Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 19:00
Nordic Golf League: Axel lauk keppni T-2 og Haraldur Franklín í 10. sæti í Svíþjóð!!!

Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR tóku þátt í lokamóti Nordic Golf League, SGT Tourfinal. Mótið fór fram í Kristianstads Golfklubb i Åhus, í Svíþjóð, dagana 12.-14. október 2017 og lauk því í dag. Aðeins efstu 30 kylfingar á stigalista Nordic Golf League fengu keppnisrétt í mótinu. Axel lauk keppni á 1 yfir pari, 211 höggum (73 71 67) og að loknum hefðbundum 72 holum var hann jafn 2 öðrum kylfingum, Svíunum Niklas Lemke og Mikael Lindberg í 1. sæti. Það varð því að koma til bráðbana milli þeirra þriggja og þar stóð Niklas Lemke uppi sem sigurvegari en Axel og Mikael Lindberg deildu með sér 2. sætinu í mótinu. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 18:00
German Junior Golf: Kristófer Karl T-4 og Daníel Ísak og Sigurður Arnar T-7 í Þýskalandi!

Þrír íslenskir piltar tóku þátt í German Junior GolfTour Championship, sem fram fór dagana 11.-14. október 2017 og lauk því í dag. Þeir léku allir í flokki 18 ára og yngri og voru keppendur 85. Þetta voru þeir Daníel Ísak Steinarsson, GK; Kristófer Karl Karlsson, GM og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG. Mótsstaður var Berliner Golfclub Stolper Heide, í Berlín, Þýskalandi, en komast má inn á vefsíðu golfklúbbsins með því að SMELLA HÉR: Kristófer Karl stóð sig best íslensku keppendanna , en hann lék hringina 4 á á 10 yfir pari, 298 höggum (82 74 73 69) og var T-4 í mótinu. Hann átti stórglæsilegan lokahring upp á 69 högg!!! Daníel Ísak og Sigurður Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ásta Óskarsdóttir – 14. október 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ásta Óskarsdóttir. Ásta er fædd 14. október 1964 og á því 53 ára afmæli í dag. Ásta er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebooksíðu Ástu til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið Ásta Óskarsdóttir, GR (53 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jesse Carlyle „J.C.“ Snead, f. 14. október 1940 (77 ára); Beth Daniel 14. október 1956 (61 árs); Kaisa Ruuttila, 14. október 1983 (34 ára) ….. og ….. Barnaföt Og Fleira Sala (38 ára); Siglfirðingafélagið Siglfirðingar (56 ára) og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA 2018: Andrew Yun (9/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 09:00
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki T-11 og Gísli T-38 e. 1. dag í Tennessee

Þeir Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, hófu keppni í gær á Bank of Tennessee Intercollegiate mótinu, sem fram fer á The Ridges, Jonesborough, Tennessee. Þátttakendur í mótinu eru 84 frá 15 háskólum. Eftir 1. dag er Bjarki T-11 en hann kom í hús í gær á 2 undir pari, 70 höggum; á hring þar sem hann fékk 5 fugla og 3 skolla. Gísli er T-38, en hann lék á 1 yfir pari, 73 höggum; fékk 1 glæsiörn, 1 fugl og því miður líka 4 skolla. Fylgjast má með þeim Bjarka og Gísla á skortöflu mótsins með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 08:00
Birgir T-12 e. 3. dag í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lauk í nótt við 3. hring sinn á 2017 Hainan Open European Challenge Tour (á kínversku: 2017海南公开赛暨欧巡挑战赛 ), sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Á 3. hring lék Birgir Leifur á 1 undir pari, 71 höggi; fékk 3 fugla og 2 skolla. Birgir Leifur lék hefir leikið á samtals 9 undir pari, 207 höggum (71 65 71) og deilir 12. sætinu, fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Erik van Rooyen frá S-Afríku, en hann hefir samtals spilað á 17 undir pari (67 65 67). Sjá má stöðunni á Hainan Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 07:00
Evróputúrinn: Fraser og Wallace deila 1. sæti Opna ítalska – Hápunktar 2. dags

Tveir kylfingar eru á toppnum í hálfleik á Opna ítalska: ástralski kylfingurinn Marcus Fraser og Englendingurinn Matt Wallace. Þeir hafa báðir spilað á samtals 13 undir pari, 129 höggum; Fraser (67 62) og Wallace (64 65). Tveimur höggum á eftir, á samtals 11 undir pari deila Kiradech Amphibarnrat frá Thaílandi og Wales-verjinn Jamie Donaldson, 3. sætinu. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 01:00
LPGA: Ólafía Þórunn hefur keppni á 3. hring kl. 1:27 í S-Kóreu

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur keppni á Ocean golfvelli Sky 72 golfstaðarins í Incheon, Suður-Kóreu eftir u.þ.b. hálftíma kl. 10.27 a.m. í S-Kóreu, sem er kl. 1:27 að staðartíma hér á Íslandi. Ólafía Þórunn átti afar erfiðan hring í gær þar sem hún lék á 7 yfir pari, 79 höggum og er nú í neðsta sæti mótsins. Samtals hefir Ólafía spilað á 9 yfir pari 153 höggum (74 79) og spennandi hvort henni tekst að laga stöðuna í dag. Efst í mótinu er vinkona Ólafíu Þórunnar, Angel Yin, en hún er búin að spila á glæsilegum 11 undir pari, 133. högg (68 65). Fylgjast má með gengi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2017 | 17:00
PGA: Perez efstur í hálfleik CIMB Classic

Það er bandaríski kylfingurinn Pat Perez sem vermir efsta sætið á móti vikunnar á PGA Tour, CIMB Classic þegar mótið er hálfnað. Perez er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 131 höggi (66 65). Í 2. sæti er nýliði ársins á PGA Tour, Xander Schauffele, 1 höggi á eftir á samtals 12 undir pari, 132 höggum (65 67). Sjá má hápunkta 2. dags á CIMB Classic með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Orri Þórðarson – 13. október 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Orri Þórðarson Kristófer Orri er fæddur 13. október 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Kristófer Orri Þórðarson · Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brian Thomas („Bud“ eða „Buddy„) Allin 13. október 1944 (73 ára); Kristín Inga Þrastardóttir, 13. október 1945 (72 ára); Kristján Ingibjörn Jóhannsson, 13. október 1945 (72 ára); Chako Higuchi, f. 13. október 1945 (72 ára); Kristján Jóhannsson f. 13. október 1945 (72 ára); Gunnar Rafnsson , Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

