fæddur 5. október 1995 og á því 22 ára afmæli í dag. Komast má Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Beau Hossler (1/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Eyþór Hrafnar bestur í liði Faulkner í Flórída

Eyþór Hrafnar Ketilsson, afrekskylfingur úr GA og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Faulkner tóku þátt í USCB Innisbrook Invitational, sem fram fór  á Innisbrook Copperhead vellinum í Palm Harbor, Flórída, 1.-3. október s.l. Eyþór og Peter Peng, liðsfélagi hans voru bestir í liði Faulkner; luku báðir keppni T-35, af 96 keppendum. Eyþór lék á 234 höggum (80 79 75) og lék sífellt betur eftir því sem leið á mótið! Lið Faulkner varð í 11. sæti af 18. háskólaliðum, sem þátt tóku í mótinu, en þetta mót var eins og sjá má frekar stórt. Sjá má lokastöðuna á USBC Innisbrook Invitational með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Faulkner Eagles er Martin Lesa meira