Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Brett Stegmaier (32/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2017 | 18:00

Berglind og Guðrún Brá keppa í fyrsta sinn á úrtökumóti LET

Berglind Björnsdóttir, GR, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hefja leik á fimmtudaginn á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina. Þetta er í fyrsta sinn sem þær reyna fyrir sér á þessu úrtökumóti. Leikið er í Marokkó en lokaúrtökumótið fer einnig fram í Marokkó um miðjan desember. Alls er keppt á þremur keppnisvöllum á 1. stigi úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina og komast um 30 efstu áfram á lokastigið. Á Palm vellinum þar sem Berglind og Guðrún Brá keppa eru um 50 keppendur. Berglind er stigameistari Eimskipsmótaraðarinnar 2016-2017 og Guðrún Brá varð Íslandsmeistari í holukeppni í KPMG-bikarnum í Vestmannaeyjum s.l. sumar. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Sigurðsson – 15. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Sigurðsson. Ottó er fæddur 15. nóvember 1979 og er því 38 ára í dag. Ottó er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir æft golf frá árinu 1993, þ.e. frá 14 ára aldri. Hann var m.a. skráður í PGA á Íslandi og því atvinnumaður í golfi 2007-2009. Hann hefir staðið sig geysivel í fjölmörgum opnum mótum og mætti sem dæmi nefna glæsilegan sigur hans í ZO-ON mótinu 19. júní 2010, þegar hann spilaði Hvaleyrina á -5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 3 vikum áður sigraði Ottó höggleikinn á Vormóti Hafnarfjarðar og svo mætti sem dæmi nefna sigur hans á 1. maí móti GHR 2008. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2017 | 20:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Birgir Leifur úr leik

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina Hann lék 4. hring lokaúrtökumótsins á pari vallar en það dugði skammt; hann náði ekki niðurskurði. Par-hringir Birgis voru bestu hringir hans í lokaúrtökumótinu. Samtals lék Birgir Leifur á 5 yfir pari, 291 höggi (73 72 74 72) en niðurskurður var miðaður við skor upp á 2 undir pari eða betra. Sjá má stöðuna í lokaúrtökumótinu í Lumine með því að SMELLA HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2017 | 20:00

Evróputúrinn: Jon Rahm nýliði ársins

Jon Rahm vann 2017 Sir Henry Cotton nýliða ársins verðlaunin á Evrópumótaröðinni eftir frábært upphaf á Evrópumótaröðinni í ár þar sem hann m.a. sigraði á  Dubai Duty Free Irish Open mótinu þar sem gestgjafi var the Rory Foundation, nú í júlí á þessu ári. Rahm er sem stendur nr. 5 á heimslistanum. Rahm hlaut heiðursviðurkenninguna úr hendi framkvæmdastjóra Evrópumótaraðarinnar, Keith Pelly. Enginn helstu keppinauta Rahm um nýliðaverðlaunin, sem voru Dylan Frittelli frá S-Afríku;  Englendingurinn  Jordan Smith, Hideto Tanihara frá Japan og Ryan Fox frá Nýja-Sjálandi– tókst að ljúka keppni á the Nedbank Golf Challenge á nægilega góðu skori til að veita sjálfum sér sjéns til að fara fram úr Rahm. Rahm er fyrsti spænski Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2017 | 18:00

Ólafía bætti enn eitt metið á heimslistanum – Valdís upp um 241 sæti á einu ári

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni halda áfram að klifra upp heimslistann í golfi sem er uppfærður vikulega. Ólafía Þórunn er í sæti nr. 179 sem er besti árangur sem Íslendingur hefur náð á heimslista atvinnukylfinga. Áður hafði Ólafía Þórunn náð sæti nr. 181 en hún fer upp um fimm sæti frá því í síðustu viku. Á s.l. 12 mánuðum hefur Ólafía Þórunn farið úr sæti nr. 611 í sæti nr. 179 eða upp um 423 sæti. Valdís Þóra tók risastökk í lok október á þessum lista en hún heldur áfram að bæta stöðu sína. Valdís Þóra er í sæti nr. 516 og hefur hún Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bent Larsen Fróða- son og Nicolas Colsaerts – 14. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins eru tveir belgíski kylfingurinn Nicolas Colsaerts og Bent Larsen Fróðason. Bent Larsen Fróðason er fæddur  14. nóvember 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu Bent til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Bent Larsen Fróðason – Innilega til hamingju með stórafmælið Nicolas Colsaerts fæddist 14. nóvember 1982 og er því 35 ára í dag. Hann hefir m.a. s.s. flestir áhugamenn um golf vita tekið þátt í Solheim Cup með liði Evrópu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939; Samuel Henry „Errie“ Ball f. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2017 | 18:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Birgir Leifur í 129. sæti e. 3. dag í Lumine

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG er í 129. sæti þegar þremur keppnisdögum af alls sex er lokið á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Keppni hófst s.l. laugardag en keppt er á Lumine á Spáni og eru tveir keppnisvellir notaðir, Lake völlurinn og Hills völlurinn. Alls komast 25 efstu inn á Evrópumótaröðina en alls eru leiknir 6 keppnishringir á jafnmörgum dögum. Eftir 3. keppnisdag er Birgir Leifur er á +5 samtals eftir 54 holur en hann hefur leikið hringina þrjá á (73-72-74) og deilir 129. sætinu með tveimur öðrum kylfingum (er sem sagt T-129). Alls eru leiknar 108 holur í lokaúrtökumótinu á sex dögum. Mótið hófst á laugardaginn og lýkur á fimmtudaginn. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Þór Sigurbjörnsson – 13. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Baldvin Þór Sigurbjörnsson. Hann er fæddur 13. nóvember 1986 og á því 31 árs afmæli í dag!!! Baldvin Þór er í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Baldvin Þór Sigurbjörnsson (31 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Jay Sigel, 13. nóvember 1943 (74 ára); Marianna Fridjonsdottir, 13. nóvember 1953 (64 ára); Þuríður Bernódusdóttir, 13. nóvember 1954 (63 ára); Rosie Jones, 13. nóvember 1959 (58 ára); Rögnvaldur A Sigurðsson, 13 nóvember 1965 (52 ára); Arnþór Örlygsson, 13. nóvember 1970 (47 ára); Rafn Stefán Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Corey Conners (31/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira