Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2017 | 15:00
Nordic Golf League: Axel T-4 og Haraldur T-15 e. 2. dag í Svíþjóð

Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR taka þátt í lokamóti Nordic Golf League, SGT Tourfinal. Mótið fer fram í Kristianstads Golfklubb i Åhus, í Svíþjóð, dagana 12.-14. október 2017. Aðeins efstu 30 kylfingar á stigalista Nordic Golf League fengu keppnisrétt í mótinu. Eftir 2. dag er Axel T-4, hefir spilað á samtals 4 yfir pari, 144 höggum (73 71). Haraldur Franklín hins vegar er T-15, hefir spilað á samtals 8 yfir pari, 148 höggum (72 76). Sjá má stöðuna á SGT Tourfinal með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2017 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA 2018: Lanto Griffin (8/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2017 | 12:00
Drykkur Daly – Grip it & Sip it!

Hafið þið einhvern tímann pantað ykkur einn „John Daly„? Þið hafið líklega einhvern tímann gert það, en ekki vitað af því. Það er vegna þess að í gegnum árin hefir „Arnold Palmer„- drykkurinn með vodka þróast í kokkteil sem er nefndur eftir hinum tvöfalda risamótsmeistara John Daly. Og nú hefir Daly hafið framleiðslu drykkjarins – Sjá merki drykkjarins í fullri stærð hér að neðan – undir heitinu Grip it & Sip it! Takið eftir að drykkurinn er 8% þannig að hann er ekkert fyrir viðkvæma!
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2017 | 06:25
LPGA: Ólán Ólafíu í S-Kóreu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var nú rétt í þessu að ljúka 2. hring á LPGA KEB HanaBank Championship á Ocean golfvelli Sky 72 í S-Kóreu. Það er óhætt að segja að lán og lukka hafi ekki leikið við Ólafíu á 2. hringnum. Hún kom í hús á 7 yfir pari, 79 höggum og er í neðsta sætinu, eftir hring þar sem hún fékk aðeins 1 fugl en 8 skolla. Samtals hefir Ólafía Þórunn leikið fyrstu 2 hringina á 9 yfir pari, 153 höggum (74 79). Sjá má stöðuna á LPGA KEB HanaBank Championship með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2017 | 04:55
Áskorendamótaröð Evrópu: Glæsispilamennska Birgis Leifs

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefir nú nýlokið við 2. hring sinn á 2017 Hainan Open European Challenge Tour (á kínversku: 2017海南公开赛暨欧巡挑战赛 ), sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur átti stórkostlegan 2. hring sem hann lék á 7 undir pari, 65 höggum!!! Birgir Leifur skilaði skollalausu skorkorti og fékk 7 fugla og 11 pör!!! Glæsispilamennska þetta!!! Samtals er Birgir Leifur nú á 8 undir pari, 136 höggum (71 65) og er sem stendur T-4. Margir eiga þó eftir að ljúka 2. hring þegar þetta er ritað og gæti sætistala Birgis Leifs enn breyst. Fylgjast má með stöðunni á Hainan Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2017 | 04:00
LPGA: Erfið byrjun hjá Ólafíu á 2. hring í S-Kóreu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR, hefir nú lokið við fyrri 9 á 2. hring á LPGA KEB HanaBank Championship, sem fram fer á Sky 72 Ocean golfvellinum í Incheon í S-Kóreu. Byrjunin var gríðarlega erfið hjá Ólafíu en hún byrjaði, líkt og í gær á 10.teig. Strax þar og næstu tvær brautir á eftir (þ.e. 10.-12. braut) fékk Ólafía skolla og þurfti því að sýna mikinn karakter í framhaldinu. Henni tókst að taka þetta aðeins aftur á par-5 13. brautinni en þar fékk Ólafía Þórunn fugl, en síðan fékk hún annan skolla á par-4 16. brautinni, sem er lengsta par-4 holan á vellinum. Ólafía virðist eiga í einhverjum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 23:30
LPGA: Ólafía hefur 2. hring kl. 1:02 í nótt í S-Kóreu á KEB HanaBank mótinu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, fer út núna á eftir kl. 1:02 að íslenskum tíma á 2. hring LPGA KEB HanaBank Championship (kl. 10.02 að morgni 13. október að s-kóreönskum tíma). Ólafía Þórunn er með Hee Young Park frá Suður-Kóreu og Alison Lee, nýliðanum í liði Bandaríkjanna í Solheim Cup 2016, í ráshóp. Alison Lee var vendipunkturinn í leik liðs Bandaríkjanna, sem var undir þegar Alison varð fyrir leiðindum af hálfu norsku frænku okkar, Suzann Petterson, sem var með einhverja reglustæla við hana, sem reitti bandaríska liðið til reiði, sem dugði þeim til sigurs. Eins og staðan er nú er Ólafía Þórunn búin að spila á 2 yfir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 23:00
Nordic Golf League: Haraldur T-4 og Axel T-6 e. 1. dag í Svíþjóð

Haraldur Franklín Magnús, GR og Axel Bóasson, GK hófu keppni í dag á lokamóti Nordic Golf League, SGT Tourfinal. Mótið fer fram í Kristianstads Golfklubb i Åhus, í Svíþjóð, dagana 12.-14. október 2017. Aðeins efstu 30 kylfingar á stigalista Nordic Golf League fengu keppnisrétt í mótinu. Eftir 1. dag er Haraldur Franklín T-4, en hann lék 1. hring á 2 yfir pari, 72 höggum. Á hringnum fékk Haraldur Franklín 4 fugla, 2 skolla og því miður líka 2 tvöfalda skolla. Axel er T-6, lék 1. hring á 3 yfir pari, 73 höggum. Á hringnum fékk Axel 2 fugla og 5 skolla. Sjá má stöðuna á SGT Tourfinal með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 22:00
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk keppni í Kaliforníu

Rúnar Arnórsson, afrekskylfingur úr GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota tóku þátt í Alistir MacKenzie Invitational, sem fram fór í Meadow Club, í Fairfax, Kaliforníu, dagana 9.-10. október 2017. Þetta var stórt mót 88 keppendum frá 16 háskólum. Rúnar lék á samtals 5 yfir pari, 218 höggum (74 73 71) og lauk keppni T-53 í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni varð Minnesota háskóli í 11. sæti. Sjá má lokastöðuna á Alister MacKenzie mótinu í Kaliforníu með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Rúnars og Minnesota háskóla er Royal Oaks Invitational, sem fram fer í Dallas, Texas 23.-24. október n.k.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2017 | 20:00
Evróputúrinn: 6 á toppnum á Opna ítalska – Hápunktar 1. dags

Það eru 6 kylfingar sem deila forystunni eftir 1. dag Opna ítalska, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum. Mótið fer fram í Golf Club Milano í Parco Reale di Monza, á Ítalíu og stendur dagana 12.-15. október 2017. Þessir 6 eru: heimamaðururinn Francesco Molinari; Jamie Donaldson frá Wales; Englendingarnir Matt Wallace og Eddie Pepperell; Svíinn Alexander Björk og Kiradech Amphibarnrat frá Thaílandi. Allir léku þessir kylfingar 1. hring Opna ítalska á 7 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

