Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2017 | 18:00

LET Access: Valdís hafnaði í 2. sæti á SGT mótinu á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, náði þeim glæsilega árangri að landa 2. sætinu á lokamóti Santander Golf Tour (SGT) í Valencia á Spáni. Valdís lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (66 73 72) og var aðeins 1 höggi á eftir sigurvegaranum Emmu Nilson frá Svíþjóð. Á hringnum í dag lék Valdís Þóra á sléttu pari, 72 höggum; fékk 4 fugla, 2 skolla og því miður líka einn tvöfaldan skolla; einum skolla og mikið eða einum fugli of lítið, til þess að koma sér í bráðabana. Eftir stendur 2. sætið, sem þrátt fyrir örlítil vonbrigði er svo ótrúlega flottur árangur!!! Til þess að sjá lokastöðuna á lokamóti SGT SMELLIÐ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Björgvin og Anna Jódís – 27. október 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tvíburarnir frábæru úr Hafnarfirði; Björgvin Sigurbergsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og golfkennari afrekskylfinga hjá Keili til margra ára og Anna Jódís Sigurbergsdóttir, einn forgjafarlægsti kvenkylfingur landsins. Anna Jódís og Björgvin eru fædd 27. október 1969. Komast má á facebook síðu Björgvins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Björgvin Sigurbergsson (48 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Carol Semple, 27. október 1948 (69 ára); Patty Sheehan, 27. október 1956 (61 árs); Sóley Gyða Jörundsdóttir (57 ára); Des Terblanche (frá Suður-Afríku) 27. október 1965 (52 ára); Sesselja Engilráð Barðdal (47 ára); Melissa Sossa Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Abraham Ancer (22/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað verður á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hljóta þannig kortið sitt í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 verður byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía m/stórglæsilegan 2. hring á Sime Darby – 67 högg!!!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, átti stórglæsilegan hring á 24. LPGA mótinu sínu, sem hún tekur þátt í, Sime Darby í Malasíu. Þeim sem fylgjast með Ólafíu urðu það nokkur vonbrigði í nótt þegar fresta varð keppni vegna veðurs. Ólafía var þá búin að ljúka leik á 8 holum og var komin á 1 undir par. Eftir að veður lægði hélt keppnin áfram og lék Ólafía Þórunn hringinn samtals á 4 undir pari, 67 höggum.  Æðislegt!!! Á hringnum fékk hún hvorki fleiri né færri en 6 fugla, 10 pör og 2 skolla. Samtals er Ólafía því nú á 1 undir pari, 141 höggi (74 67) og deilir 33. sætinu með 7 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 20:45

Bandaríska háskólagolfið: Hafdís Alda T-14 í Indiana

Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu,  IUPUI, kepptu dagana 23.-24. október á Charles Braun Intercollegiate. Gestgjafi var Evansville háskólinn og mótið fór fram í Oak Meadow Country Club, Evansville,  Indiana. Þátttakendur voru 85 frá 13 háskólum. Veður setti strik í reikninginn en mótið, sem átti að vera tveggja hringja, var stytt í 1 hrings mót vegna kulda, vinds og rigningar. Hafdís Alda var á 4. besta skori liðs síns 81 höggi og varð T-24 í einstaklingskeppninni. IUPUI varð í 4. sæti í liðakeppninni! Sjá má lokastöðuna á Charles Braun Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:   Þetta er síðasta mót IUPUI á haustönn og verður ekki keppt að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 20:30

LET Access: Frábært!!! – Valdís Þóra deilir efsta sæti e. 2. dag á Spáni!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefir leikið glæsigolf á  á lokamóti Santander Golf Tour (SGT) í Valencia á Spáni. Eftir 2. keppnisdag deilir Valdís Þóra efsta sætinu ásamt Emmu Nilsson frá Svíþjóð. Báðar hafa þær spilað á samtals 5 undir pari, 139 höggum; Valdís (66 73) og Emma (69 70). Gaman að sjá íslenskan kylfing efstan á stórri mótaröð erlendis!!! Valdís Þóra er svo sannarlega að gera góða hluti!!! Það stefnir í einvígi milli Valdísar og Emmu þ.e. Ísland/Svíþjóð á morgun í Valencia – Fygist með!!! Til þess að sjá stöðuna á lokamóti SGT SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 19:30

GR og GM gestgjafar Íslandsmótsins 2019 og 2020

Mótanefnd GSÍ samþykkti tillögu þess efnis að Íslandsmótið 2019 færi fram hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og Íslandsmótið 2020 færi fram hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þessi tillaga var samþykkt og staðfest á stjórnarfundi GSÍ þann 22. ágúst síðastliðinn. Íslandsmótið í golfi fór síðasta fram hjá GR árið 2013 en Íslandsmótið hefur aldrei áður farið fram á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Íslandsmótið 2018 fer fram hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja eins og áður hefur komið fram. Fyrr á þessu ári óskaði mótanefnd GSÍ eftir umsóknum um Íslandsmótið í höggleik fyrir árin 2019 og 2020. Umsóknir komu frá nokkrum klúbbum í þessi mót sem er vel og greinilegt að það er mikill metnaður meðal golfklúbba á Íslandi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 19:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur úr leik á Ras Al Kaimah Challenge

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG tók þátt í Ras Al Kaimah Challenge, sem er mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu. Mótsstaður er Al Hamra golfklúbburinn í Ras Al Kaimah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Birgir lék samtals á 2 yfir pari, 146 höggum (75 71), bætti sig um 4 högg milli hringja en það dugði því miður ekki til og komst Birgir Leifur ekki í gegnum niðurskurð, sem miðaður var við parið eða betra. Sá sem er efstu í mótinu eftir 2 hringi eru Hollendingurinn Jurrian Van der Vaart og Chase Koepka, bróðir hins fræga Brooks Koepka, en þeir eru búnir að spila á 10 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna á Ras Al Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Birgir Björn T-21 og Stefán T-52 á Park Fall Inv.

Birgir Björn Magnússon, klúbbmeistari GK 2012 og 2017 og Stefán Sigmundsson, GA og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu tóku þátt í Park Fall Invite, sem fram fór dagana 23.-24. október s.l. Mótið er jafnframt síðasta mótið á haustönn og Bethany Swedes, lið strákanna, keppir ekki að nýju fyrr en á nýju ári, 2018. Þátttakendur voru 74 frá 14 háskólum. Mótsstaður var The National Golf Club of Kansas City í Parkville, Missouri. Birgir Björn lék á samtals 22 yfir pari, 164 höggum (86 78) og deildi 21. sætinu, með 2 öðrum (þ.e. varð T-21). Stefán lék á samtals 35 yfir pari, 177 höggum (86 91) og deildi 52. sætinu, með 3 öðrum (þ.e. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davíð Skarphéðinsson – 26. október 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Davíð Skarphéðinsson. Hann er fæddur 26. október 1987 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!! Davíð er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Davíð Skarphéðinsson; GK (30 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Bucek, f. 26. október 1961 (56 ára); Helga Jóhannsdóttir, GK, 26. október 1963 (54 ára); Elísabet Sigurbjarnadóttir 26. október 1965 (52 ára); David Miley f. 26. október 1966 (51 árs); Anton Ingi Þorsteinsson, GA, 26. október 1975 (42 ára); Melodie Bourdy, 26. október 1986 (31 Lesa meira