Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2017 | 22:00
LPGA: Ólafía T-38 e. 1. dag í Kína – Fylgist með henni HÉR en hún fer út kl. 00:17

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á pari vallar á 1. hringnum á Blue Bai atvinnumótinu sem fram fer í Kína. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og er Ólafía Þórunn í 38. sæti en keppendur eru alls 81. Keppnisvöllurinn í Kína er einn sá lengsti á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili. Ólafía Þórunn hóf leik á 1. teig og byrjaði ekki vel þar sem hún fékk skramba, eða +2. Hún bætt um betur á næstu 10 holum þar sem hún fékk fjóra fugla – hún tapaði síðan tveimur höggum í röð á 12. og 13. Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2017 | 18:00
Augusta National tekur við umsóknum nú

Ertu að leita að möguleika á að vera hluti af Masters mótinu og vinna sér inn peninga á sama tíma? Augusta National Golf Club tekur nú við umsóknum í fjölbreytt störf fyrir 2018 Masters mótið, sem haldið verður 5.-8. apríl 2018. Um er að ræða störf við veitingu sérleyfa (ens. concessions), matreiðslu, á salerni, við móttöku gesta og í sölubásum. Samkvæmt auglýsingu á jobs.augusta.com er nú hægt að skila umsóknum á https://angcjobs.com til 20. nóvember. Þeir umsækjendur sem þykja hæfastir verða boðnir til viðtals í desember nk. Þeir sem verða ráðnir fá tilkynningu um það í tölvupósti. Umsækjendur verða að vera að minnsta kosti 16 fyrir 1. apríl 2018 og verða að uppfylla allar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Heiðar Davíð Bragason – 8. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Heiðar Davíð Bragason. Heiðar Davíð er fæddur 8. nóvember 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Heiðar Davíð er golfkennnari við Golfklúbbinn Hamar á Dalvík (GHD). Hann var tvöfaldur klúbbmeistari árið 2013 þ.e. bæði klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Golfklúbbsins Hamars á Dalvík. Auk framangreinds hefir Heiðar Davíð gert ýmislegt og unnið marga aðra sigra í golfíþróttinni. Sem dæmi mætti nefna að hann keppti á danska Scanplan túrnum 2007 og EDP-mótaröðinni 2008. Hann sigraði í Einvíginu á Nesinu 2008. Eins er eftirminnilegt þegar Heiðar Davíð setti glæsilegt vallarmet á Vatnahverfisvelli á 25 ára afmælismóti Golfklúbbsins Óss á Blönduósi árið 2010; spilaði völlinn á -5 undir pari, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2017 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA 2018: Steve Wheatcroft (30/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2017 | 12:00
Hverjir eru topp-30 góðu strákarnir á PGA?

Golf Digest hefir tekið saman lista yfir góðu strákana á PGA Tour. Þ.e.a.s. þá 30 sem þykja skara fram úr og birtir lista yfir þá í máli og myndum. Í 1. sæti er Jordan Spieth og 2. sætinu deila þeir Tony Finau, sem er ekki eins þekktur og sá sem hann deilir 2. sætinu með en það er Adam Scott. Líkt og flestir vita er Scott yfirleitt ofarlega á lista yfir kynþokkafyllstu karlkylfinganna, en hann þykir einnig einstakt ljúfmenni. Ekki amalegt að vera góður í golfi, reyndar meðal þeirra bestu í heimi, og auk þess fallegur og góður! Sjá má afganginn af samantekt Golf Digest yfir góðu strákana á PGA Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Axel Bjartmarz – 7. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Axel Bjartmarz. Ottó Axel er fæddur 7. nóvember 1996 og á því 21 árs afmæli í dag. Ottó Axel er í Golfklúbbnum Oddi (GO) og varð m.a. klúbbmeistari GO árið 2014. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ottó Axel Bjartmarz (21 ára – Innilega til hamingju með afmælið) Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Hallgrímur Friðfinnsson, 7. nóvember 1943 (74 ára); Kristín Höskuldsdóttir, 7. nóvember 1960 (57 ára); Sigurður Ragnar Kristjánsson, 7. nóvember 1973 (44 ára); Felipe Aguilar Schuller, 7. nóvember 1974 (43 ára); Davíð Gunnlaugsson, GM, 6. nóvember 1988 (29 ára); Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2017 | 12:00
Trump spilar golf v/stjörnur og nú í ferð sinni um Asíu v/ráðamenn

Einu ári eftir kjör Trump heldur vekur golf hans enn athygli fólks, hvort sem honum líkar betur eða verr. Hann spilar oftar en ekki með golfstjörnum og ráðamönnum. Nýjasta dæmið er að hann tók 9 holur í ferð sinni um Asíu með forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe og nr. 4 á heimslistanum Hideki Matsuyama nú sl. sunnudag. Auðvitað þurfti TRumpurinn að tvíta um spilið: „Playing golf with Prime Minister Abe and Hideki Matsuyama, two wonderful people!“ (Lausleg íslensk þýðing: Spila golf við Forsætisráðherrann Abe og Hideki Matsuyama, tvo yndislega menn!) Starfsfólk Trump sagði CNN að enginn hefði verið að halda utan um skorið á sunnudaginn. Það var heldur ekki gefið upp hvort Trump Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2017 | 07:00
Úrtökumót f. Evróputúrinn: Íslensku strákarnir 3 náðu allir ekki á lokastigið

Þrír íslenskir kylfingar, Aron Snær Júlíusson, GKG; Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR; reyndu fyrir sér í 2. stigs úrtökumótum fyrir Evróputúrinn. Enginn þeirra komst á lokastigið en aðeins 21 efstu á El Saler og 22 efstu á Desert Springs og þeir sem jafnir eru í þeim sætum á 2. stigs úrtökumótunum fá að spila á lokaúrtökumótinu. Haraldur Franklín lék á Desert Springs úrtökumótinu og var lokaskor hans samtals upp á 6 undir pari, 282 högg (70 71 70 71). Hann varð jafn öðrum kylfingi í 32. sæti (T-32) og því aðeins 10 sætum og 2 ergilegum höggum frá því að komast á lokastigið. Sjá má lokastöðuna í Desert Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Halldór Bragason – 6. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Halldór Bragason. Halldór er fæddur 6. nóvember 1956 og á því 61 árs afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Halldór Bragason (61 árs– Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Hume McCormack, (f. 6. nóvember 1930 – d. 16. maí 2003); John Francis Pott, 6. nóvember 1935 (82 ára); Margrét Blöndal (56 ára); Scott Piercy, 6. nóvember 1978 (39 ára); Juanderful Nlp (34 ára); Jennie Lee 6. nóvember 1986 (31 árs); Juliana Murcia Ortiz, 6. nóvember 1987 (30 ára STÓRAFMÆLI!!!); Gaflaraleikhúsið Hafnarfirði (27 ára); Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2017 | 10:00
PGA: Cantlay sigurvegari Shriners

Bandaríski kylfingurinn Patrick Cantlay sigraði á Shriners Open á TPC Summerlin í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn á ferli Cantly sem hann sigrar í móti á PGA Tour. Eftir hefðbundnar 72 holur voru 2 kylfingar auk Cantlay efstir og jafnir, á 9 undir pari, 275 höggum, þ.e. einnig þeir Whee Kim og Alex Cejka. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og sigraði Canlay á 2. holu bráðabanans; fékk fugl á par-4 18. holu TPC Summerlin, meðan Kim var með tvöfaldan skolla og Cejka með skolla. Sjá má lokastöðuna á Shriners mótinu með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 4. dags á Shriners mótinu með Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

