Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2017 | 22:00
LPGA: Ólafía Þórunn lauk keppni T-59 á lokamóti LPGA

Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir lék 4. og síðasta hringinn á CME Group Tour meistaramótinu, sem er lokamót LPGA mótaraðarinnar. Ólafía Þórunn lék lokahringinn á parinu, 72 höggum; fékk 3 fugla 12 pör og 3 skolla. Heildarskor Ólafíu Þórunnar í mótinu var 4 yfir pari, 292 högg (70 – 74 – 76 – 72). Fyrir 59. sætið hlaut Ólafía Þórunn tékka upp á $6,039.00 (u.þ.b. 622.000 íslenskar krónur). Sigurvegarinn í mótinu var hin thaílenska Ariya Jutanugarn og sigurtékki hennar var upp á $ 500.000, sem er með því hærra sem gerist í kvennagolfi eða 51,5 milljón íslenskra króna. Sigurskor Jutanugarn var upp á 15 undir pari, 273 högg (68 – 71 – 67 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2017 | 17:00
Úrtökumót LET: Guðrún Brá komst á lokaúrtökumótið!!! – Berglind úr leik

Þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR tóku þátt í undanúrtökumóti Lalla Aicha Tour School þ.e. undanúrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET). Guðrún Brá lauk leik T-4, þ.e. jöfn tveimur öðrum kylfingum í 4. sætinu, sem er stórglæsilegt! Guðrún Brá lék á samtals 1 undir pari, 287 höggum (73 68 73 73) og komst við þetta á lokaúrtökumótið þar sem ræðst hvort hún fær keppnisrétt á bestu kvenmótaröð Evrópu (Ladies European Tour, skammst. LET). Berglind Björnsdóttir, GR, tók einnig þátt, en náði því miður ekki að sýna sitt rétta andlit og besta leik og lauk keppni á 20 yfir pari, 308 höggum (78 77 77 76). Sjá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ingvi Rúnar Einarsson – 19. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Ingvi Rúnar Einarsson. Ingvi Rúnar er fæddur 19. nóvember 1937 og á því 80 ára merkisafmæli í dag. Ingvi Rúnar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og heldur úti samfélagssíðunni Kylfingar á Facebook. Ingvi Rúnar spilar mikið golf, gjarnan erlendis í golfferðum á ýmsum freistandi golfáfangastöðum og jafnt sumars sem um miðjan vetur á Íslandi. Eins er hann mjög góður púttari og hefir tekið þátt í mörgum púttmótum Golfklúbbsins Keilis, með góðum árangri. Ingvi Rúnar er jafnframt stofnandi golfklúbbsins Hraunborga Sjá með því að SMELLA HÉR: Ingvi Rúnar er kvæntur, á 3 börn og fjölda barnabarna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2017 | 13:00
Evróputúrinn: Rahm sigraði í Dubai – Hápunktar 4. dags

Það var spænski kylfingurinn Jon Rahm, sem stóð uppi sem sigurvegari á DP World Championship, sem að venju fór fram í Dubaí. Sigurskor Rahm var 19 undir pari, 269 högg (69 68 65 67). Fyrir sigurinn hlaut Rahm € 1,175,051. Í 2. sæti varð thaílenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat á samtals 18 undir pari. Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood varð hins vegar stigameistari Evróputúrsins 2017 þ.e. sigraði Race to Dubaí. Til þess að sjá hápunkta DP World Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á DP World Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2017 | 09:00
LET: Valdís Þóra landaði 3. sætinu á Sanya Open – besti árangur íslensks kylfings á LET!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi náði besta árangri sem íslenskur kylfingur hefur náð á sterkustu mótaröð Evrópu hjá atvinnukonum í golfi. Valdís Þóra endaði í þriðja sæti á Sanya mótinu á LET Evrópumótaröðinni. Mótið fór fram í Kína og er næst síðasta mótið hjá Valdísi á keppnistímabilinu. Valdís lék frábært golf á fyrstu tveimur hringjunum en hún lék lokahringinn á pari og endaði í þriðja sæti á -7 samtals (68-69-72). Valdís var einu höggi á eftir Celine Boutier frá Frakklandi fyrir lokahringinn. Boutier sigraði á -12 samtals og Solar Lee frá Suður-Kóreu varð önnur á -8. Með árangri sínum náði Valdís Þóra að tryggja sér keppnisrétt á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2017 | 01:00
PGA: Cook í forystu e. 3. dag RSM

Það er nýliðinn Austin Cook sem heldur forystunni á RSM Classic mótinu eftir 3. dag. Cook er búinn að spila á samtals 17 undir pari, 194 höggum (66 62 66). Sjá má kynningu Golf 1 um Cook þ.e. í greinaflokknum um nýju strákana á PGA 2018 með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti er Chris Kirk 2 höggum á eftir á samtals 15 undir pari. Sjá má stöðuna á RSM Classic að öðru leyti með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2017 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Svala Ólafsdóttir – 18. nóvember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Svala Ólafsdóttir. Svala er fædd 18. nóvember 1967 og á því 50 ára afmæli í dag!!! Svala Ólafsdóttir- 50 ára – innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marga Stubblefield, 18. nóvember 1951 (66 ára); Þorgerður Jóhannsdóttir, 18. nóvember 1955 (62 ára); Josef Olasson, 18. nóvember 1961 (56 ára); Jill Briles-Hinton, 18. nóvember 1962 (55 ára); Valgarður M. Pétursson, 18. nóvember 1963 (54 ára); Svala Ólafsdóttir (50 ára); Sandra Carlborg, 18. nóvember 1983 (34 árs); Guðni Sumarliðason (26 ára)….. og ….. Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2017 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA 2018: Cameron Tringale (33/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2017 | 10:00
Japanska PGA: Koepka í forystu á Dunlop Phoenix Tournament

Brooks Koepka hefir aukið forystu sína á Dunlop Phoenix Tournament, en hann var með frábæran hring upp á 7 undir pari, 64 höggum á 3. hring. Koepka er nú með 4 högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn sem spilaður verður í nótt. Koepka var með 8 fugla, 9 pör og 1 skolla í Phoenix Country Club í Miyazaki og er samtals á 16 undir pari 197 höggum. Hann á eins og segir 4 högg á Lee Sang-hee, frá S-Kóreu, sem var á 66 höggum, sem dugði í 2. sætið. Í 3. sæti er nýliðinn eftirminnilegi frá því í fyrra, Xander Schauffele, sem var með 4 fugla og 1 skolla og var á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2017 | 09:00
LET: Valdís Þóra í 2. sæti e. 2. dag á Sanya Ladies Open!!! Glæsileg!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur s.s. allir vita þátt í Sanya Ladies Open, sem er mót á LET, sem haldið er í Yalong Bay golfklúbbnum í Kína. Á 2. hring lék Valdís Þóra á 3 undir pari, 69 höggum; fékk 7 fugla, 7 pör og 4 skolla. Valdís Þóra er í 2. sæti; 1 höggi á eftir frönsku stúlkunni Celine Boutier (sjá má eldri kynningu Golf 1 á Boutier með því að SMELLA HÉR) Samtals hefir Valdís Þóra spilað á 7 undir pari, 137 höggum (68 69), sem er frábær árangur!!! Spennandi lokahringur framundan í nótt!!! Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

