Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefán Boga lauk keppni í Flórída

Stefán Bogason, afrekskylfingur úr GR, og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu, Florida Tech kepptu á Golfrank Invitational mótinu, sem fram fór á PGA Nationsl Resort & Spa á Palm Beach í Flórída. Mótið stóð dagana 9.-10. október 2017 og voru þátttakendur 72 frá 12 háskólum. Stefán keppti sem einstaklingur en við háskóla hans eru margir um hituna að komast í liðið, sem ekki er auðhlaupið. Eftir 1. hring var Stefán T-12, þ.e. jafn öðrum í 12. sæti en eftir 2. hring var hann T-31; en hann lauk keppni T-52 á samtals skori upp á 15 yfir pari, 231 högg (72 78 81). Sjá má lokastöðuna á Golfrank Invitational með því að  SMELLA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir og Cristie Kerr – 12. október 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir og Cristie Kerr. Ragnheiður Adda er fædd 12. október 1957 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Cristie er fædd 12. október 1977 og því 40 ára stórafmæli í dag. Hún er nr. 14 á Rolex-heimslistanum yfir bestu kvenkylfinga heims. Sjá má eldri samantekt Golf 1 yfir þennan frábæra og vinsæla kylfing með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Freydís Ágústa Halldórsdóttir (56 ára); Todd Gibson Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 13:00

Angela og Sergio Garcia eiga von á sínu fyrsta barni

Líf Sergio Garcia hefir tekið miklum stakkaskiptum á þessu ári og ekki er séð fyrir endann á því. Sergio og eiginkona hans Angela Akins Hamann Garcia tilkynntu í gær að þau ættu von á fyrsta barni sínu í mars 2018. Skötuhjúin giftu sig s.s. kunnugt er í lok júlí í ár, eftir Opna breska. Með þessari fréttatilkynningu Garcia-hjónanna á Twitter fylgdi mynd af meðfylgjandi smábarnasamfellu þar sem á stóð: “I learned from the Master…My Daddy”  (Lausleg íslensk þýðing: „Ég lærði af Masternum … Pabba Mínum“ með Masters letri og Augusta National lógó-inu. Ægilega sætt allt saman – en það sem er gleðilegt er að Sergio verður að öllum líkindum nýbakaður Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 12:00

Justin Rose sæmdur MBE

Í gær, 11. október 2017,  var enski kylfingurinn frábæri Justin Rose sæmdur MBE orðunni úr hendi Vilhjálms Bretaprins, fyrir störf í þágu golfíþróttarinnar. MBE stendur fyrir: The Most Excellent Order of the British Empire og er orða sem er veitt þeim sem hefir auðgað breskar listir, vísindi, sinnt góðgerðarmálum eða stutt velferðarstofnanir eða unnið störf í þágu bresks almennings. Orðan var fyrst veitt 4. júní 1917, þ.e. fyrir 100 árum af Georg konungi V. Rose heitir fullu nafni Justin Peter Rose, fæddur 30. júlí 1980 og er því 37 ára. Á Twitter vef Rose mátti sjá meðfylgjandi mynd ásamt eftirfarandi texta: „Amazing to share this MBE ceremony with these 3 lovely Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake luku keppni T-5 í Iowa

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, voru gestgjafar á Drake Bulldog Invitational. Mótið fór fram í Norwalk, Iowa og  stóð dagana 9.-11. október. Keppendur voru 44 frá 7 háskólum. Sigurlaug Rún lék á samtals 22 yfir pari, 166 höggum (84 82) og hafnaði í 27. sæti í einstaklingskeppninni. Lið Sigurlaugar Rún, Drake, varð T-5 í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Drake Bulldog Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake er í Newton, Kansas, nú eftir helgi þ.e. 16-17. október 2017.


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 10:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-32 e. 1. dag í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hóf keppni í nótt á Hainan Open, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Mótið fer fram í Sanya Luhuitou golfklúbbnum,Donghai Bay, Sanya, á Hainan eyju, í Kína. Birgir Leifur lék 1. hring á 1 undir pari, 71 höggi; fékk 5 fugla og 4 skolla og er T-31 eftir 1. dag. Í efsta sæti er enski kylfingur Steven Brown, en hann lék 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum, á s.s. 5 högg á Birgi Leif. Til þess að sjá stöðuna á Hainan Open SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur lauk keppni á Pinehurst Challenge

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, tóku þátt í  Pinehurst Challenge, í Pinehurst, N-Karólínu. Mótið stóð dagana 9.-10. október keppendur voru 100 frá 19 háskólum. Gunnhildur lék á  238 höggum (75 80 83) og varð T-87. Elon, lið Gunnhildar varð í 16. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Pinehurst Challenge með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Elon og Gunnhildar er Idle Hour Collegiate Championship, sem fram fer 30.-31. október, í Macon, Georgíu og er þetta mót jafnframt það síðasta fyrir áramót hjá Gunnhildi og Elon.


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 08:00

PGA: Keegan Bradley meðal efstu manna e. 1. dag CIMB Classic – Hápunktar 1. dags

Það er Cameron Smith, sem leiðir eftir 1. dag CIMB Classic, 2. mótinu á keppnistímabilinu 2017-2018, sem fram fer í Malasíu Smith spilaði 1. hring á 8 undir pari, 64 glæsihöggum. Nýliðarnir þegar farnir að láta til sín taka, því í 2. sæti situr Xander Schauffele nýliði ársins á PGA Tour ásamt Poom Saksansin frá Thaílandi, sem er tiltölulega óþekktur en spilar á Asíutúrnum og er öllum hnútum kunnugur í Malasíu og svo er 3. maðurinn í 2. sæti bandaríski kylfingurinn  Keegan Bradley. Gaman að sjá Bradley aftur meðal efstu manna, en ansi hljótt hefir verið um hann að undanförnu! Þeir Bradley, Saksansin og Schauffele eru aðeins 1 höggi á eftir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 06:30

LPGA: Ólafía Þórunn á 74 e. 1. dag á KEB HanaBank Championship

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var nú rétt í þessu að ljúka 1. hring á LPGA KEB HanaBank Championship, en það er 22. LPGA-mótið sem hún tekur þátt í. Hún lék 1. hring á 2 yfir pari, var á 1 yfir pari á næstsíðustu holu, en fékk því miður skolla á síðustu holu sína (þeirri 9. á Sky 72 Ocean golfvellinum) og því 2 yfir pari, 74 högg staðreynd. Á hringnum fékk Ólafía Þórunn 2 fugla, 12 pör og 4 skolla og er sem stendur T-59, þ.e. deilir 55. sæti með 11 öðrum kylfingum. Fuglarnir komu á báðir á par-5 brautum (þeirri 7. og 13.) en skollarnir komu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 05:25

LPGA: Völlurinn sem Ólafía Þórunn spilar á í S-Kóreu – Sky 72 GC Ocean Course

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir hóf leik nú fimmtudagsnóttina, 12. október 2017 á LPGA KEB HanaBank Championship á golfvelli sem heitir Sky 72 Golf Club Ocean Course. Eins og Sky 72 nafnið bendir til er hér í raun ekki um 1 völl að ræða heldur 72 holu golfstað með 4 golfvöllum. Á staðnum er hinn 18 holu Hanui-völlur og svo hin svokallaða 54 holu Bada-þyrping, en þar er um að ræða 3 18-holu golfvelli og er Ocean völlurinn einn af þeim. Hinir eru Lake og Classic vellirnir. Sky 72 er einn stærsti golfstaður S-Kóreu og Ocean völlurinn er talinn 12. besti golfvöllur S-Kóreu. Hönnuður staðarins er Steve Nicklaus, sonur Gullna bjarnarins (Jack Nicklaus) og Lesa meira