Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2017 | 08:00
PGA: Cook leiðir í hálfleik RSM – Hápunktar 2. dags

Það er einn af nýju strákunum á PGA Tour, Austin Cook, sem er í forystu á RSM Classic mótinu, þegar mótið er hálfnað. Rifja má upp kynnningu Golf 1 á Cook með því að SMELLA HÉR: Cook hefir spilað á samtals 14 undir pari, 128 höggum (66 62) og átti eins og sjá má stórglæsilegan 2. hring upp á 62 högg! Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Cook er Brian Gay. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti í hálfleik RSM Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á RSM Classic SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2017 | 07:00
Evróputúrinn: Fylgist með 3. hring DP World Championship HÉR! – Hápunktar 2. dags

Þriðji hringur á lokamóti Evrópumótaraðarinnar DP World Tour Championship er hafinn. Eftir 2. dag var það Englendingurinn Matthew Fitzpatrick sem var í forystu. Fitzpatrick lék fyrstu 2 hringina á samtals 10 undir pari, 134 höggum (67 67). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Fitzpatrick með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á DP Wordl Tour Championship með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Dagbjartur Sigurbrandsson, Hulda Hlín Magnúsdóttir og Joyce Wethered – 17. nóvember 2017

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Dagbjartur Sigurbrandsson, Hulda Hlín Magnúsdóttir og Joyce Wethered. Dagbjartur Sigurbrandsson er fæddur 17. nóvember 2002 og á því 15 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur og hefir verið að gera góða hluti á Íslandsbankamótaröðinni í ár. Komast má á facebook síðu Dagbjarts til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Dagbjartur Sigurbrandsson – Innilega til hamingju með 15 ára afmælið!!! Hulda Hlín er fædd 17. nóvember 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hægt er að komast á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Hulda Hlín – Innilega til Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2017 | 15:00
Úrtökumót f. LET: Guðrún Brá í 3. sæti e. glæsilegan 2. hring upp á 68 högg – Berglind T-34

Þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR taka þátt í Lalla Aicha Tour School þ.e. úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET). Eftir 2. dag úrtökumótsins, sem fram fer á Palmgolf golfstaðnum í Marokkó er Guðrún Brá í 3. sæti af 48 keppendum, sem er stórglæsilegur árangur!!!; Efst 27 fá að spila í lokaúrtökumóti LET. Guðrún Brá hefir spilað á samtals 3 undir pari, 141 höggi (73 68). Berglind hefir spilað á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (78 77) og er sem stendur T-34, þ.e. jöfn 4 öðrum keppendum í 34. sæti. Hún þarf eins og staðan er nú að bæta sig um 4 högg til þess Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2017 | 12:30
LET: Frábær T-2 byrjun hjá Valdísi í Kína

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi byrjaði vel á fyrsta hringnum á Sanya mótinu á LET Evrópumótaröðinni. Mótið fer fram í Kína og er næst síðasta mótið á keppnistímabilinu. Valdís Þóra hóf leik á 10. teig hún fékk þrjá fugla í röð á 12, 13, og 14. Hún bætti fjórða fuglinum við á 16. Valdís tapaði einu höggi á 17. sem var eina höggið sem hún tapaði á hringnum. Á síðari 9 holunum fékk Valdís átta pör í röð og fugl á lokaholunni. Sannarlega glæsileg byrjun og er Valdís Þóra í 2.-10. sæti. Sjá má stöðuna í Sanya mótinu með því að SMELLA HÉR: Valdís Þóra er í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2017 | 12:00
LPGA: Ólafía á -2 e. 1. dag í Flórída – Fer út kl. 13:42 í dag – Fylgist með HÉR!

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur nú þátt í lokamóti LPGA í ár, sem fram fer í Naples, Flórída. Þátttakendur eru aðeins 74 og verðlaunafé með því hæsta sem gerist á LPGA. Ólafía Þórunn kemst á mótið vegna góðrar frammistöðu á nýliðaári sínu á LPGA, þar sem hún náði að ljúka keppnistímabilinu í 80. sæti stigalistans. Eftir 1. dag á mótinu í Naples er Ólafía Þórunn T-18, þ.e. jöfn 17 öðrum kylfingum í 18. sæti. Þær 17 sem deila 18. sætinu með Ólafíu eru margar meðal þekktustu kylfinga heims og nægir þar að nefna nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Shanshan Feng, nr. 6 á Rolex heimslista kvenna, þ.e. sænska Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2017 | 01:00
PGA: Kirk efstur á RSM Classic – Hápunktar 1. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Chris Kirk, sem er efstur eftir 1. dag RSM Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Chris kom í hús á 9 undir pari, 63 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir, á 8 undir pari, 64 höggum, er einn af nýju strákunum á PGA Tour, Joel Dahmen, en sjá má kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á RSM Classic að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á RSM Classic SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2017 | 20:15
LPGA: Ólafía Þórunn hóf keppni á lokamóti LPGA í Naples í dag

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir er nú við keppni á lokamóti LPGA, sem fram fer í Naples, Flórída, í Bandaríkjunum. Þegar þetta er ritað er Ólafía Þórunn á 2 undir pari, á 16. holu búin að fá 3 fugla og 1 skolla og á eftir að spila 2 holur. Ólafía Þórunn er sem stendur T-21 þ.e. deilir 21. sætinu með fjölmörgum kylfingum, en þátttakendur eru 74. Í efsta sæti sem stendur eru Peiyun Chien frá Tapei og hin ástralska Sarah Jane Smith; báðar á 6 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna á lokamóti LPGA SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2017 | 18:00
Evróputúrinn: Reed efstur e. 1. dag á DP meistaramótinu

Mót vikunnar á Evróputúrnum er DP World Tour Championship. Eftir 1. keppnisdag er Patrick Reed í efsta sæti, en hann lék á 7 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti er Ástralinn Scott Hend og sá sem sýnt hefir afburðarspilamennsku á nokkrum síðustu vikunum, Englendingurinn Justin Rose, MBE, en báðir lék á 6 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna í DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2017 | 16:00
Afmæliskylingur dagsins: Ævarr Freyr Birgisson – 16. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er klúbbmeistari GA 2014 Ævarr Freyr Birgisson. Ævarr Freyr er fæddur 16. nóvember 1996 og á því 21 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ævarr Freyr Birgisson (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011); Barabara Romack, 16. nóvember 1932 (85 ára) – Sjá má eldri afmælisgrein Golf 1 um Barböru með því að SMELLA HÉR: );Salína Helgadóttir, GR, 16. nóvember 1958 (59 ára); Dagbjört Kristín Bárðardóttir, 16. nóvember 1975 (42 ára); Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

