Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2017 | 15:30

Ólafur Björn nýr framkvæmdastjóri PGA á Íslandi

Ólafur Björn Loftsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri PGA á Íslandi. Hann tekur við starfinu af Andreu Ásgrímsdóttur sem lét af störfum fyrir skömmu. Ólafur hefur á undanförnum árum starfað í þágu golfhreyfingarinnar og kemur með fjölbreytta innsýn í starfið. Hann er atvinnukylfingur og hefur kynnst vel starfi samtakanna sem félagsmaður síðastliðin fimm ár. Auk þess hefur Ólafur B.S. gráðu í fjármálum og reynslu í viðburðar- og markaðsmálum. „Við í stjórn PGA viljum bjóða Ólaf velkominn til starfa hjá okkur. Við vitum að hann er mjög metnaðargjarn í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og hefur mikla reynslu á mörgum sviðum sem á tvímælalaust eftir að gera gott starf hjá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Saga á samning hjá Colorado State!

Saga Traustadóttir, afrekskylfingur úr GR, hefir skrifað undir samning við Colorado State University og mun þeim næst spila í bandaríska háskólagolfinu. Á facebook síðu sína skrifaði Saga: „í dag skrifaði ég undir samning við Colorado State University! 🙂 Eftir langt og krefjandi ferli er þetta loksins allt að gerast! Gríðarlega spennt að komast út í háskólagolfið og vera partur af þessu frábæra golfliði! 😀 Langar að þakka Berglindi og Benna sérstaklega fyrir alla hjálpina. Einnig langar mig að þakka Jussi, Simma og Sarah Glynn. Að sjálfsögðu líka mömmu og pabba. 😉 — feeling blessed at Colorado State University.“ Golf 1 óskar Sögu velfarnaðar og innilega til hamingju með áfangann!


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2017 | 10:00

GM: Peter Bronson ráðinn golfkennari

„Í ágúst auglýsti GM stöðu golfkennara hjá klúbbnum lausa til umsóknar. Margar umsóknir bárust en hátt í 80 umsóknir bárust um stöðuna. Ráðningarferlið tók töluverðan tíma en niðurstaðan var sú að ráða Peter Bronson til starfa. Peter mun því á næstu vikum hefja störf og mun starfa samhliða Davíð Gunnlaugssyni Íþróttastjóra Golfklúbbs Mosfellsbæjar við þjálfun barna og ungmenna hjá klúbbnum. Peter Bronson er fæddur í Boston, Bandaríkjunum árið 1972 er því 45 ára. Peter útskrifaðist frá Georgetown University þar sem hann lærði tungumál og heimspeki og lék í 1. deild í bandaríska háskólagolfinu. Árið 1996 flutti Peter til Spánar þar sem hann lauk PGA námi og lék sem atvinnumaður. Árið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2017 | 09:00

LET: Valdís á 74 e. 1. dag í Indlandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lék 1. hring á móti vikunnar á LET, sem fram fer á Indlandi. Valdís Þóra kom í hús á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-65 af 113 keppendum. Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla, 10 pör og 5 skolla. Efst í mótinu er annar af tveimur félögum Valdísar Þóru, sem voru í sama ráshóp og hún í nótt, hin enska Liz Young. Til þess að sjá stöðuna á Hero Women´s Indian Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2017 | 08:00

PGA: Kizzire efstur á OHL e. 1. dag

Það er fremur óþekktur kylfingur Patton Kizzire, sem er í efsta sætinu eftir 1. keppnisdag OHL Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour og fer fram í Mexíkó. Kizzire, sem er 1,96 m á hæð og með hávaxnari mönnum á PGA Tour, lék 1. hring á glæsilegum 9 undir pari, 62 höggum og átti m.a. sjéns á 59 eða 60 þegar hann fór á 18. eftir að hafa verið með 10 fugla milli 3.-17. braut, en fékk því miður skolla. Kizzire er með 2 högga forystu á bandaríska kylfinginn, Vaughn Taylor og Rickie Fowler er annar tveggja sem deila 3. sætinu, en hann lék á 6 undir pari, 65 höggum. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2017 | 07:00

LPGA: Besti hringur Ólafíu á Blue Bay mótinu til þessa

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk í nótt 3. hring Blue Bai atvinnumótinu, sem fram fer í Kína. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og er Ólafía Þórunn í 24. sæti eftir nóttina, en keppendur eru alls 81. Keppnisvöllurinn í Kína er einn sá lengsti á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 3 yfir pari, 219 höggum (72 76 71). Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili – og er þetta jafnframt lokamótið hjá Ólafíu Þórunni á mótaröðinni. Hún keppir í byrjun desember með Evrópuúrvalinu á The Queens mótinu í Japan. Í millitíðinni keppir hún Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2017 | 20:00

GS: Sigurpáll ráðinn íþróttastjóri

Stjórn GS hefur samið við Sigurpál Geir Sveinsson um starf íþróttastjóra Golfklúbbs Suðurnesja. Sigurpáll mun hefja störf á næstunni og frá og með mánaðarmótum janúar/febrúar vera kominn í fullt starf hjá Golfklúbbnum. Með ráðningu Sigurpáls, eða Sigga Palla eins og flestir þekkja hann, er horft til framtíðar með metnaðarfullum augum. GS-ingar sjá fyrir sér að efla afreksstarfið til muna sem og þjónustu við hinn almenna kylfing í klúbbnum. Sigurpáll er menntaður PGA-kennari og hefur lengi verið áberandi í golfheiminum, bæði sem keppandi og golfkennari. Hann er þrefaldur Íslandsmeistari og var einn af okkar fremstu kylfingum um árabil. Sigurpáll hefur unnið sem golfkennari í 10 ár og náð góðum árangri með börn, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2017 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi Hrafn skrifar undir samning v/WCU

Tumi Hrafn Kúld, afrekskylfingur úr GA skrifaði í dag undir samning við Western Carolina University og mun spila með golfliði háskólans næstu 4 ár. Á facebook síðu sína ritaði Tumi Hrafn: „Skrifaði undir samning í dag við Western Carolina háskólann í Norður Karólínu, fjögurra ára háskólanám þar sem ég get einnig æft og spilað golf verður ruglað ævintýri.“ Tumi Hrafn er m.a. og Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni 2014 og 2015; Kylfingur ársins hjá GA 2016 og hefir sigrað á Eimskipsmótaröðinni. Golf 1 óskar Tuma Hrafni innilega til hamingju með samninginn!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Signý Ólafsd. og Gunnhildur Kristjánsd. – 9. nóvember 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Signý Ólafsdóttir og  Gunnhildur Kristjánsdóttir. Signý Ólafsdóttir er fædd 9. nóvember 1957 og á því 60 ára stórafmæli. Signý er í Golfklúbbi Hólmavíkur. Komast má á facebook síðu Signýar til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Signý Ólafsdóttir – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Gunnhildur er fædd 9. nóvember 1996 og á því 21 árs afmæli í dag. Gunnhildur spilar í bandaríska háskólagolfinu með liði Elon en hér heima er hún í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Gunnhildi til hamingju með afmælið hér að neðan: Gunnhildur Kristjánsdóttir – Innilega til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2017 | 07:00

LET: Valdís hefur keppni á Indlandi á morgun

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL hefur keppni á Indlandi á morgun á LET mótinu, Hero Women´s Indian Open. Síðast lék Valdís í Abu Dhabi, en það gekk ekki nógu vel að hennar sögn, sbr. færslu á facebook síðu hennar: „Abu dhabi gekk ekki alveg nógu vel golflega séð. Ég sló driverinn frábærlega, járnahöggin ekki nógu vel og krækti 15 pútt á þessum tveimur hringjum. Það er nú stundum svo. Held til indlands á morgun og mótið þar byrjar á föstudaginn. Ég notaði helgina í að koma sveiflunni aftur á sinn stað og í að gera eitthvað skemmtilegt til þess að dreyfa huganum. Læt nokkrar myndir fylgja með.“ Valdís Þóra Lesa meira