Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2017 | 01:00

PGA: Kizzire sigraði á OHL

Það var Patton Kizzire, sem vann sinn fyrsta sigur á PGA Tour, þegar hann sigraði á OHL Classic. Kizzire lék á samtals 19 undir pari, 265 höggum (62 70 66 67). Þetta er fyrsti sigur Kizzire á PGA Tour. Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, var Rickie Fowler, s.s. á 18 undir pari, 266 höggum (65 67 67 67). Til þess að sjá hápunkta 4. dags á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Grace sigraði á Nedbank

Það var Branden Grace sem stóð uppi sem sigurvegari á Nedbank Golf Challenge hosted by Gary Player í Sun City, Suður-Afríku. Grace lék á samtals 11 undir pari, 277 höggum (68 75 68 66). Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir varð Skotinn Scott Jamieson og í 3. sæti á samtals 9 undir pari, varð Frakkinn Victor Dubuisson. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Nedbank SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Nedbank SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jason Day ——— 12. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Jason Day, sem er sem stendur nr. 12 á heimslistanum. Hann er fæddur 12. nóvember 1987 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Jason fæddist í Beaudesert í Ástralíu, en pabbi hans er ástralskur en mamma frá Filippseyjum. Hann gerðist atvinnumaður 2006 og hefir sigrað 14 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður; þar af 10 sinnum á PGA Tour. Þau mót sem hann hefir unnið á PGA Tour eru: 1 HP Byron Nelson mótið 23. maí 2010 og hin 9 mótin: 23. Feb 2014 WGC-Accenture Match Play Championship e. 23 holu viðureign við Victor Dubuisson 3 8 .Feb 2015 Farmers Insurance Open 73-65-71-70=279 −9 sigur e. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2017 | 15:00

LET: Lokahringur Valdísar Þóru á Indlandi sá besti!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk í nótt keppni á Hero Women´s Indian Open. Hún lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (74 74 73) og lokahringurinn var hennar besti á DFL Golf & Country Club í Nýju Delhi. Fyrir árangur sinn, að vera jöfn öðrum í 49. sæti hlaut Valdís Þóra € 1,583.55 (u.þ.b. íslenskar krónur 190.000,-). Það var franski kylfingurinn Camille Chevallier sem vann mótið á samtals 12 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Hero Women´s Indian Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2017 | 12:00

Ólafía Þórunn spilar á lokamóti LPGA

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukytlfingur úr GR, hefir nú lokið leik á Blue Bay mótinu á Hainan eyju í Kína. Við að ná að verða meðal efstu 100 á LPGA stigalistanum er Ólafía Þórunn búinn að tryggja sér áframhaldandi keppnisrétt á sterkustu kvenmótaröð heims, keppnistímabilið 2018. En Ólafía Þórunn gerði gott betur. Hún varð í 80. sæti stigalistans og það er verðlaunað með að hún fær þátttökurétt í fleiri mótum LPGA, m.a. risamótum og nú lokamóti LPGA 2017, sem er ótrúlegt afrek. Leiðréttist hér með það sem áður var ritað á Golf 1 að Blue Bay mótið væri síðasta LPGA mót Ólafíu í ár – við fáum enn að fylgjast Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Arnar Unnarsson, Halla Bjarnadóttir og Ólöf Baldursdóttir ——-– 11. nóvember 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Arnar Unnarsson, Halla Bjarnadóttir og Ólöf Baldursdóttir. Arnar er fæddur 11. nóvember 1967 og á því 50 ára stórafmæli! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Elsku Arnar Unnarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Halla Bjarnadóttir er fædd 11. nóvember 1967 og á því 50 ára stórafmæli í dag! Hún er frá Kirkjubæjarklaustri en býr í Reykjavík. Komast má á facebook síðu Höllu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Halla Bjarnadóttir – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!! Síðast en ekki síst á Ólöf Baldursdóttur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2017 | 15:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Birgir Leifur T-102 e. 1. dag á lokaúrtökumótinu!

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék í dag 1. hring á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Mótið hefir á undanförnum árum alltaf farið fram á PGA Catalunya vellinum, í Girona á Spáni en að þessu sinni eru spilaðir tveir vellir Lumine golfstaðarins; Hills og Lakes vellirnir. Birgir Leifur hóf leik á Lakes vellinum í dag. Hann kom í hús á 2 yfir pari, 73 höggum; fékk 2 fugla, 12 pör og 4 skolla og deilir 102. sætinu með 18 öðrum kylfingum, en 156 kylfingar taka þátt í mótinu. Í gær ritaði Birgir Leifur á facebook síðu sína: „Á morgun (innskot Golf 1: Í dag) byrjar síðasta stig úrtökumóts fyrir European tour. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2017 | 10:00

LPGA: Ólafía varð í 35. sæti í Kína!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lauk leik í nótt á Blue Bay LPGA mótinu á Hainan eyju í Kína. Ólafía Þórunn spilaði lokahringinn á 76 höggum Samtals lék Ólafía Þórunn á 7 yfir pari, 295 höggum (72 – 76 – 71 – 76) og varð í 35. sæti, sem er 4. besti árangur hennar á LPGA. Í verðlaunafé fyrir árangur sinn á mótinu hlaut Ólafía $12,967.00 (u.þ.b. 1.335.000 íslenskar krónur). Það var kínverski kylfingurinn Shanshan Feng, sem stóð uppi sem sigurvegari í mótinu á samtals 9 undir pari, 279 höggum (69 – 67 – 73 – 70) og hlaut í verðlaunafé $315,000.00. Til þess a sjá lokastöðuna á Blue Bay mótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2017 | 08:00

LET: Valdís fór g. niðurskurð á Indlandi!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Hero Women´s Indian Open, sem fram fer á DLF Golf and CC í Nýju Delhi, höfuðborg Indlands. Á 2. keppnisdegi lék Valdís Þóra á 2 yfir pari, 74 höggum; fékk 1 fugl, 14 pör og 3 skolla. Samtals er Valdís Þóra því búin a spila á 4 yfir pari, 148 höggum (74 74) og rétt komst í gegnum niðurskurð, en hann var einmitt miðaður við 4 yfir pari eða betra. Valdís Þóra spilar því lokahringinn á morgun, sunnudaginn 12. nóvember og á rástíma kl. 8:52 að morgni að indverskum tíma (sem er kl. 3:22 að íslenskum tíma, en 5 1/2 tíma Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andri Þór Björnsson – 10. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Andri Þór Björnsson. Andri Þór er fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1991 og á því 26 ára afmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og hefir  reynt fyrir sér í úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina og spilað á mótum Nordic Golf League. . Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Andra Þór með því að SMELLA HÉR: Komast má á heimasíðu Andra Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Elsku Andri Þór Björnsson – 26 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gylfi Ægisson (70 ára); Morris Hatalsky, 10. nóvember 1951 (66 Lesa meira