Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 18:00
Sveit GR lauk keppni í 14. sæti á Evrópumóti golfklúbba

Lokahringur Evrópumóts golfklúbba (2017 European Ladies Club Trophy) var leikinn í dag, í Slóvakíu. Með sigri á Íslandsmóti golfklúbba í sumar tryggði kvennalið Golfklúbbs Reykjavíkur sér keppnisrétt á mótinu. Mótið fór fram á Welten vellinum í Bac og þátttakendur voru 45 í 16 liðum og voru leiknir þrír hringir, dagana 5.-7. október 2017 og lokahringurinn í dag. Það voru þær Halla Björk Ragnarsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Berglind Björnsdóttir, sem kepptu í Slóvakíu og liðsstjóri þeirra var Ingi Rúnar Gíslason. Berglind lék á samtals 24 yfir pari, 240 höggum (77 77 86) og varð í 23. sæti. Jóhanna Lea lék samtals á 40 yfir pari, 256 höggum (86 87 83) og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 17:00
Evróputúrinn: Hatton leiðir á Alfred Dunhill – Hápunktar 3. dags

Það er enski kylfingurinn Tyrrell Hatton, sem leiðir fyrir lokadag Alfred Dunhill mótsins. Hatton hefir spilað á samtals 18 undir pari, 198 höggum ( 68 65 65). Í 2. sæti, 5 höggum á eftir, er franski kylfingurinn Grégory Bourdy og í 3. sæti er írski kylfingurinn Paul Dunne á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta frá 3. degi Alfred Dunhill mótsins SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2017

Það er Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 19 ára í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis. Fannar Ingi spilaði á Arionbankamótaröðinni 2012 með góðum árangri. Sem fyrr tók Fannar Ingi einnig þátt í nokkrum mótum erlendis með góðum árangri. Þannig keppti hann í maí 2013 á US Kids European Championship sem fram fór á golfvelli Luffness New Golf Club í Skotlandi. Þar lauk Fannar Ingi keppni í 2. sæti. Eftirminnilegasta afrek Fannars Inga frá árinu 2013 er e.t.v. 2. mótið á Íslandsbankamótaröðinni, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Þar sigraði Fannar Ingi með glæsihring Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA 2018: Brandon Harkins (3/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour, sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 01:00
PGA: Tyler Duncan efstur í hálfleik Safeway Open – Hápunktar 2. dags

Það er nýliðinn Tyler Duncan sem er í forystu í hálfleik á Safeway Open. Duncan er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (65 66). Í 2. sæti 1 höggi á eftir er Brendan Steele. Til þess að sjá stöðuna á Safeway Open að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Safeway Open SMELLIÐ HÉR: (Sett inn þegar myndskeið er til).
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 19:00
Sveit GR í 12. sæti e. 2. dag Evrópumóts golfklúbba

Annar hringur Evrópumóts golfklúbba (2017 European Ladies Club Trophy) var leikinn í dag, í Slóvakíu. Með sigri á Íslandsmóti golfklúbba í sumar tryggði kvennalið Golfklúbbs Reykjavíkur sér keppnisrétt á mótinu. Mótið fer fram á Welten vellinum í Bac og þátttakendur eru 45 í 16 liðum og verða leiknir þrír hringir, dagana 5.-7. október 2017. Það eru þær Halla Björk Ragnarsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir og Berglind Björnsdóttir, sem keppa í Slóvakíu og liðsstjóri þeirra er Ingi Rúnar Gíslason. Eftir 2. dag er GR í 12. sæti í liðakeppninni. Berglind er búin að spila á 10 yfir pari, 154 höggum (77 77) og er T-14. Halla Björk bætti sig um 5 högg í dag, hefir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 18:30
Úrtökumót f. Evróputúrinn: Andri Þór og Guðmundur Ágúst úr leik

GR-ingarnir Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru úr leik á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Andri og Guðmundur kepptu á Frilford Heath vellinum á Englandi. Andri Þór lék samtals á +6 eða 294 höggum (72-75-74-73) og endaði hann í 51.-58. sæti en 20 efstu komust áfram á 2. stigið. Guðmundur Ágúst komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum þriðja keppnisdeginum. Guðmundur lék hringina þrjá á +15 samtals eða 231 höggi (72-79-80). Þetta er í annað sinn sem þeir reyna fyrir sér á úrtökumótinu og þeir komust báðir í gegnum 1. stigið í fyrra. Um 700 keppendur taka þátt á 1. stigi úrtökumótsins en keppt er á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 18:00
Evróputúrinn: Fleetwood og Hatton leiða í hálfleik á Alfred Dunhill – Hápunktar 2. dags

Tommy Fleetwood sló vallarmetið á Carnoustie og kom sér upp að hlið þess, sem á titil að verja á Alfred Dunhill mótinu, en það er Tyrell Hatton. Fleetwood og Hatton deila 1. sætinu í hálfleik mótsins, báðir á 11 undir pari, 133 höggum; Fleetwood (70 63) og Hatton (68 65). Fleetwood er að spila aðeins í 4. móti sínu frá því í júlí, en hann virtist lítið ryðgaður. Einn í 3. sæti er annar forystumanna 1. dags, Ryder Cup stjarnan belgíska Nicolas Colsaerts, sem er aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum, á samtals 10 undir pari. Colsaerts á síðan 1 högg á þá Paul Dunne, sem deildi forystunni með honum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Stefán Teitur Þórðarson – 6. október 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Stefán Teitur Þórðarson, GL. Hann er fæddur 6. október 2016 og því 21 árs í dag. Stefán Teitur – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herdís Guðmundsdóttir, (f. 16. október 1910- d. 29.1.1997) Fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem hlaut meistaratign í golfi. Meistari Golfklúbbs Íslands, síðar GR, 1938, 1939, 1944, 1945 og 1948; Margrét Óskarsdóttir, GM, 16. október 1951 (66 ára) ; Val Skinner, 16. október 1960 (57 ára); Kay Cockerill, 16. október 1964 (53 ára); Agnes Ingadóttir, GM, 6. október 1965 (52 ára); Flosi Sig 6. október 1969 (48 ára); Sigrún Helgadóttir 6. október 1969 (48 ára); ….. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2017 | 14:30
Nordic Golf League: Axel á glæsilegum 66 og komst g. niðurskurð á Race to Himmerland

Atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR léku 2. hring í dag á Race to Himmerland mótinu, sem er næstsíðasta mót Nordic Golf League mótaraðarinnar. Mótið stendur 5.-7. október 2017 og spilað er í Himmerland Golf & Spa Resort á 2 völlum: Backtee Course (par-73) og Garia Course (par-68). Axel lék á Garia Course í dag, sem er par-68 og var á 2 undir pari, 66 höggum. Samtals er Axel því búinn að spila á 5 undir pari,136 höggum (70 66) og er T-16 eftir 2. dag og floginn í gegnum niðurskurð. Haraldur Franklín lék 2. hring einnig á Garcia Course og lék á 2 yfir pari, 70 höggum. Samtals hefir Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

