Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2017 | 09:00
Bandaríska háskólagolfið: Björn bætti sig um 10 högg milli hringja

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu í Louisiana Lafayette keppa á Franklin American Mortgage Intercollegiate. Mótið fer fram í The Grove, nálægt Franklin og Murfreesboro í Williamson sýslu, Tennessee og stendur 8.-10. október 2017. Keppendur eru 68 frá 12 háskólum. Í gær lék Björn Óskar 2. hringinn á 4 yfir pari, 76 höggum en fyrri daginn var hann því miður á 14 yfir pari, 86 höggum. Þrátt fyrir mikla bætingu er Björn Óskar enn í sama sæti á skortöflunni þ.e. T-63. Í liðakeppninni er Louisiana Lafayette T-9, en var í 8. sæti eftir 1. dag. Lokahringurinn verður spilaður í dag. Til þess að fylgjast með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2017 | 08:00
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín og Særós Eva luku keppni á Yale mótinu

Þær Helga Kristín Einarsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Boston University luku keppni á Yale Women´s Fall Intercollegiate mótinu, en mótið stóð dagana 6.-8. október. Spilaðir voru 2 hringir, en 3. hringurinn, sem spila átti, var felldur niður. Mótið fór fram í New Haven, Conneticut á golfvelli Yale háskóla, en gestgjafi var Yale háskóli. Þátttakendur í mótinu voru 91 frá 15 háskólum. Helga Kristín lék á samtals 10 yfir pari, 152 höggum (71 81). Því miður var 10 högga sveifla milli hringja hjá Helgu Kristínu en hún var T-4 þ.e. deildi 4. sætinu með öðrum eftir 1. dag, en lauk Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 16:30
LPGA: Ólafía hefur keppni í S-Kóreu n.k. fimmtudag!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristínsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni nk. fimmtudag, 12. október 2017 ,á LPGA KEB HANA BANK Championship í Incheon, í S-Kóreu. Þetta er 22. LPGA-mótið sem Ólafía Þórunn spilar í, en hún hefir 11 sinnum komist gegnum niðurskurð af þeim 21. mótum, sem hún hefir spilað í til þessa. Sem stendur er Ólafía Þórunn í 70. sæti á peningalista LPGA, með heildarvinningsfé upp á $187,141 (u.þ.b. 20 milljónir íslenskra króna). Ólafía Þórunn er í 182. sæti Rolex-heimslista kvenna, hærra rönkuð en nokkuð íslenskur kvenkylfingur hefir nokkru sinni verið! Jafnframt er hún í 82. sæti á stigalista LPGA, en hún þarf að vera meðal 100 efstu á þeim lista Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur B. Sveinsson – 9. október 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Guðlaugur B. Sveinsson, læknir. Guðlaugur er fæddur 9. október 1959 og er því 58 ára í dag. Guðlaugur er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og duglegur að taka þátt í opnum mótum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Panton f. 9. október 1916 – d. 24. júlí 2009; Sigríður Elín Þórðardóttir, GSS, 9. október 1960 (57 ára); Annika Sörenstam, 9. október 1970 (47 ára), Henric Sturehed, 9. október 1990 (27 ára) …. Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 14:05
Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Sigurlaugu Rún við keppni í Iowa HÉR!

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, eru gestgjafar á Drake Bulldog Invitational. Mótið stendur dagana 9.-11. október og verða spilaðir 3 hringir. Mótsstaður er Norwalk, Iowa og keppendur 44 frá 7 háskólum. Sigurlaug Rún er þegar farin út og er komin í 3 yfir pari, eftir 12 spilaðar holur – Vonandi gengur betur í framhaldinu!!! Til þess að fylgjast með gengi Sigurlaugar Rún SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA 2018: Ethan Tracy (5/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour, sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 12:30
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur hefur keppni á Pinehurst í dag

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, hefja keppni á Pinehurst Challenge, í Pinehurst, N-Karólínu í dag. Keppendur eru 100 frá 19 háskólum. Mótið stendur 9.-10. október og lýkur því á morgun. Gunnhildur fer út kl. 8:30 að staðartíma í N-Karólínu (sem er kl. 12:30 hér á Íslandi, þ.e. Gunnhildur er að fara út í þessum skrifuðu orðum). Til þess að fylgjast með gengi Gunnhildar og Elon SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 12:18
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur keppir næst í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson er í 26. sæti á peningalistanum fyrir lokasprettinn á keppnistímabilinu á Áskorendamótaröðinni. GKG-ingurinn þarf að vera í hópi 15 efstu í lok keppnistímabilsins til þess að fá keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Næsta mót hjá sjöfalda Íslandsmeistaranum fer fram á Hainan eyjaklasanum í Kína dagana 12.-15. október. Birgir Leifur er með öruggt sæti á öll mótin á Áskorendamótaröðinni næstu tvö tímabil þar sem hann sigraði á móti í Frakklandi sem lauk í byrjun september. Eins og áður segir er Birgir Leifur í 26. sæti með 52,585 Evrur í verðlaunafé en sá sem er í 15. sæti á peningalistanum er með 63,326 Evrur í verðlaunafé. Sjá má stöðuna á peningalistanum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 11:55
Hver er kylfingurinn: Brendan Steele?

Bandaríski kylfingurinn Brendan Steele sigraði í gær, 8. október 2017, á 1. móti PGA Tour á 2017-2018 keppnistímabilinu, Safeway Open. Þar með varði hann tiitl sinn, en hann sigraði á sama móti fyrir ári síðan! …. Og þar með eru PGA Tour titlar Steele orðnir 3. En hver er kylfingurinn: Brendan Steele? Brendan Steele fæddist 5. apríl 1983 í Idyllwild, Kaliforníu. Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of California, í Riverside og er því golfvöllum Kaliforníu býsna kunnugur. Reyndar má segja að hann hafi verið á heimavelli á Silverado í Napa dalnum í Kaliforníu, þar sem Safeway Open fer fram á hverju ári. Steele útskrifaðist úr háskóla 2005. Atvinnumannsferill Steele Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2017 | 07:00
Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín valin MAAC kylfingur mánaðarins

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og Albany var valin Metro Atlantic Athletic Conference (skammst. MAAC) kylfingur september mánaðar. Þessa heiðursviðurkenningu fær Helga Kristín fyrir framúrskarandi skor með háskólaliði sínu í setpember mánuði 2017. Sérstaklega var tiltekin frammistaða hennar í Rutgers mótinu þar sem hún átti hring upp á 69, sem var lægsta skor mótsins. Á þessum hring fékk Helga Kristín 6 fugla og 1 skolla. Sjá má umfjöllun Golf 1 um Helgu Kristínu í Rutgers mótinu með því að SMELLA HÉR: Annars var frammistaða Helgu Kristínar í september í bandaríska háskólagolfinu þannig að hún var þrívegis með topp-8 árangra í einstaklingshluta móta s.s. sjá má á eftirfarandi: Rutgers Invitational T4 78-69-78 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

