Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ian Michael Baker Finch – 24. október 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ian Michael Baker Finch. Hann fæddist 24. október 1960 í Nambour, Queensland í Ástralíu og er því 57 ára í dag. Ian Michael ólst upp í sama nágrenni í Queensland og heimsþekktir ástralskir kylfingar þ.e. Greg Norman og Wayne Grady. Þekktastur er Ian Michael fyrir að sigra á Opna breska, árið 1991. Ian Michal gerðist atvinnumaður í golfi 1979. Hann segir Jack Nicklaus hafa haft mest áhrif á feril sinn, þar sem hann segist hafa byggt golfleik sinn á bók Gullna Björnsins (Nicklaus) „Golf My Way”. Á atvinnumannsferli sínum sigraði Ian Michael 17 sinnum; 2 sinnum á PGA; 2 sinnum á Evróputúrnum; 3 sinnum á japanska PGA; Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Stephan Jäger (19/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2017 | 12:00

Þórður Rafn hættur í atvinnugolfi

„Ég taldi að núna væri rétti tíminn til að leggja atvinnumannaferilinn á hilluna í bili. Ég var frekar þreyttur á ferðalögunum sem fylgja þessu og ég gat ekki séð það fyrir mér að taka enn eitt árið á Pro Golf atvinnumótaröðinni eða annarri slíkri mótaröð,“ segir Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem hóf nýverið störf á golfdeild ferðaskrifstofunnar Úrval Útsýn. Þórður Rafn fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 2015 á Garðavelli en hann hefur leikið um margra ára skeið á þýsku Pro Golf atvinnumótaröðinni sem er þriðja styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. „Ég er orðinn þrítugur og ég held að það sé hámarksaldur til þess að vera á Pro Golf mótaröðinni eða Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2017 | 18:00

Barack Obama spilar golf ásamt Stephen Curry og Jordan Spieth

Stórkylfingurinn Jordan Spieth tók golfhring með körfuboltakappanum Stephen Curry og bróður hans Seth og eins fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Barack Obama. Með þeim á hringnum voru einnig forstjóri Under Armour í Bandaríkjunum Kevin Plang og Jonnie West, sonur framkvæmdastóra Warriors, Jerry West. Seth, bróðir Stephen Curry, kallaði golfhringinn í þessum mæta félagsskap, „einu sinni á ævinni“ upplifun. Spieth setti mynd af hollinu inn á Instagram. Það sem vakti athygli flestra var að allt hollið var í flottum hvítum íþróttakóm, ja allir nema Stephen Curry, sem virðist ekki hafa fengið skilaboðin um að allir ætluðu að vra í hvítum skóm þennan dag!


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Bergs og Óðinn Þór – 23. október 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Hlynur Bergsson, GKG. Hlynur er fæddur 23. október 1998 og er því 19 ára í dag. Hlynur er Íslandsmeistari pilta í höggleik 2015. Hann tók m.a. þátt í Duke of York mótinu 2015 og landaði 25. sætinu, sem er góður árangur. Árið 2016, varði Hlynur Íslandsmeistaratitil sinn í höggleik í piltaflokki og eins varð hann stigameistari í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni. Í ár 2017 hefir Hlynur m.a. keppt á Eimskipsmótaröðinni Komast má á facebook síðu Hlyns hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Hlynur Bergsson 19 ára – Innilega til hamingju með afmælið! Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, er snilldarkylfingur, sem spilaði hér áður fyrr með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Talor Gooch (18/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim, sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2017 | 12:00

GKG: Aron, Sigurður og Ragnar Már hefja keppni á EM golfklúbba í Frakklandi

Aron Snær Júlíusson og bræðurnir  Sigurður Arnar Garðarsson og Ragnar Már Garðarsson skipa lið GKG, sem keppir á Evrópumeistaramóti golfklúbba 2017. Mótið fer fram á Golf du Médoc í Frakklandi og hefst keppnin 26. október. GKG tryggði sér keppnisrétt á þessu móti með sigri í 1. deild á Íslandsmóti golfklúbba 2017. Alls eru 24 klúbbar sem taka þátt og koma þeir frá eftirfarandi löndum: Austurríki Belgía Danmörk Eistland England Finnland Frakkland Grikkland Holland Írland Ísland Ítalía Kasakstan Króatía Lúxemborg Pólland Portúgal Serbía Skotland Slóvakía Spánn Sviss Wales Þýskaland Heimild: GSÍ


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2017 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristin best í liði Albany í Delaware

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Albany, tóku þátt í  University of Delaware Lady Blue Hen Invitational mótinu. Mótið fór fram í Rehoboth Beach, í Rehoboth Beach Country Club, í Delaware og voru þátttakendur 60 frá 9 háskólum. Helga Kristín stóð sig best af liðsfélögum sínum í liði University of Albany; varð T-24 í einstaklingskeppninni. Helga Krístín var með skor upp á 233 högg (77 77 79). Lið Helgu Kristínar, Albany, varð í 8. sæti í liðakeppninni með heildarskor upp á 939 (315-316-308) Til þess að sjá lokastöðuna á University of Delaware Lady Blue Hen Invitational mótinu SMELLIÐ HÉR:  Þetta var síðasta mót Helgu Kristínar á haustönn, en næstu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Reyr Sigurðsson – 22. október 2017

Afmæliskylfingar dagsins, 22. október 2016 er Kristinn Reyr Sigurðsson. Kristinn Reyr er fæddur 22. október 1996 og á því 21 árs afmæli í dag. Kristinn Reyr er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Kristinn Reyr varð m.a. í 4. sæti á stigalista GSÍ 2013 í piltaflokki. Hann hefir m.a. spilað á Eimskipsmótaröðinni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Kristinn Reyr Sigurðsson (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Olof Loa Jonsd., 22. október 1948 (69 ára); Sonja B. Jónsdóttir, 22. október 1952 (65 ára); Júlíus Þór Tryggvason, 22. október 1966 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2017 | 15:00

Evróputúrinn: Garcia sigraði á Valderrama Masters

Það var gestgjafi móts vikunnar á Evróputúrnum, Sergio Garcia, sem var svo ógestrisinn að sigra í sínu eiginn móti,  þ.e. Andalucia Valderrama Masters hosted by the Sergio Garcia foundation. Mótið stóð dagana 19.-22. október og var að ljúka nú í þessu. Sergio lék á samtals 12 undir pari, 272 höggum (66 71 68 67). Hollenski kylfingurinn Joost Luiten, sem búinn var að vera í forystu mestallt mótið varð í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sja lokastöðuna á Valderrama Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sá hápunkta 4. dags Valderrama Masters SMELLIÐ HÉR:  (Fært inn um leið og myndskeið er til)