Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2017 | 21:00
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki á 66 og lauk keppni T-8 – Gísli T-37

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State, luku keppni í dag á Bank of Tennessee Intercollegiate mótinu, sem fór fram á keppnisvelli Blackthorne Club at the Ridges, í Jonesborough, Tennessee. Þátttakendur í mótinu voru 84 frá 15 háskólum. Bjarki átti magnaðan endasprett og lék lokahringinn á 6 undir pari, 66 höggum!!! Samtals lék Bjarki á 8 undir pari, 208 höggum (70 72 66) og lauk keppni T-8. Gísli lauk keppni T-37, en hann lék á 1 yfir pari, 217 höggum (73 73 71). Kent State varð í 2. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Bank of Tennessee Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2017 | 17:30
PGA: Perez sigurvegari CIMB Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Pat Perez, sem sigraði á CIMB Classic, móti vikunnar á PGA Tour, sem fram fór í Malasíu. Perez lék á samtals 24 undir pari, 264 höggum (66 65 64 69). Í 2. sæti varð Keegan Bradley, heilum 4 höggum á eftir Perez, á samtals 268 höggum (65 71 65 67 ). Til þess að sjá lokastöðuna á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2017 | 17:00
Evróputúrinn: Hatton sigraði á Opna ítalska

Það var enski kylfingurinn Tyrrell Hatton, sem sigraði á móti vikunnar á Evróputúrnum, Opna ítalska. Hatton lék á samtals 21 undir pari, 263 höggum (69 64 65 65). Fyrir sigurinn hlaut Hatton sigurtékka upp á € 990,399 (u.þ.b. 123,8 milljónir íslenskra króna). Þetta er 3. sigur Hatton á Evróputúrnum en hann hefir tvívegis áður sigrað á mótaröðinni, í bæði skiptin á Alfred Dunhill mótinu (2016 og 2017) og í bæði skiptin varð Ross Fisher í 2. sæti. Allt er þegar þrennt er því 2. sætinu deildu landi Hatton, Ross Fisher (enn á ný!!!) og thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat, báðir 1 höggi á eftir, á samtals 20 undir pari, 264 höggum hvor; Aphibarnrat (64 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Ingibjörg og Ólafía Þórunn – 15. október 2017

Afmæliskylfingar dagsins á Golf 1eru tveir: atvinnukylfingurinn okkar, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og LPGA, sem við erum öll svo stolt af og Ingibjörg Kristjánsdóttir, GK. Ingibjörg Kristjánsdóttir er fædd 15. október 1957 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Ingibjörg er gift Hinrik Kristjánssyni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Ingibjörg Kristjánsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! **************************************************************************** Þetta er stórafmælisdagur hjá Ólafíu Þórunni, en hún er fædd 15. október 1992 og því 25 ára í dag. Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með kvennagolfliði Wake Forest (2010-2014) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2017 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA 2018: Conrad Shindler (10/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2017 | 07:00
LPGA: Ólafía lauk keppni T-74 í S-Kóreu

Afmæliskylfingur Golf 1 í dag, Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, lauk keppni á LPGA KEB HanaBank Championship í nótt, í neðsta sæti ásamt heimakonunni Ji Young Kim. Þær deildu 74. sæti (þ.e. voru T-74). Í nótt jafnaði Ólafía besta hring sinn á Ocean velli Sky 72, var á 2 yfir pari 74 höggum; á hring þar sem hún fékk 2 fugla, 2 skolla og einn tvöfaldan skolla. Samtals lék Ólafía Þórunn á 14 yfir pari, 302 höggum (74 79 75 74). Það var heimakonan Jin Young Ko, sem stóð uppi sem sigurvegari í mótinu, en hún lék á 19 undir pari ( 68 67 66 68), en í 2. sæti varð Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2017 | 06:00
Birgir Leifur lauk keppni T-19 í Kína

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lauk í nótt keppni á 2017 Hainan Open European Challenge Tour (á kínversku: 2017海南公开赛暨欧巡挑战赛 ), sem er mót á Áskorendamótaröð Evrópu. Á 4. hring lék Birgir Leifur á sléttu pari, 72 höggum; fékk 2 fugla og 2 skolla. Samtals lék Birgir Leifur á 9 undir pari, 279 höggum (71 65 71 92) og lauk keppni í 19. sætinu, sem hann deildi með 6 öðrum kylfingum (T-19). Sigurvegari mótsins varð Erik van Rooyen frá S-Afríku, en hann lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (67 65 67 71). Til þess að sjá lokastöðuna á Hainan Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 22:00
LPGA: Ólafía fer út á lokahring HanaBank mótsins kl. 1:22 í nótt – Fylgist með HÉR!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir fer út kl. 1:22 að íslenskum tíma í nótt á Ocean golfvellinum á Sky 72 golfstaðnum nálægt Incheon í S-Kóreu, á LPGA KEB HanaBank Championship. Ólafía er enn í neðsta sæti í mótinu þ.e. 77. sætinu; hefir samtals spilað á 12 yfir pari, 228 högg (74 79 75). Um 4 högga sveiflu er að ræða milli hringja hjá Ólafíu Þórunn milli 2. og 3. hrings. Í efsta sæti eftir 3. hring er heimakonan Jin Young Ko á samtals 15 undir pari. Til þess að fylgjast með Ólafíu Þórunn á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 21:00
German Junior Golf: Sigurður Arnar sigraði í flokki 15-16 ára í Þýskalandi!

Hér fyrr í dag birtist frétt þess efnis að Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, hefði orðið T-7 á stóru unglingamóti í Þýskalandi. Málið er hins vegar það að skor keppenda 15-16 ára og 17-18 voru ekki sundurgreind, þannig að hið rétta er að Sigurður Arnar varð T-7 yfir alla 85 keppendur í báðum flokkum, sem er stórglæsilegt. Það sem er hins vegar enn glæsilegra er að Sigurður Arnar sigraði í sínum aldursflokki 15-16 ára!!! Sigurður Arnar lék á 14 yfir pari, 302 höggum (80 78 69 75). Glæsilegur sigur hjá Sigurði Arnari á stóru unglingamóti í Berlín, Þýskalandi!!!! Til þess að sjá lokastöðuna á German Junior GolfTour Championship Boys SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2017 | 20:00
Golfgrín á laugardegi 2017 (10)

Maður tekur sér frí í vinnunni og ákveður að fara út í golf. Hann er á 2. holunni þegar hann tekur eftir frosk sem situr næst flötinni. Hann er ekkert að veita því nánari athygli og er við það að slá þegar hann heyrir „Ribbit. 9- járn“. Hann lítur í kringum sig en sér ekki neinn. „Ribbit. 9-járn.“ Hann lítur á froskinn og ákveður að hann ætli að sanna fyrir honum að 9. járnið sé ekki rétt kylfa. Hann setur aðrar kylfur sínar til hliðar og tekur 9-járnið. Búmm! Hann slær boltann 5 cm frá holu og er næstum sjokkeraður! Hann segir við froskinn: „Vá þetta er ótrúlegt. Þú hlýtur að Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

