Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 03:40

LPGA: Ólafía á +2 e. 9 holur á 1. hring í S-Kóreu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hefir nú lokið við að spila 9 holur á Sky 72 Ocean golfvellinum í S-Kóreu, en KEB HanaBank meistaramótið er 22. LPGA mót, sem hún tekur þátt í. Ólafía er í ráshóp með þeim Marinu Alex frá Bandaríkjunum og Min-Ji Park frá S-Kóreu og fór út kl. 9:51 að s-kóreönskum tíma (kl. 00:51 að íslenskum tíma). Ráshópur Ólafíu Þórunnar byrjaði á 10. teig. Ólafía byrjaði ekki vel – fékk skolla á 10. holuna; síðan tókst henni að ná sér á strik á par-5 13. holunni; fékk góðan fugl þar og var aftur á sléttu pari, en síðan komu því miður tveir skollar í röð á par-4 16. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Björn lauk keppni á FAMC Intercollegiate

Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr GM og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu í Louisiana Lafayette keppa á Franklin American Mortgage Intercollegiate (Skammst.: FAMC Intercollegiate). Mótið fór fram í The Grove, nálægt Franklin og Murfreesboro í Williamson sýslu, Tennessee og stóð dagana 8.-10. október 2017 og lauk því í gær Keppendur voru 68 frá 12 háskólum. Björn Óskar lék á samtals 21 yfir pari, 237 höggum (86 76 75 ); lék sífellt betur í mótinu, en lauk keppni í 61. sæti. Í liðakeppninni varð Louisiana Lafayette 10. sæti Sjá má lokastöðuna á Franklin American Mortgage Intercollegiate með því að  SMELLA HÉR: Næsta mót Björns Óskars er á Hawaii 29.-31. október n.k.


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagins: Heiða Guðna og Michelle Wie – 11. október 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru Heiða Guðnadóttir og Michelle Wie. Báðar eru þær jafngamlar fæddar sama dag og sama ár 11. október 1989 og því báðar 28 ára í dag. Heiða er í GM og  klúbbmeistari GKJ 2012 og GM 2017 og Michelle Wie spilar á LPGA. Komast má á facebook síðu Heiðu Guðna til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Heiða Guðnadóttir (Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard Burton, f. 11. október 1907 – d. febrúar 1974 (vann m.a. Opna breska 1939); Fred Daly, f. 11. október 1911 – d. 18. nóvember 1990 (vann m.a. Opna breska Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Aaron Wise (7/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour, sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn T-10 og Stefán Sigmunds T-31 á Kansas Fall Classic!

Þeir Birgir Björn Magnússon, afrekskylfingur og klúbbmeistari GK 2012 og 2017 og Stefán Sigmundsson, GA kepptu f.h. skólaliðs síns, Bethany, á Kansas Fall Classic. Mótið fór fram í Turkey Creek, í McPherson í Kansas dagana 9.-10. október og lauk í gær. Þátttakendur voru 87 frá 13 háskólum. Upphaflega var áætlað að karlalið skólanna ættu að spila 3 hringi, en slæmt veður setti strik í reikninginn. Vindhviður upp á 32 km/klst. geystu fyrri keppnisdag á mánudaginn (9. okt.) og á þriðjudeginum lægði vindinn aðeins en þá gerði úrhellisrigning kylfingum lífið leitt. Í lok dags áttu flestir karlkeppendurnir eftir að klára 2. hring sinn þegar varð að fresta leik vegna myrkurs. Þriðjudagurinn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Bogason T-31 e. fyrri dag á Golfrank Inv. mótinu

Stefán Bogason, afrekskylfingur úr GR,  og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Florida Tech keppa á Golfrank Invitational mótinu, sem fram fer á PGA Nationsl Resort & Spa á Palm Beach í Flórída. Mótið stendur dagana 9.-10. október 2017 og lýkur því í dag. Þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum. Stefán keppir sem einstaklingur en við háskóla hans eru margir um hituna að komast í liðið, sem ekki er auðhlaupið. Eftir 1. hring var Stefán T-12, þ.e. jafn öðrum í 12. sæti en eftir 2. hring er hann T-31; á samtals skori upp á 6 yfir pari, 150 högg (72 78). Fylgjast má með gengi Stefáns með því að SMELLA HER: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rakel Kristjánsdóttir – 10. október 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Rakel Kristjánsdóttir. Rakel fæddist 10. október 1951. Rakel er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Rakel Kristjánsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Galleri Ozone Selfossi (107 ára); Bruce Devlin, 10. október 1937 (80 ára STÓRAFMÆLI!!!); Craig Marseilles, 10. október 1957 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Jody Anschutz, 10. október 1962 (55 árs) ; Bryn Parry, 10. október 1971 (46 ára); Golfara Sumar (42 ára); Johan Edfors, 10. október 1975 (42 ára); Haukur Dór, 10. október 1976 (41 árs); Mika Miyazato, 10. október 1989 (28 ára) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Marty Dou (6/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour, sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota í 12. sæti e. fyrri dag í Kaliforníu

Rúnar Arnórsson, afrekskylfingur úr GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota taka þátt í Alistir MacKenzie Invitational, sem fram fer í Meadow Club, í Fairfax, Kaliforníu, dagana 9.-10. október 2017. Þetta er stórt mót 88 keppendum frá 16 háskólum. Eftir fyrri daginn er Rúnar búinn að spila á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (74 73). Rúnar deilir 62. sæti mótsins með félaga sínum, Angusi Flanagan úr Minnesota liðinu. Í liðakeppninni er Minnesota háskóli í 12. sæti. Fylgjast má með Rúnari á Alister MacKenzie mótinu í Kaliforníu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2017 | 10:00

Henni Goya finnst sem hún hafi ekki verið velkomin í golf

Henni Goya segir að golfvellir hafi ekki alltaf verið staður þar sem henni hafi fundist hún velkomin á. Henni gekk fyrir giftingu sína undir nafninu Henni Zuël, en hún er gift fyrrum kærasta Carly Booth, argentínska kylfingnum Estanislao Goya, sem spilar á Áskorendamótaröð Evrópu. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Henni með því að SMELLA HÉR:  Þegar Henni var ung stelpa vann hún fyrsta mótið sitt og þá sagðist hún hafi vitað að golf væri fyrir sig. Þegar Henni var 13 ára var hún valin af sjálfum Nick Faldo til þess að vera í Team Faldo – sem var elítu hópur ungra, efnilegra kylfinga, en í hópnum voru m.a. Lesa meira