Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2017 | 23:59
PGA: Steele varði titil sinn á Safeway

Það var Brendan Steele sem sigraði á Safeway Open 2. árið í röð. Steele lék á samtals 15 undir pari, 273 högg (65 67 72 69). Í 2. sæti varð Tony Finau á samtals 13 undir pari; 3. sætinu deildu Phil Mickelson og Chasson Hadley á samtals 12 undir pari, hvor og loks var forystumaður 3 fyrstu dagana í mótinu Tyler Duncan í 5. sæti ásamt kanadíska kylfingnum Graham DeLaet á samtals 11 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Safeway Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Safeway Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2017 | 22:00
Bandaríska háskólagolfið: Erfið byrjun hjá Birni Óskari í Tennessee

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu í Louisiana Lafayette hófu í dag keppni á Franklin American Mortgage Intercollegiate. Mótið fer fram í The Grove, nálægt Franklin og Murfreesboro í Williamson sýslu, Tennessee og stendur 8.-10. október 2017. Keppendur eru 68 frá 12 háskólum. Eftir 1. dag er Björn Óskar T-63 eftir hring upp á 14 yfir pari, 86 högg. Í liðakeppninni er Louisiana Lafayette í 8. sæti. Til þess að sjá stöðuna á Franklin American Mortgage Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2017 | 20:00
LET: Cristie Kerr m/fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna

Bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr var í forystu frá upphafi til enda á Lacoste Ladies Open de France, og vann síðan fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst.: LET). Kerr er 19-faldur sigurvegari á LPGA og hvati hennar til sigurs í mótinu var að hún var að spila til stuðnings baráttu gegn krabbameini. Cristie lék á samtals 17 undir pari, 263 högg (62 64 68 69) og átti 4 högg á næsta keppanda. Í 2. sæti á 13 undir pari varð kínverki kylfingurinn Xi Yu Lin á 13 undir pari, 267 höggum (68 68 67 64). Til þess að sjá lokastöðuna á Lacoste Ladies Open de France SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2017 | 18:00
Evróputúrinn: Hatton sigurvegari Alfred Dunhill – Hápunktar 4. dags

Það var enski kylfingurinn Tyrrell Hatton, sem stóð uppi sem sigurvegari Alfred Dunhill mótsins. Hatton lék á samtals 24 undir pari, 264 höggum ( 68 65 65 66). Í 2. sæti varð landi Hatton, Ross Fisher, 3 höggum á eftir á 21 undir pari. Fisher setti vallarmet á St. Andrews, 61 högg, á lokahringnum. Sjá má nánar um vallarmetið með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá hápunkta frá 4. degi Alfred Dunhill mótsins SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Alfred Dunhill mótinu í heild SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þórunn Einarsdóttir, Þórunn Einarsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru 3: Þórunn Einarsdóttir, Þórunn Einarsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Þórunn Einarsdóttir er fædd 8. október 1937 og á því 80 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu Þórunnar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Þórunn Einarsdóttir – Innilega til hamingju með 80 ára merkisafmælið!!! Þórunn Einarsdóttir er fædd 8. október 1957 og á því 60 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu Þórunnar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Þórunn Einarsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Guðmundur Ágúst er fæddur 8. október 1992 og á því 25 ára afmæli í dag! Guðmundur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2017 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA 2018: Xinjun Zhang (4/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour, sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2017 | 00:01
PGA: Duncan enn í forystu e. 54 á Safeway – Hápunktar 3. dags

Nýliðinn Tyler Duncan er enn í forystu á Safeway Open mótinu, móti vikunnar á PGA Tour. Lokahringurinn verður spilaður seinna í dag. Duncan hefir samtals spilað á 14 undir pari, 202 höggum (65 66 71). Aðeins einu höggi á eftir á samtals 13 undir pari er Chasson Hadley og í 3. sæti eru Brendan Steele og Bud Cauley á samtals 12 undir pari. „Heimamaðurinn“ Phil Mickelson er að gera góða hluti, deilir 7. sætinu með 3 öðrum á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá stöðuna í heild á Safeway Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Safeway Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 22:00
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Særós Eva hafa lokið 2. hringjum í Yale

Þær Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University hafa lokið spili á 2 hringjum á Yale Women´s Fall Intercollegiate mótinu, en lokahringurinn verður spilaður á morgun. Mótið fer fram í New Haven, Conneticut á golfvelli Yale háskóla, en gestgjafi er Yale háskóli. Þátttakendur í mótinu eru 91 frá 15 háskólum. Helga Kristín er búin að spila á samtals 10 yfir pari, 152 höggum (71 81). Því miður var 10 högga sveifla milli hringja hjá Helgu Kristínu en hún var T-4 þ.e. deildi 4. sætinu með öðrum eftir 1. dag, en er nú T-35, meðal Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 20:00
Golfgrín á laugardegi 2017 (9)

Hjón eru að spila golf saman þegar eiginkonan spyr eins og upp úr þurru: „Elskan, ef ég myndi deyja, myndirðu kvænast aftur?“ Eiginmaðurinn svarar: „Nei, ástin mín.“ Eiginkonan: „Ég er viss um að þú myndir nú samt gera það.“ Eiginmaðurinn: „OK, ég myndi kannski kvænast aftur.“ Eiginkonan: „Myndirðu leyfa henni að sofa í rúminu okkar?“ Eiginmaðurinn svarar: „Ég geri ráð fyrir því.“ Eiginkonan spyr loks: „Myndirðu leyfa henni að nota golfkylfurnar mínar?“ Eiginmaður: „Nei, hún er örvhent!“
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2017 | 19:00
Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-10 á Race to Himmerland

Axel Bóasson komst með glæsilegum hætti í gegnum niðurskurð í gær, á Race to Himmerland mótinu, sem er næstsíðasta mót Nordic Golf League mótaraðarinnar.og var fyrir lokahringinn í dag T-16. Mótið, sem lauk í dag, stóð dagana 5.-7. október 2017 og var spilað í Himmerland Golf & Spa Resort á 2 völlum: Backtee Course (par-73) og Garia Course (par-68). Í dag lék Axel á Backtee vellinum og kom í hús á fínu skori, 1 undir pari, 72 höggum. Samtals lék Axel á 6 undir pari, 208 höggum (70 66 72) og lauk keppni T-10. Glæsilegt hjá kylfingi ársins á Nordic Golf League! Sjá má lokastöðuna í Race to Himmerland mótinu Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

