Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els ———— 17. október 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els. Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og er því 48 ára í dag. Hann vann e.t.v. stærsta sigur sinn á golfvellinum 2012 þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 Sjá má kynningu Golf á afmæliskylfingnum með því að smella á eftirfarandi: Els 1 – Els 2 – Els 3 – Els 4 – Els 5 – Els 6 – Els 7 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sigfús Ægir Árnason, 17. október 1954 (63 ára); Blaine McCallister, 17. október 1958 (59 ára); Stefán S Arnbjörnsson, 17. október 1959 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Adam Schenk (12/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2017 | 12:30

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda T-10 e. fyrri dag í Ohio

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, IUPUI, hófu keppni í gær á Dayton Fall Invitational mótinu. Mótið fer fram í NCR Country Club, í Kettering, Ohio. Spilað er á Norðurvellinum (ens.: North Course) NCR, sem er par-70 og 5.826 yarda langur (5326 metra langur). Það eru 90 keppendur frá 17 háskólaliðum, sem þátt taka. Hafdís Alda lék 1. hring á 3 yfir pari, 73 höggum og er T-10 í þessu stóra móti, sem er stórglæsilegur árangur!!! IUPUI, golflið Hafdísar Öldu í bandaríska háskólagolfinu er sem stendur í 2. sæti í liðakeppninni. Fylgjast má með gengi Hafdísar Öldu og IUPUI með því að SMELLA HÉR:  


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2017 | 12:00

Thomas Björn og Jim Furyk endurtaka golfsöguna í Eiffel turninum!

Fyrirliðar liðanna í Ryder bikarnum 2018, þ.e. liðs Evrópu Thomas Bjørn og liðs Bandaríkjanna Jim Furyk, endurtóku í dag, 17. október 2017 sögulega stund með því að slá golfboltum af Eiffel turninum í París, 41 ári eftir að hinn goðsagnarkenndi Arnold Palmer varð hinn fyrsti og eini til þess að gera svo. Bjørn og Furyk slógu golfboltum af 1. hæð Eiffel turnsins í átt að  Champs de Mars og endurtóku þar með það sem Palmer gerði, en Arnie var tvívegis fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Rydernum og þar að auki 7-faldur risamótssigurvegari. Konungurinn tíaði upp í Eiffelturninum 14. október 1976. Ryder bikarinn 2018 fer fram á Le National vellinum glæsilega í París Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2017 | 11:00

Champions Tour: Monty sigraði á SAS meistaramótinu!

Fyrrum fyrirliði liðs Evrópu í Rydernum, Colin Montgomerie (alltaf kallaður Monty) sigraði nú um helgina á Öldungamótaröð PGA (ens. Champions Tour), á SAS Championship. Nú heldur Monty fullur sjálfstrausts í Charles Schwab Cup umspilið eftir að hafa nælt sér í 2. sigur sinn á 5 vikum á Champions Tour. Á lokahringnum lék hinn 54 ára Monty á glæsilegum 8 undir pari, 64 höggum í Prestonwood Country Club í Norður- Karólínu. Samtals lék Monty á 16 undir pari, 200 höggum (69 67 64).  Í 2. sæti voru Vijay Singh og Doug Garwood heilum 3 höggum á eftir Monty, á samtals 13 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á SAS Championship Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún T-25 e. 1. dag í Kansas

Sigurlaug Rún Jónsdóttir og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, taka þátt í MVC Fall Preview mótinu, sem fram fer á Sand Creek Station Medal golfvellinum, í Newton Kansas, dagana 16.-17. október. Mótinu lýkur því í dag.  Þátttakendur eru 69 frá 11 háskólum. Í gær lék Sigurlaug Rún á 13 yfir pari, 157 höggum (81 76) og er T-25 þ.e. deilir 25. sætinu með 5 öðrum keppendum. Þetta er góður árangur hjá Sigurlaugu Rún en hún er meðal topp-36% keppenda! Drake er í 9. sæti í liðakeppninni. Fylgjast má með gengi Sigurlaugar Rún með því að SMELLA HÉR:  Þetta er síðasta mót Sigurlaugar Rún og Drake á haustönn, en næstu mót Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2017 | 08:00

Keilir fagnar heimkomu Axels með móttöku í golfskálanum

Golfklúbburinn Keilir ætlar að halda móttöku (í dag) þriðjudaginn 17. október þar sem tekið verður á móti atvinnukylfingnum Axel Bóassyni. Íslandsmeistarinn gerði sér lítið fyrir og sigraði í heildarstigakeppninni á Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem lauk um s.l. helgi. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur nær slíkum árangri en mótaröðin er í þriðja styrkleikaflokki í Evrópu. Móttakan hefst kl. 18.00 í golfskála Keilis við Hvaleyrarvöll og eru allir velunnarar, Keilisfélagar og aðrir áhugasamir velkomnir. Axel endaði í öðru sæti á lokamótinu þar sem að úrslitin réðust í þriggja manna bráðabana. Alls keppti Axel á 20 mótum og sigraði hann á tveimur þeirra. Hann náði að tryggja sér keppnisrétt á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefán Teitur Þórðarson – 16. október 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Stefán Teitur Þórðarson, GL.  Hann er fæddur í dag árið 1996 og því 21 árs. Komast má á facebook síðu Stefáns Teits til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Stefán Teitur Þórðarson – Innilega til hamingju með 21 árs afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herdís Guðmundsdóttir, (f. 16. október 1910- d. 29.1.1997) Fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem hlaut meistaratign í golfi. Meistari Golfklúbbs Íslands, síðar GR, 1938, 1939, 1944, 1945 og 1948; Margrét Óskarsdóttir, GM 16. október 1951 (66 ára); Val Skinner, 16. október 1960 (57 ára); Kay Cockerill, 16. október 1964 (53 ára); Agnes  Ingadóttir, GM, 16. október 1965 (52 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Matt Atkins (11/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda hefur keppni í Ohio

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, IUPUI, hefja leik í dag á Dayton Fall Invitational mótinu. Mótið fer fram í NCR Country Club, í Kettering, Ohio. Spilað verður á Norðurvellinum (ens.: North Course) NCR, sem er par-70 og 5.826 yarda langur (5326 metra langur). Það eru u.þ.b. 70 keppendur frá 14 háskólaliðum, sem þátt taka. Mótið hefst kl. 10:30 að staðartíma, sem er kl. 14:30 að íslenskum tíma og eru keppendur ræstir út með shotgun byrjun (þ.e. allir í einu). Ekki er hægt að fylgjast með á skortöflu í beinni en staðan í mótinu verður birt hér á Golf 1 um leið og hún liggur fyrir.